Hæg er leiðin hjá helferðarstjórn: skattar, ofurskattar og enn meiri skattar!

Ætli hækkun á virðisaukaskatti hægi ekki líka á efnahagsbata hér í landi, rétt eins og í Bretlandi? Þessi vinstristjórn okkar er engu óvitlausari (leggið saman tvær neitanir!) heldur en Brownstjórnin, enda í aðdáendaklúbbi hennar.

Í stað þess að stjórna af viti, með ærlegum samdrætti allt of útþanins ríkisvalds, sem hefur verið að taka til sín 57% vinnutekna fólks og ætlar að fá meira, þá leggur þessi gæfulausa stjórn á enn meiri skatta – fyrst og fremst ofurskattinn sem hún hyggst greiða til erlendra ríkja: Icesave-svikaskattinn, enda eru samningamenn okkar handgengnir Bretum og Hollendingum (sbr. hér).

Stjórnin var of blind til að fara að því vel hugsaða ráði að skattleggja lífeyrissjóðina um iðgjöld þegar þau væru greidd inn í sjóðina, en sú aðgerð hefði ekki aukið verðbólgu, hækkað greiðslur af verðtryggðum lánum og rýrt kaupmátt launa alþýðufólks. Nei, þessi leið var víst ofgóð Íslendingum. Heldur skal þessi stjórn fara troðnar götur fyrri vinstri stjórna: skatta og aftur skatta! 

Það hefur sennilega aldrei verið uppi minni reikningshaus í stóli fjármálaráðherra en sá sem þar situr nú í skömm þjóðar sinnar. 

Vísa ennfremur á grein mína: Illt í efni: vísitölu- og afborgana-hækkandi "björgun heimila"!


mbl.is Hærri virðisaukaskattur Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Slæm er þessi ríkisstjórn að vísu og í fáu treystandi. En nú hefur þú ruglast á nöfnum ágæti bloggvinur ellegar þú ert ósofinn.

Helferðarstjórnin fór frá í febrúar og hafði þá sett mörg heimsmet í afneitun og vanburðum til allra stjórnsýsluathafna. Það er hann Steingrímur J. sem nú leiðir stjórnsýsluna og telur sig vera með þjóðina áleiðis til baka úr ógöngunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði stefnt henni í á áratuga valdaferli sínum ógæfusamlegum. Þá keyptu ofdekraðir smástrákar rándýr einbýlishús í yfirstéttarhverfum til þess eins að sprengja þau í loft upp og byggja önnur fáránlegri að íburði eins og við Einar Már Guðmundsson höfum báðir bent á margsinnis í ræðum og ritlingum. En ríkisstjórn Steingríms er óhæf undir járnhæl Samfylkingarinnar þegar sýnt er jafnframt að Steingrím skortir svona "sirkabát" allt það sem hverjum leiðtoga er nauðsynlegt nema kjafthátt og mannalæti. 

Ég er orðinn vonlítill um að þessari þjóð okkar takist að komast á þurrt eftir skelfingarstjórn hægri hyggjunnar og í gíslingu ófétisins sem hún skildi eftir og kennd er við bókstafina IMF.  

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kalla ég helferðarstjórn, Árni minn, sem leiðir land og þjóð fram á brún hyldýpis og þrælaáþjánar. Það gerir þessi stjórn á eindregnari hátt og í meira mæli en allar aðrar með því að stefna markvisst að því að láta samþykkja ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans sem aldrei voru skuldir þjóðarinnar. Þar með brýtur hún rétt á þjóðinni, stjórnarskrána og landráðalögin, um leið pg hún gerist meðvirk erlendum yfirgangs-ríkisstjórnum í því að brjóta tilskipunar-ákvæði á Evrópska efnahagssvæðinu. Ég er sammála Guðmundi Franklín Jónssyni, að ráðherra ætti að draga fyrir Landsdóm, en er ekki á neinn hátt að bera í bætifláka fyrir fyrri stjórnvöld með þessum orðum. Sjálf nafngiftin 'helferðarstjórn' er ekki mín uppfinning, en hefur frá upphafi verið notuð um þá ríkisstjórnar-afmán, sem við nú höfum – stjórn sem sveikzt um að bjarga almenningi, sem hún þó sagðist ætla að gera! Sjálfur veiztu vel af hæfnisleysi þessarar ríkisstjórnar og ert þó vinstri maður, sem kaus Vinstri græna i kosningunum. Bið ég þig svo vel að lifa og á enga betri ósk þér og þjóðinni til handa en þá, að Ásmundur Einar Daðason o.fl. þingmenn í hans flokki þjóni fremur þjóðinni en þeim leiðtoga sem er að fara með þann flokk í hundana.

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seint gengur mér að fá þig ofan af þeirri trú Jón Valur að ég sé  vinstri maður og hafi kosið Vinstri græna í síðustu kosningum. Ekki veit ég betur en að ég sé ennþá skráður inni í Frjálslynda flokknum enda var ég einn af höfundum hans. Mér er ekki launung á að ég gafst upp á forystuleysi Frj.fl. og sneri stuðningi mínum til Borgarahreyfingarinnar. Nú situr Þráinn Bertelsson á Alþingi með umboð mitt í farteskinu og ég sé engin merki þess að aðrir hefðu farið skár með það í því herbergi. Ég á samleið með V.g. í umhverfismálum og tel Svandísi Svavarsdóttur vera eina ráðherrann sem staðið hafi undir mínum væntingum. Ég hef miklar mætur á Ögmundi Jónassyni og ber ennþá væntingar til Jóns Bjarnasonar ásamt því að mér hefur alltaf litist vel á Ásmund Einar Daðason. Svo á ég samleið með V.g. í einarðri andstöðu við græðgisöfl Sjálfstæðisflokksins en er þeim reið

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú tók tölvan af mér völdin. En það sem ég vildi bæta við er að ég er V.g. reiður fyrir að hafa ekki burði til að stýra þjóðinni inn á vegi sjálfbjargar og sjálfstæðis í öllum skilning.

Það er kominn tími til að við áttum okkur á því að í pólitík er engum treystandi og hver dagur dýr sem við eyðum í bið eftir faglegri utanþingsstjórn og svo raunverulegu lýðræði án milliliða.

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 13:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Árni, fyrir að leiðrétta mig, og nú skal ég reyna að gæta þess að bendla þig aldrei aftur við VG, en þar um var misminni mínu um að kenna. Sannarlega ætti Frjálslyndi flokkurinn meira erindi inn á þing en a.m.k. einhverjir þeirra flokka sem nú sitja þar! Hvort utanþingsstjórn verður lausnin, veit ég ekki. Hvernig myndi hún t.d. taka á okkar sjálfstæðis- og fullveldismálum gegn Evrópubandalags-þjóðsvika-þvælunni?

Mér litist vel á að fá Frjálslynda og uppyngda Framsókn í stjórn; þar mætti Samfylkingin ekki hafa nein úrslitaáhrif, og svo þurfa Samtök fullveldissinna að komast á þing auk samtaka aldraðra og Kristinna stjórnmálasamtaka. Þessum samtökum mun öllum gefast nokkur tími til að kynna sig betur alþjóð.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eiður, nota þú ekki nafn Guðs inni í háði þínu um náungann.

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband