Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Verjendum "réttarins til fóstureyđinga" svarađ

Á vefsetri, sem ţví miđur er mun fáfarnara en mitt, hefur undanfariđ mátt lesa greinar og rökrćđur um réttmćti fósturvíga (e. foeticide, procured/induced abortion). Einn andmćlenda gestgjafans ţar, Magnúsar Inga, var ungur og galvaskur femínisti, Halla Rut. Á einni vefsíđunni tjáđi hún í hnotskurn stefnu sína og fleiri róttćklinga međ ţessari setningu: "Ţađ sem réttlćtir fóstureyđingar er réttur konunnar til ađ stjórna eigin lífi."

Svar mitt var efnislega á ţessa lund:

Ţessi setning Höllu Rutar er í raun og í eđli sínu mjög gagnrýnisverđ, enda heldur hún ekki vatni. Réttur konu til ađ stjórna eigin lífi gefur henni t.d. engan rétt til ađ mćta á ríkisspítala og segja lćknunum ađ skera af sér fótinn. Hafi hún ekki ţann rétt yfir eigin líkama, hvernig getur hún ţá haft hann yfir gervöllu lífi síns ófćdda barns? [1] Ţar ađ auki hafa íslenzk lög aldrei gefiđ konunni slíkan rétt. Ţví var vísvitandi hafnađ í umrćđum á Alţingi um ţessi mál á árunum 1973-75 ađ heimila "fóstureyđingu ađ ósk konu" [2], en í stađinn var ákveđiđ ađ heimila ţessa 'ađgerđ' út frá vissum tilefnum/ástćđum (indicationum), sem áttu ţó ađ vera 'málefnalegar', byggđar á virkilegum erfiđleikum viđ međgöngu og/eđa fćđingu eđa viđ félagslegar ađstćđur, en ekki byggđar (eins og nú tíđkast hjá ţeim ágengu) á einberri ósk eđa viljavali konunnar eđa ţeirra sem ţrýsta henni út í ţessa hörmulegu ađgerđ. Ţetta ćtti Halla Rut ađ vita, ef hún vill vera upprennandi femínisti, eins og mér sýnist á henni.

En hún má líka leiđa hugann ađ ţví, ađ annađ hvert drepiđ fóstur hér á landi er meybarn. Á heimsvísu eru hins vegar meybörnin í allnokkrum meirihluta međal deyddra fóstra -- ţađ er nú einn 'árangurinn' af baráttu ekki sízt róttćkra kvennasamtaka fyrir "frjálsum" fósturvígum um veröld alla.

Á sömu vefsíđu hafđi Matthías Ásgeirsson beint til mín eftirfarandi spurningu eđa úrlausnarefni:

"Segjum sem svo ađ hjón ákveđi ađ eignast barn (sitt eina, eđa eitt í viđbót). Kona verđur ţunguđ og í ljós kemur ađ barniđ er verulega fatlađ. Hjónin taka ţá ákvörđun ađ fara í fóstureyđingu.

Síđar verđur konan aftur ţunguđ, í ţetta skipti er fóstur heilbrigt og hjónin eignast heilbrigt barn.

Spurning mín til andstćđinga valkosta í fóstureyđingum er: Hvađ hafiđ ţiđ á móti heilbrigđa barninu?

Svar mitt var á ţessa lund:

Ađ sjálfsögđu höfum viđ ekkert á móti heilbrigđa barninu -- hvernig spyrđu?!

En eykur fósturvígiđ í fyrra tilfellinu líkurnar á ţví, ađ foreldrarnir eignist heilbrigt barn? Ekki vitund, ţvert á móti! Međal ýmissa afleiđinga, sem fósturdeyđingar geta haft (í umtalsverđum fjölda prósentna), eru: ófrjósemi (trúlega langt yfir ţúsund tilfelli af ţessari ástćđu frá 1975), fósturlát og fyrirburafćđingar, en ţetta síđastnefnda leiđir oft til lakari heilsu hins fćdda barns, stundum legu í súrefniskassa og lakari ţroska.

Ég á konu, sem af trúfesti viđ ţađ alvarlega fatlađa barn okkar, sem hún bar undir belti, stóđ gegn ţrýstingi um ađ láta fyrirkoma ţví međ "löglegri fóstureyđingu." Barniđ fćddist og fekk sína skírn. Allt var ţetta ţess virđi í hugum okkar beggja, ţótt ţessi dóttir okkar lifđi síđan ekki heilan sólarhring og ţótt allt ferliđ vćri afar erfitt, sárt og langvinnt. Hin börnin okkar fćddust svo eftir ţetta, fullkomlega heilbrigđ og vel af Guđi gerđ. Honum sé ţökk og lof fyrir sín lífsins lögmál -- sem viđ verđum ţó ađ virđa, ef ekkert á út af ađ bera.

=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=

NEĐANMÁLSGREINAR:

[1] Um ţetta atriđi hefur einn fyrrverandi ţingmađur, Ásgeir Hannes Eiríksson, mćlt afar skarpleg orđ í rćđu á Alţingi 6. marz 1991, og hef ég áđur vitnađ til ţeirra í ţessari umrćđu á vefsíđu minni (ef tengillinn leiđir ykkur ekki beint á athugasemdina, ţ.e. 19.5. 2007 kl. 0:44, látiđ ţá tölvuna leita ađ ţessu orđi: Hannes). Sjá einnig alla ţessa rćđu hans á Alţingisvefnum.

[2] Út á ţađ gekk meginákvćđi frumvarps hins róttćka Magnúsar Kjartanssonar alţm. um ţetta mál.


Stein: Algjört brjálćđi fyrir Ísland ađ ganga í ESB

Talsmenn ađildar Íslands ađ ESB fengu aldeilis á snúđinn á dögunum hjá Gabriel Stein, ađalhagfrćđingi Lombard Street-rannsóknarsetursins. Hann telur ekkert ţví til fyrirstöđu, ađ viđ tökum einhliđa upp evru án ţess ađ ganga í ESB; í rauninni getum viđ tekiđ upp "hvađa mynt sem er í heiminum," ef ţađ henti hagsmunum okkar, en evran sé ţar ekki endilega fýsilegasti kosturinn, ţótt viss sterk rök séu fyrir upptöku hennar, "en einnig eru sterk rök fyrir ţví ađ taka upp sterlingspundiđ, norsku krónuna og jafnvel kanadíska dollarann."

Eftir ađ Valgerđur Sverrisdóttir gerđist talsmađur ţess ađ taka upp evru án ESB-ađildar, "stigu margir fram og sögđu ađ slíkt vćri ómögulegt," segir í frétt Blađsins af ţessu 24. ágúst. "Stein er á öđru máli. Hann segir, ađ vissulega yrđu önnur ríki ESB, Evrópuráđiđ og Evrópski seđlabankinn ekki sátt viđ ţá ákvörđun, en ţađ sé ekkert sem ţau geti gert viđ ţví." -- Hér orđar hann hlutina á eindreginn hátt, en hrćddur er ég um, ađ evrópski risinn vilji hafa ţetta á sinn veg og nota slíkt tćkifćri til ađ ţvinga okkur skref af skrefi til fullrar innlimunar í ESB. Hér má bćta ţví viđ, ađ Stein segir óstöđugleika íslenzku krónunnar ekki réttlćta ESB-ađild út af fyrir sig og fćrir sín rök fyrir ţví. Hann telur ennfremur, ađ eigin mynt smáríkja muni ekki líđa undir lok og ađ ýmsar ţjóđir, m.a. Ítalir, muni taka upp sína eigin mynt á ný og kasta ţar međ evrunni fyrir borđ.

ESB myndi ganga af íslenzkum sjávarútvegi dauđum

Ţar ađ auki varar hann sérstaklega viđ ţví, ađ Íslendingar gangi í Evrópusambandiđ, ţar sem ţađ myndi ganga af íslenzkum sjávarútvegi dauđum. "Ţegar kemur ađ Íslandi, er ţađ mitt persónulega mat, ađ ţađ vćri algjört brjálćđi fyrir ykkur ađ ganga í ESB. Ef ţiđ gangiđ í ESB, verđur ađ sjálfsögđu fyrirvari um ađ enginn komi nálćgt fiskveiđilögsögunni. Innan tveggja eđa ţriggja ára verđur Ísland dregiđ fyrir Evrópudómstólinn af spćnskum sjómanni. Ađ sjálfsögđu mun dómstóllinn úrskurđa, ađ svona misrćmi gangi ekki upp, og innan tíu mínútna verđur spćnski og portúgalski flotinn kominn til ađ ryksuga upp miđin. Ég veit ađ sjávarútvegurinn er ekki eins mikilvćgur og hann var, en ţetta er virkt kerfi, og iđnađurinn er lifandi." -- Stein bendir jafnframt á, ađ međ ađild ađ evrópska efnahagssvćđinu sé fjórfrelsiđ í fullu gildi, og ţađ skipti mestu máli. Rökin um áhrif innan ESB séu ekki nógu veigamikil, ţar sem ţau yrđu hverfandi í samanburđi viđ stóru rökin, og ţau vegi ekki upp á móti göllunum.

Skyldi nú einhver leggja hér viđ eyrun? -- Ekki er ég vanur ađ skrifa vefpistla, ţar sem mest efniđ er tekiđ úr einni blađagrein, en ţessi fréttagrein í Blađinu (24/8, s. 12: 'Evra ekki endilega heppilegasti kosturinn') er einfaldlega svo mikilvćg, ađ ég vildi ekki taka neinn ţátt í ađ ţagga hana niđur. En Magnús Geir Eyjólfsson blađamađur sagđi ţar skýrt og vel frá og rćddi viđ Stein eftir fyrirlestur hans um smáríki og myntbandalög á ráđstefnu sem Rannsóknarmiđstöđ um samfélags- og efnahagsmál stóđ fyrir á Nordica-hóteli 23. ţ.m.

Heimssýn : ţarfur félagsskapur

Ţađ er ánćgjulegt ađ geta vakiđ hér athygli á ţví, ađ Heimssýn, hreyfing sjálfstćđissinna í Evrópumálum, hefur nú opnađ á umrćđur og athugasemdir á eftir pistlum, sem birtast á vefsíđu ţess ágćta félags. Ţađ á t.d. viđ um nýjustu vefgreinina, Órofa hluti af Evrópusambandinu, sem fjallar um ţá stađreynd, ađ ţegar ríki eitt sinn hefur gerzt ađili ađ ESB, virđist ţađ ekki eiga ţađan afturkvćmt.

Heimssýn er siđfágađur félagsskapur, ţar sem vinstri-, hćgri- og miđjumenn sameinast um málefnalega umfjöllun um ţessi mál öll, afar ýtarlega upplýsingaţjónustu um Evrópumál og íslenzka hagsmuni, einnig fundahöld, ráđstefnur og umrćđur, m.a. međ erlendum gestafyrirlesurum (í fundarsal Norrćna húsins, á Hótel Borg, Grand Hotel og víđar). Margt málsmetandi manna hefur gengiđ til liđs viđ samtökin, en ađ mínu mati á ţađ erindi til miklu stćrri hóps, allra ţeirra ófáu, sem standa vilja vörđ um fullveldi okkar og óskertan sjálfsákvörđunarrétt í samfélagi ţjóđanna.


Róbert Björnsson bullar um ţađ sem hann ţekkir ekki

Međ ţví ađ fullyrđa í fyrirsögn: Stađfest samvist samkynhneigđra tíđkađist á miđöldum í Frakklandi, en vísa ţó til ţessarar greinar sem heimildar, er hinn herskái baráttumađur Róbert Björnsson ađ segja miklu meira en nokkur innistćđa er fyrir. Heimild hans segir nefnilega orđrétt (leturbr. JVJ):

The same type of legal contract of the time also could provide the foundation for a variety of non-nuclear households, including arrangements in which two or more biological brothers inherited the family home from their parents and would continue to live together, Tulchin said. But non-relatives also used the contracts. In cases that involved single, unrelated men, Tulchin argues, these contracts provide "considerable evidence that the affrčrés were using affrčrements to formalize same-sex loving relationships." ..."I suspect that some of these relationships were sexual, while others may not have been," Tulchin said. "It is impossible to prove either way and probably also somewhat irrelevant to understanding their way of thinking. They loved each other, and the community accepted that."

En fjarri lagi er, ađ Allan ţessi Tulchin viđ Shippensburg-háskóla í Pennsylvaníu hafi fundiđ ţar dćmi um jákvćđni miđaldasamfélagsins gagnvart samkynja kynlífi. Hann segir ţarna sjálfur, ađ ómögulegt (impossible) sé ađ sanna neitt um ţađ, ađ ţetta hafi veriđ hómósexúöl sambönd. Engin gögn eru um ţađ í heimildum hans, og ţví er Róbert Björnsson vitaskuld ađ bulla um ţađ, sem hann ţekkir ekki, ţegar hann slćr fullyrđingu sinni upp í fyrirsögn.

Svo ganga ţeir eftir honum, jánkandi innleggjarar, sem hafa ekki hirt um ađ kanna meintu heimildina ađ baki. Ţeirra á međal er Sunna Dóra guđfrćđinemi, sem getur gleypt viđ ţessu eins og nýrri flugu, jafnvel ţótt hún fáist illa til ađ trúa ţví, sem viđurkennt er af flestum Nýjatestamentisfrćđingum, ađ Lúkasarguđspjall og Postulasagan séu skrifuđ fáeinum áratugum eftir krossfestingu Krists. (Sumir ţessara endurskođunarguđfrćđinga virđast einfaldlega geta trúađ öllu nýframkomnu, furđulegu og 'framsćknu' sem nýju neti, en beita hins vegar hörđustu efahyggju á mörg kjarnaatriđi, sem tilheyra sjálfum trúararfinum.)

En ţađ er ekkert nýtt, ađ reynt sé ađ rangtúlka vináttu karlmanna sem dćmi um kynhverfu. Ţannig hafa ósvífnir skríbentar leikiđ vináttu Davíđs og Jónatans, sem frá segir í Ritningunni, en allir betri frćđimenn hafna ţeirri geđţóttatúlkun.

Vinátta og brćđralag međal karlmanna ţekkist líka hér á landi á öllum öldum, allt frá komu ţeirra fóstbrćđra Ingólfs og Hjörleifs viđ landnámiđ. Eftir lýsingu á norrćnu fóstbrćđralagi segir Sverrir Jakobsson sagnfrćđingur á Vísindavefnum: "Í evrópskum heimildum frá fyrri hluta miđalda er stundum getiđ um fóstbrćđralag sem virđist hafa veriđ svipađ ţví sem lýst er í íslenskum heimildum frá síđari tímum. Slíkt bandalag virđist ţó einnig vera undir áhrifum frá rómversku hugmyndinni um "amicitia" (pólitíska vináttu)."

Sjálfum hafđi mér reyndar komiđ í hug, ađ hugtakiđ "affrčrement" (brćđralag), sem hér býr ađ baki í ţví, sem Tulchin segir frá, gćti, ţrátt fyrir latneskt-ćttađ nafniđ, veriđ eins konar leifar af samgermanskri fóstbrćđralags-hugsun (gerandi ráđ fyrir, ađ norrćna fyrirbrigđiđ eigi sér hliđstćđur međal annarra germanskra ţjóđa). En Frankar, sem lögđu undir sig hina keltnesk-rómversku Gallíu á 5. öld, voru af ćttstofni Germana. Viđ ţekkjum einnig ţessa sterku brćđralagsvitund međal ţýzkra karlmanna, stúdenta sem hermanna, á 19. öldinni. Ţađ er ekkert í sjálfu sér hómósexúelt viđ samstöđu karlmanna í sínum hagsmuna-, klíku- og hugsjónamálum, ekki frekar en samheldnir femínistar verđi stimplađir sem lesbíur. En vafalítiđ verđur nú ţessi uppgötvun Róberts Björnssonar lífseig í ţeirri gođsagnakvörn, sem malađ hefur á fullu hér á landi hér á landi síđustu 1-2 áratugina međ eftirsóttum árangri fyrir einbeittasta baráttuliđ samkynhneigđra.


Góđ grein Árna Páls Árnasonar sem minna má á

Snöggur var Árni Páll, nýkjörinn ţingmađur Samfylkingar og varaformađur utanríkismálanefndar Alţingis, ađ stinga upp í vesalings friđardúfurnar í gamla/nýja Sósíalistaflokknum (VG), ţ.e.a.s. í Mbl.grein hans Ađ styđja Hamas en fordćma Norđmenn. Ţrátt fyrir yfirskriftina fjallar greinin mestmegnis um varnir Íslands -- og um harđa andstöđu Rauđgrćnna viđ ţađ "ofbeldi" sem ţeir telja fólgiđ í herćfingum hérlendis, en í ţeim tóku ekki sízt ţátt brćđraţjóđir okkar Danir og Norđmenn. Vekur Árni Páll m.a. athygli á ţví, ađ systurflokkur VG er í ríkisstjórn í Noregi og á ţannig ađ fullu ţátt í ţeim varnarviđbúnađi Norđmanna, sem birtist bćđi í vel búnum varnarher ţeirra og ţátttöku í ţessum tímabćru herćfingum. Stingur greinarhöfundur međ snaggaralegum hćtti upp í okkar rauđgrćnu mótmćlendur, m.a. međ snyrtilegri ađgreiningu ofbeldis og lögmćtrar valdbeitingar. Um ţetta allt vísa ég til greinarinnar sjálfrar.

Árni Páll Árnason er lögfrćđingur ađ mennt og vann um árabil hjá Halldóri Ásgrímssyni í utanríkisráđuneytinu. Hefur hann oft vakiđ athygli mína fyrir meitlađar og snjallar greinar, m.a. í Fréttablađinu nýlega um Hamas-máliđ og heimsókn utanríkisráđţjóns okkar, Ingibjargar Sólrúnar, til Landsins helga, en einnig minnist ég afar góđra greinarskrifa hans í Mbl. frá fyrri tíđ. Hann er einn hinna hćfustu manna, sem Samfylkingin hefur á ađ skipa.

Svo ađ nokkur deili séu sögđ á manninum, er hann sonur séra Árna Pálssonar, sem lengi gegndi prestsembćtti í Miklaholtsţingum í Hnappadalssýslu og í Kópavogi, en síđast á Borg á Mýrum, en móđurfađir séra Árna var prófasturinn á Stóra-Hrauni, sá sögulegi séra Árna Ţórarinsson, sem Ţórbergur gerđi eins ódauđlegan og unnt má kalla í ţessari dauđlegu veröld. Brćđur Árna Páls eru vel kunnir, séra Ţorbjörn Hlynur á Borg á Mýrum, fyrrum biskupsritari, og Ţórólfur, fyrrverandi borgarstjóri. Hér er um hćfileikakyn ađ rćđa, og er móđir ţeirra brćđra Rósa Björk Ţorbjarnardóttir, greindarkona, fyrrv. endurmenntunarstjóri.


Góđhesta ćttir og manna

Vart mun mér úr minni líđa, ţegar dr. Tómas Helgason, fyrrum prófessor og yfirlćknir á Kleppi, lét ţau orđ falla í erindi á fundi Ćttfrćđifélagsins, ađ illa yrđi komiđ fyrir ţeim vísindum, sem fjalla um mannlegar erfđir og erfđaeiginleika, ţegar ćttarţekkingu hefđi fariđ svo aftur vegna ćttleiđinga og tćknifrjóvgana, ađ ćttfrćđi hesta og hunda stćđi ţá á hćrra stigi en ţessi gamla frćđigrein Íslendinga. Ţetta kom mér í hug, er ég sat á góđu hrossabúi ađ Akurgerđi í Ölfusi í skjóli venzlafólks míns [1] og fletti ţar ýtarlegum hrossabókum Gunnars Bjarnasonar, Jónasar Kristjánssonar, Hjalta Jóns Sveinssonar o.fl. góđra manna, auk tímarita á ţessu sviđi. Ţar blasa viđ svo langar og miklar ćttartölur og gjarnan svo alhliđa rakiđ í fjölda ćttleggja (og ţá upp í 6. liđ), ađ margur mađurinn, a.m.k. erlendis, mćtti prísa sig sćlan fyrir ţvílíka ćttvísi í eigin ranni.

Gaman er ađ bera hér saman rakningu eins ćttleggs úr hrossakyni hornfirzku og annars úr mannkyni (vestfirzku mestan part). Fyrri ćttleggnum tókst mér ađ rađa saman úr ćttartölum í tveimur af hrossabókum Jónasar Kristjánssonar (fv. ritstjóra DV) og einu hrossatímariti, og má mörgum ţykja til um, hve langt er hćgt ađ rekja ţessar ćttir, 18 kynslóđir, og hefur ţó trúlega ein bćtzt viđ ađ auki. Mannlegu ćttrakninguna fer ég svo jafnlangt međ í kynslóđum taliđ, en heldur nćr ţađ lengra inn í blámóđu aldanna, til kaţólskra miđalda, og uni ég mér ţar vel, eins og lesendum mínum á ađ vera orđiđ ljóst fyrir löngu.

En svona er ţá í fyrsta lagi hornfirzki ćttleggurinn:

  1. Skjóna frá Hólmi; undan henni var:
  2. Jörp frá Árnanesi; undan henni var:
  3. Rauđur frá Árnanesi; undan honum var (o.s.frv.):
  4. Óđa-Rauđka frá Árnanesi (sem var reyndar fjórföld formóđir Blakks nr. 9 hér á eftir)
  5. Brúnn frá Árnanesi
  6. Brúnn yngri frá Árnanesi
  7. Ţór frá Hólum [í Hornafirđi] (nr. 56 í Hestabókum Jónasar Krjs.)
  8. Streitis-Blakkur
  9. Blakkur frá Árnanesi; hlaut 1. verđlaun í Međalfellsrétt áriđ 1930 sem og viđ Laxárbrú í Hreppum 1933 og 1937, einnig 2. verđlaun međ afkvćmum 1933 í Hornafirđi; mikill ćttarhöfđingi; felldur 1939 vegna fótbrots; ţekktir forfeđur og formćđur: 44, sumir ţá raunar taldir oftar en einu sinni vegna skyldleikarćktunar (nr. 129 í Hestabókum Jónasar, međ yfirliti ţar sömuleiđis um helztu afkomendur hans) [2]
  10. Víkingur frá Árnanesi
  11. Skuggi frá Bjarnanesi í Nesjum [3] (nr. 201 í Hestabókum Jónasar)
  12. Nökkvi frá Hólmi (nr. 260 í Hestabókum Jónasar)
  13. Ţröstur frá Reynistađ
  14. Jörp frá Holtsmúla [í Skagafirđi] (nr. 3781 í Hestabókum Jónasar)
  15. Hrafn frá Holtsmúla (nr. 802 í Hestabókum Jónasar)
  16. Adam frá Međalfelli (nr. 978 í Hestabókum JK); ţekktir forfeđur hans og formćđur í 5. kynslóđ eru tuttugu og í 6. kynslóđ 28 talsins, sumir ţá raunar tvítaldir vegna skyldleikarćktunar [4], IS1979125040
  17. Eva frá Skarđi (IS19911286799), fćdd 1991
  18. Barri frá Fellskoti (IS1998188471), fćddur 1998 [5]

Međ sama hćtti má rekja forfeđur okkar Íslendinga, raunar miklu lengra, allt til landnáms og fram fyrir ţađ. En tökum hér einn ćttlegg, sem nćr yfir jafnmargar kynslóđir, 18, og sjáum hve langt hann leiđir okkur:

 1. Björn Einarsson Jórsalafari, sýslum. í Vatnsfirđi, f. um 1350, d. 1415
 2. Vatnsfjarđar-Kristín, f. um 1377, höfđingskona í Vatnsfirđi, gift Ţorleifi sýslum. Árnasyni
 3. Sólveig Ţorleifsdóttir, systir Björns ríka, riddara og hirđstjóra á Skarđi, en barnsmóđir Sigmundar prests Steinţórssonar í Miklabć
 4. Jón Sigmundsson lögmađur, mikilhćfur, en lánlítill, d. 1520, kvćntur Björgu Ţorvaldsdóttur búlands, og var hjónaband ţeirra ţrćtuepli Gottskálks biskups Nikulássonar
 5. Guđrún Vatnshyrna, átti Jón Hallvarđsson
 6. Jón Jónsson, bóndi á Auđunarstöđum í Víđidal
 7. Sr. Arngrímur Jónsson lćrđi, f. 1568, d. 27. júní 1648, prófastur og officialis á Melstađ, merkur fornmenntamađur (húmanisti) og samstarfsmađur frćnda síns Guđbrands biskups
 8. Jón Arngrímsson, bóndi í Sćlingsdalstungu í Dölum
 9. Arngrímur Jónsson, bóndi í Sćlingsdalstungu.
 10. Margrét, kona Guđmundar prófasts í Selárdal Vernharđssonar prests
 11. Sr. Ţórđur Guđmundsson, d. 1741, ađstođarprestur í Vatnsfirđi, prestur á Grenjađarstađ (bróđir Ţorláks prests og sýslumanns, föđur sr. Jóns skálds á Bćgisá), kvćntur Halldóru Hjaltadóttur prófasts og listamanns í Vatnsfirđi, Ţorsteinssonar
 12. Sr. Ţorsteinn Ţórđarson (um 1733-1809), prestur á Stađ í Súgandafirđi
 13. Sr. Ţórđur Ţorsteinsson (1760-1846), prestur í Ögurţingum
 14. Sr. Magnús Ţórđarson (1801-1860), prestur í Hvítanesi og á Rafnseyri, skáldmćltur, bróđir sr. Ţorsteins í Gufudal, ćttföđur Thorsteinsson-ćttar. Frćndur voru ţeir Jóns Sigurđssonar, og enn skyldari honum var kona Magnúsar, Matthildur Ásgeirsdóttir, prófasts í Holti í Önundarfirđi (móđurbróđur J.Sig.), Jónssonar prófasts ţar Ásgeirssonar.
 15. Hjalti Magnússon (1839-1899), kennari, formađur, vinnumađur og hagyrđingur viđ Djúp og víđar, bróđir Ţórđar alţm. í Hattardal, föđur Ţórđar skálds Grunnvíkings
 16. Hinrik Hjaltason (1888-1956), vélstjóri og járnsmíđameistari í Neskaupstađ, hálfbróđir samfeđra Magnúsar Hj. Magnússonar, „skáldsins á Ţröm“ (fyrirmyndar Ólafs Kárasonar Ljósvíkings). Kona Hinriks var Karitas Halldórsdóttir, af Álftanesi syđra, ţó međ ćttlegg vestur á firđi og var sjálf komin af Arngrími lćrđa eins og Hinrik.
 17. Jens Hinriksson (1922-2004), vélstjóri á togurum Tryggva Ófeigssonar og í Áburđarverksmiđjunni, bróđir Jósafats heitins, vélstjóra og frkvstj. J. Hinriksson hf. Kona hans var Kristín J. Jónsdóttir (1924-2010).
 18. Jón Valur Jensson, f. 1949.

=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=

[1] Sbr. blogg mitt hér fyrir skemmstu: Hestamannsvísur.

[2] Jónas Kristjánsson: Ćttfeđur frá Óđu-Rauđku til Hrafnkötlu, Hestabćkur 1990, Íslenzk bókadreifing, bls. 56-57.

[3] Frá Bjarnanesi (ekki Árnanesi), skv. uppl. Guđm. Birkis Ţorkelssonar í fćrslu hans 27.8. 2007 í gestabók ţessa vefseturs (sjá nánar ţar).

[4] Jónas Kristjánsson: Heiđajarlar frá Hervari til Hrafnfinns, Hestabćkur 1989, útg.: höf.

[5] Stóđhestar 2004. Eiđfaxi (sérhefti), bls. 52.


Bođunar- og bókaskipiđ Logos II: frábćr nýbreytni

Í dag steig ég međ börnum mínum ungum um borđ í Logos II, sem siglir um heimshöfin međ 200 manna áhöfn kristinna ungmenna og trúbođa. Heimsóknin tók lengri tíma en ađ var stefnt og fyrst dvaliđ í hoppukastalanum á bryggjunni. Ţetta er skip á stćrđ viđ stćrstu togara, en af landganginum gengur mađur beint inn í afarstóran bókamarkađ, ţar sem börnin fengu nú aldeilis útrás.

Ţarna er mikiđ úrval bóka og fjarri ţví ađ ţćr fjalli allar um kristindóm og trúmál. Ţarna er allt frá barna- og litabókum upp í ţykkustu dođranta eins og stóru Websters-orđabókina, sem kostar 1600 krónur, en fjöldi bóka fćst hins vegar á allt niđur í 160 krónur, jafnvel minna. Mjög margt er ţarna af orđabókum o.fl., sem nýtzt getur námsmönnum, einnig glćsilegir atlasar í stóru broti á afar lágu verđi. Upp úr krafsinu höfđum ţađ marga bókapoka, ađ ég átti fullt í fangi međ ađ koma ţeim heim. Ţarna eru ýmis rit, sem snerta guđfrćđi og trúarlíf, m.a. Biblíur og orđalyklar ađ ritningartextum, en annars bćkur um hin ađskiljanlegustu mál, m.a. matreiđslubćkur og raunar flest milli himins og jarđar, einnig góđ rit til gjafa og barnabćkur af ýmsum toga. Á stađnum er líka íslenzk bókadeild međ völdum og góđum trúarbókmenntum.

Ég mćli eindregiđ međ ţví, ađ menn skveri sér um borđ í ţetta merkilega skip, heilsi ţar upp á elskulegt fólkiđ í áhöfninni (af 45 ţjóđernum!), hitti mann og annan, finni sér bók eđa bćkur viđ hćfi á spottprís, nú eđa geisladisk eđa annađ sem á bođstólum er, og krakkar finna ţarna sitthvađ viđ sitt hćfi. Kćrkomiđ var ađ komast í kaffiteríuna, en ţegar borgađ skyldi, reyndist ţar allt ókeypis.

Ţađ eina, sem gćti reynzt óţćgilegt, er ef fólk kemur ţangađ illa búiđ, ţví ađ nokkur vindur getur stađiđ upp á skipiđ og súgur um bókaţilfariđ og betra ađ mćta ţar sćmilega klćddur. Útsýniđ er hins vegar skemmtilegt, út í höfnina og yfir borgina.

Skipiđ liggur nćst hvalaskođunarskipunum viđ Ćgisgarđ, bryggjuna sem liggur í beina línu af Ćgisgötu, ţeirri sem liggur beint upp ađ Landakotskirkju. Ţađ leggur ekki úr höfn fyrr en á ţriđjudag, svo ađ enn er tćkifćri til ađ kynnast ţví merka starfi, sem ţarna er um ađ rćđa.


Er hin kristna kenning um endurlausnina eins konar hugmyndakerfi grimmdarinnar?

eftir Franz kardínála König

 

Mörgum nú á dögum veitist erfitt ađ trúa ţví, ađ mannkyniđ hafi veriđ endurleyst međ dauđa Krists. Ţeir stađhćfa ţvert á móti, ađ hugmyndin um fórnardauđa Krists sé eins konar kerfi grimmdarinnar. Ţeir geta ekki skiliđ, hvernig Guđ geti krafizt ţess, ađ mannslífi verđi fórnađ til ţess ađ réttlćtinu verđi fullnćgt.

Viđ getum svarađ ţessu fólki á eftirfarandi hátt:

Endurlausnin átti sér stađ međ ţeim kćrleika, sem hlífđi sér ekki viđ ţví ađ ganga leiđina alla. Ţađ, sem hefur endurleyst mannkyniđ, er ekki ţjáningin, ekki blóđiđ, ekki tortímingin á lífi Krists, heldur sá kćrleikur, sem í honum bjó.

Ţađ, sem hefur endurleyst okkur, er ţađ sem var sjálf ástćđan fyrir ţví, ađ hann fórnađi sér: kćrleikur hans. Dauđi Krists er ekki annađ en tjáning ţessa kćrleika, sem gengur út ađ yztu mörkum. Ţessi kćrleikur hans -- í heimi sem er fullur öfundar, misskilnings, eigingirni og valds -- gekk hinzta skrefiđ, fór hiklaust í baráttuna viđ heimsöflin.

Hver sá, sem elskar á skilyrđislausan hátt, veit ađ sá kćrleikur felur í sér fórn. Hann vekur mótstöđu annarra, reitir ţá til reiđi og sćtir ofsókn af ţeirra hálfu. Hver sem elskar í alvöru verđur ađ spyrja sjálfan sig, hvort einnig hann sé reiđubúinn til ađ leggja fram fórn. Sem kristnir menn vitum viđ, ađ kćrleikur Jesú -- sjálf elska Guđs -- hefur endurleyst okkur. Ţví getum viđ ekki međtekiđ sem kristna neina ţá predikun sem segir: "Jesús bođađi hvorki né spáđi fyrir um né túlkađi dauđa sinn sem hafandi endurleysandi gildi."

Viđ verđum ađ andmćla ţeim, sem halda ţví fram, ađ ţađ sé "mjög ólíklegt, ađ Jesús hafi viljađ bjarga heiminum međ ţví ađ deyja." Hver sá sem vill fara slíkar hjáleiđir um Biblíuna, skađar ekki ađeins trúna, heldur ţađ sem miklu meira er: sjálfan grundvöll trúarinnar. Ef viđ erum sífellt ađ brjóta niđur undirstöđuna sem viđ byggjum á, skulum viđ ekki láta okkur koma ţađ á óvart, ef gervöll bygging trúarinnar hrynur einn góđan veđurdag. Af ţessari ástćđu verđum viđ, nema ţungvćgar ástćđur fyndust fyrir gagnstćđu áliti, ađ hafna ţeirri túlkun sem skođar spádóma Jesú um hans eigin píslir sem síđari viđbćtur viđ frásagnir guđspjallanna.

=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=-==-=-=-=


Einvígi okkar Sunnu Dóru

Áhugafólk um eitt helzta deiluefni samtíđarinnar er hvatt til ađ fylgjast međ ţeirri rökrćđu, sem finna má á vefsíđu Sunnu Dóru guđfrćđinema, Kynhlutverk í Rómaveldi! Ţar takast á ofurróttćkni hennar í Biblíu(mis)túlkun annars vegar og tryggđ mín viđ texta ţess postula sem Kristur átti fremstan hér í heimi til ađ breiđa út kirkju hans. Rökrćđan er snörp og kryfjandi og hvöss á köflum, en vćntanlega mjög upplýsandi fyrir suma.

Hér er bara ein klausa úr einu innleggi mínu:

Já, ég fyrirverđ mig ekki fyrir ađ gera Heilaga Ritningu ađ mćlisnúru trúar minnar, segi međ heil. Tómasi frá Aquino: Sola Scriptura sacra est regula fidei, ţ.e.: "Heilög Ritning er eina mćlisnúra trúarinnar." Ţetta tók Lúther undir, en hjá róttćklinga-guđfrćđingunum hefur ţetta snúizt viđ: félagsfrćđićttuđ módel ţeirra og kenningasmíđ 'kynjafrćđanna' (nánast yngstu frćđa í henni veröld) skulu vera mćlistikan og dómsmćlikvarđinn á alla Ritninguna og hún ýmist gerđ afstćđ í bođun sinni, óviss (ađ sögn vegna margra túlkenda!) eđa afskrifuđ í kenningu sinni, ţegar ţessum veraldlegu hjáfrćđum viđkomandi guđfrćđihugsuđa ţókknast og ađ öllu ţví leyti sem ţeim ţókknast.

Ţá má einnig bćta hér viđ kjarnanum í nýjasta innleggi mínu [1], sem tekur einmitt á sjálfum kjarna ţessarar deilu um biblíulegt kennivald Páls postula og túlkun orđa hans:

"Textinn er nú ţannig uppbyggđur ađ hćgt er ađ lesa ansi mikiđ inn í ţađ sem ađ hann segir ekki og tilgreinir ekki nákvćmum orđum," segir Sunna Dóra. En máliđ er, ađ orđ Páls eru algerlega á tćru um ţetta mál. Hann segir, ađ arsenokoitai, ţ.e.a.s. ţeir karlmenn, sem leggist (ţ.e. til samrćđis) međ karlmönnum, muni ekki Guđsríki erfa -- sem sé, ađ sú synd (nema mađurinn iđrist hennar og snúi af braut villu sinnar) útiloki menn frá eilífu hjálprćđi (I. Kor. 6.9-10) og ađ ţeir, sem hana drýgi, séu ekki réttlátir og ţeim sé ţví "lögmáliđ ćtlađ", enda sé ţetta framferđi "gagnstćtt hinni heilnćmu kenningu" (I.Tím.1.9-10), og hann tekur sérstaklega fram ţar í beinu framhaldi: "Ţetta er samkvćmt fagnađarerindinu um dýrđ hins sćla Guđs, sem mér var trúađ fyrir" (1.11). Ţetta eru ekki léttvćg orđ, en léttvćgt er hjal róttćklinganna, sem vilja hafna ţeirri bođun höfuđ-kennimanns Nýja testamentisins, sem honum var trúađ fyrir.

Neitiđ ykkur ekki um ađ fara inn á ţessa athyglisverđu vefumrćđu.

[1] http://sunnadora.blog.is/blog/sunnadora/entry/292897/#comment568024

Ţroskađur íhugunarbloggari sem fer fram úr ykkur í raunhćfninni

Hér er bloggari sem má ekki falla í skuggann, ţótt ekki bloggi á alfaraslóđ: Jón Rafn Jóhannsson, einarđur bođandi kristinnar trúar og verjandi kaţólskrar kirkju og siđferđisgilda. Ég var ađ lesa afar snarpa grein hans á Kirkjunetinu, Viđ gerum ekkert án trúar, sem hvađ sem yfirskriftinni líđur fjallar um mörg raunhćfustu vandamál samtímans og ţeirrar aldar sem fram undan er. Hér er virkilega efni, sem mćla má međ, augnaopnandi, vekjandi, frćđandi. Mađur kemur aldrei ađ tómum kofunum á vefslóđ Jóns Rafns; ţar geta trúađir fundiđ góđa, heilnćma nćringu, miđlađa af brunnum andlegra feđra í kristninni, ekki sízt mystíkeranna, en um leiđ stendur ţessi nafni minn međ báđa fćtur á jörđ og miđlar af ţeirri ţekkingu sinni á nútímanum, sem fer fram hjá svo mörgum sem ţó eru međ hausinn á kafi í tízkustraumunum. Já, kynniđ ykkur, hvađ Jón er ađ rćđa í ţessari forvitnilegu vefgrein sinni og í umrćđunni á eftir.

PS. Ég á innlegg HÉR hjá sr. Baldri Kristjánssyni, sem og HÉR og áfram hjá Ágústi Ól. Ágústssyni -- hvort tveggja um samkynhneigđarofuráherzlumál sumra samtíđarmanna okkar -- og HÉR enn á vefsvćđi séra Toshikis og HÉR o.áfr. um eignamál og framlög til Ţjóđkirkjunnar, en virkur er ég víđar á vefsíđum.


Áhrifarík mynd um Tíbet og Dalai Lama - og endurbirt grein um hernám Kínverja á Tíbet

Börn mín horfđu hugfangin á myndina um Tíbet á sunnudagskvöld (og var ţó haldiđ fyrir augun á réttum stöđum). Sjálfur hreifst ég međ af trúverđugri frásögn, ást framleiđanda á viđfangsefninu og vel gerđum atvikslýsingum. Myndin Kundun eftir Martin Scorese (1997) er fallegt og átakanlegt verk, einhvers stađar á mörkum listar og heimildamyndar. Ţakkarvert er af Sjónvarpinu ađ birta ţetta góđa, gefandi dagskrárefni, sem leiđir jafnframt hugann ađ ţví, ađ enn er Tíbet undir járnhćl kínverskrar yfirdrottnunar, um hálfri öld eftir blygđunarlaust og lygivćtt hernám landsins. Ţess má ţá líka minnast, ađ ađgćzlu- og varnarleysi Tíbetmanna skóp ţađ tómarúm veikleikans viđ hliđ stórveldisins, sem freistađi kommúnista til ađ ráđast á blásaklausa ţjóđ. Áhrifin voru skelfileg.

Skyldi Nepal falla nćst? Ţar hafa Maóistar lengi haldiđ uppi harđvítugum skćruhernađi og hermdarverkaárásum, en ţeir eru nú illu heilli komnir međ hlutdeild í stjórnkerfinu.

Í Mbl. 13. des. 2004 átti ég ađ gefnu tilefni grein, ţar sem minnt var á nokkrar grundvallarstađreyndir úr nútímasögu Tíbetţjóđar. Nú gafst aftur full ástćđa til ađ minna á ţađ, sem ţar var sagt. Fylgir greinin hér á eftir:

 

LENGSTA HERNÁMIĐ: TÍBET EĐA PALESTÍNA?

Sveinn Rúnar Hauksson skrifađi hér grein 1. desember um sjálfstćđismál Palestínuaraba. Ţar hnaut ég um eftirfarandi orđ: "Hernám Palestínu er orđiđ langvinnara en nokkurt annađ í síđari tíma sögu mannkyns." Viđ ţessa setningu verđ ég ađ gera ţá athugasemd, ađ ţetta stenzt engan veginn. Hernám Vestur­bakkans hefur varađ frá 1967 (Sex daga stríđinu), en Tíbets allt frá 1949-51 ţegar kínverska kommúnistastjórnin lagđi landiđ undir sig. Undarlegt ađ geta gleymt ţessu! Ástćđan er ekki sú ađ ţeir landvinningar hafi gengiđ ljúflega fyrir sig, öđru nćr. Allar ţjóđir, sem nú draga andann, ađ Darfúrmönnum undan­teknum, myndu prísa sig sćlar yfir hlutskipti sínu í samanburđi viđ ţćr ţjáningar sem hin friđsama ţjóđ Tíbeta varđ ađ ţola af hendi innrásarhersins og síđar ofstćkisfullra Rauđra varđliđa og annarra ofsćkjenda áratugum saman.

Sveinn Rúnar hefur áđur, í viđtali í Útvarpi Sögu í maí 2003, talađ á sömu nótum, jafnvel í enn ýktari mynd. Ţar sagđi hann ađ hernám Ísraels á Vesturbakkanum vćri "lengsta hernám sögunnar" og "grimmasta hernám sögunnar," og er hvort tveggja fjarri lagi. Harđsvírađ hernám Sovétmanna á Eystrasaltslöndunum hafđi t.d. varađ rúma hálfa öld ţegar ţví loksins linnti um 1991, og til eru mun stćrri dćmi, bćđi frá nýlendutímanum og allt frá fornöld. (Naumast ţarf ađ taka fram ađ međ ţessari grein er ekki sagt eitt aukatekiđ orđ gegn ţví ađ Palestínumenn eigi ađ njóta réttlćtis.) Hvađ grimmdina snertir megum viđ minnast ţess ađ mannfall í hernámi Sovétmanna á Afganistan 1979-89 nam 1,5-1,6 milljónum manna, enn fleiri sćrđust, og 5-6 milljónir hröktust í útlegđ, sem olli stćrsta flóttamanna­vandamáli í sögu SŢ. Samt var ţetta lítiđ hlutfallslega miđađ viđ ađfarir Kínverja í Tíbet, eins og lesa má um í Le livre noir du Communisme (svartbók kommún­ismans) o.fl. heimildum.

Alger undirokun ţjóđar

Hálfur 8.000 manna her Tíbets var stráfelldur strax í byrjun. Milli 10 og 20% ţjóđarinnar (a.m.k. um 432.000 manns) og jafnvel allt ađ 700.000 hafa falliđ í árásum "Ţjóđfrelsishersins" kínverska og annarra ofbeldismanna ţađan, ţ.m.t. um 70.000 manns vegna hungursneyđar af mannavöldum 1959-63 og um 173.000 (skv. leyniţjónustu Dalai Lama) í fangabúđunum 166, sem ţekktar eru, en ţađan sluppu sárafáir lifandi. Heil munkasamfélög voru send í kolanámurnar. Vart er til sú fjölskylda í landinu sem sér ekki á bak ástvini sínum. Austur- og N-Tíbet (hálft landiđ) var innlimađ í héröđ í Kína og fólk ţar beitt enn meiri hörku en á "sjálf­stjórnarsvćđinu Tíbet" í vesturhlutanum. Fjöldi Kínverja var fluttur inn, ţar af um 300.000 til V-Tíbets, 2/3 ţeirra hermenn, og gerđi ţađ, ásamt međ ţjóđnýtingu og niđurbroti landbúnađar­hátta, lífsafkomu Tíbeta enn erfiđari en ella. "Stóra stökkiđ fram á viđ" og "Menningarbyltingin" léku ţjóđina grimmilega, m.a. var óheyri­legu magni menningarverđmćta eytt, yfir 6.000 helgistöđum lokađ eđa ţeim breytt í annađ, styttur brćddar upp í hundrađa tonna tali, myndum og handritum rćnt eđa ţeim tortímt, og var sú eyđing margfalt hrćđilegri en sú sem talíbanar stóđu fyrir í öđru Miđ-Asíulandi, Afganistan. Um 100.000 manns tókst ađ flýja land, ţ.m.t. um hálfri forystusveit ţjóđarinnar og leiđtoga hennar, Dalai Lama. Mandarín-kínverska var til 1979 eina tungumáliđ sem leyft var viđ kennslu í skólum landsins. Tíbezkar konur á barneigna­aldri ţora naumast ađ fara á sjúkrahús af ótta viđ fóstureyđingu eđa geldingu. Ţegar Hu Jaobang, ađalritari kínverska kommúnista­flokksins, sótti höfuđborgina Lhasa heim 1980, ofbauđ honum svo örbirgđin og gjáin milli Tíbeta og Han-Kínverja ţar, ađ hann kallađi ţađ "hreina og slétta nýlendustefnu".

Heildarfjöldi fallinna Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítiđ í áttina til ţeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa.

Hjarta okkar nćrri?

Hvađ veldur ţögn okkar um hlutskipti Tíbeta? Ekki gott atlćti ţeirra, svo mikiđ er víst. Ţađ vćri stór ávinningur fyrir málstađ Tíbets ef ţađ fengi ţótt ekki vćri nema brotabrot af ţeirri athygli sem Palestína fćr í fréttaflutningi fjölmiđla. Ástćđa vanrćkslunnar getur hvorki veriđ sú ađ Kínverjar eigi neitt inni hjá okkur né ađ Tíbetar hafi gert öđrum ţjóđum neitt til miska. Ef íslenzkir friđarsinnar vilja virkilega finna dćmi um ţjóđ sem á sér langa friđarhefđ og lagt hefur stund á ofbeldislaust líferni - eđa sýna samstöđu međ fólki sem nánast varnarlaust var knosađ og svívirt undir hernađarhćl stórveldis, ţá eru ţađ Tíbetar sem ćttu ađ standa okkur einna nćst hjarta. 

 • PS. 27.3. 2008:  Í marzmánuđi 2008 voru mikil mótmćli í Tíbet gegn yfirráđum og harđstjórn Kínverja; a.m.k. 140 Tíbetar hafa veriđ vegnir í gagnađgerđum Kínverja til ţessa dags. Um ţau mál o.fl. sem Tíbet varđar hef ég nú safnađ saman ýmsum vefgreinum mínum í efnisflokkinn Tíbet, Kína, Taívan og vísa hér međ til hans, enda mun ég flokka skrif mín um Tíbet framvegis í ţá efnismöppu. – JVJ.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband