Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

Úr Reykjavíkurbréfi um Tíbet: af hörmungum ţjóđar

Ćriđ nóg til ađ raska ró hvers manns međ samvizkuna í lagi er ađ lesa ţótt ekki sé nema einn kafla í Reykjavíkurbréfi nýliđins sunnudags – og til ađ fá marga til ađ átta sig á gleymsku okkar og sinnuleysi um menningarţjóđ sem trađkađ hefur veriđ á í nćstum 60 ár, svo ađ nú stefnir bókstaflega ađ útrýmingu hennar sem sérstakrar ţjóđar, einkum međ "eins barns reglunni" ásamt ţvinguđum ófrjósemisađgerđum og fósturdeyđingum sem og innflutningi Kínverja, eins og ég hef áđur rakiđ í vefgreinum. Ţađ er ţví ekki ađ ósekju sem Dalai Lama hefur sagt:

 • "This is the worst period in our 2000 year history. This really is the most serious period. At this time, now, there is every danger that the entire Tibetan Nation, with its own unique cultural heritage, will completely disappear. The present situation is so serious that it is really a question of life and death. If death occurs, nothing is left."

En lesum nú annan af alvarlegustu köflunum í Reykjavíkurbréfi gćrdagsins: 

 • Blóđi drifin saga undirokunar

 • Í ritinu Svartbók kommúnismans eftir Stéphane Courtois, Nicolas Werth, Jean-Louis Panné, Andrzej Paczkowski, Karel Bartošek og Jean-Louis Margolin er ófögur saga hernámsins rakin. Ţar segir ađ verstu árin í Tíbet hafi veriđ eftir komu kínverska herins [1950–51]. Mikiđ gekk á í öllu Kína á sjötta áratugnum, en hann var sérstaklega blóđugur í Tíbet. Harkalegum ađferđum var beitt til ađ innleiđa kommúnisma og ná yfirráđum í landinu. Ađgerđir hersins ţegar khampa-skćruliđar gerđu uppreisn voru ekki í nokkru samhengi viđ umfang uppreisnarinnar. Ţegar Tíbetar fögnuđu nýju ári 1956 gerđi kínverski herinn loftárás á klaustur í Batang og drap tvö ţúsund munka og pílagríma. Stór hluti íbúa landsins lifđi ađ hluta til hirđingjalífi og hinn hlutinn tengdist klaustrum. Ađgerđir stjórnvalda kollsteyptu lífi ţeirra. Tíbeskum fjölskyldum var hrúgađ saman í kommúnur. Tilraun til ađ rćkta sömu korntegundir og á kínversku láglendi leiddu til hungursneyđar. Tugir ţúsunda Kínverja voru fluttir til Sichuan og fengu ţjóđnýtt land. Ţessir fólksflutningar hófust áriđ 1953 og bćttu ekki ástandiđ í matarskortinum. Áriđ 1959 var samyrkjubúavćđing knúin fram međ valdi. Hún leiddi til uppreisnar, sem var brotin á bak aftur og leiddi ţađ til ţess ađ Dalai Lama flúđi til Indlands. Međ honum fóru um 100 ţúsund manns, ţeirra á međal megniđ af hinni fámennu menntastétt landsins. Uppreisnarmennirnir náđu Lhasa á sitt vald. Kínverjar brugđust viđ međ miklum sprengjuárásum. Enginn gat sinnt hinum sćrđu, sem oft voru grafnir lifandi eđa urđu fyrir árásum flökkuhunda. Taliđ er ađ á milli 2.000 og 10.000 manns hafi falliđ ţegar kínverski herinn tók Lhasa aftur. Leikurinn var ójafn. 20.000 tíbeskir uppreisnarmenn vörđust međ sverđum og framhlađningum.
 • Í Svartbókinni segir ađ listinn yfir óhćfuverk Kínverja á sjötta áratugnum sé ógnvekjandi, en í mörgum tilfellum sé ekki hćgt ađ stađreyna hann: „En frásögnum sjónarvotta ber svo nákvćmlega saman ađ mat Dalai Lama á ţessu tímabili virđist óvefengjanlegt: „Tíbetar voru ekki bara skotnir, ţeir voru einnig barđir til dauđa, krossfestir, brenndir lifandi, drekkt, limlestir, sveltir, kyrktir, hengdir, sođnir lifandi, grafnir lifandi, bútađir sundur og hálshöggnir.““
 • Áriđ 1969 var aftur gerđ uppreisn í Lhasa og miklu blóđi var úthellt ţegar hún var kćfđ. Khampa-skćruliđar, sem bandaríska leyniţjónustan CIA hafđi marga hverja ţjálfađ í skćruliđabúđum í Colorado og Guam og sent aftur til Kína, börđust áfram til 1972.
 • Áriđ 1987 var aftur gerđ uppreisn í Lhasa og hún var brotin á bak aftur. Ţegar óeirđir ţar sem krafist var sjálfstćđis höfđu stađiđ yfir í ţrjá daga ári 1989 voru sett herlög. Nú voru ađferđirnar hins vegar breyttar. Ţótt dćmi vćru um grimmdarverk greip herinn ekki til blóđsúthellinga í stórum stíl.*
 • Á sjötta og sjöunda áratugnum voru mörg hundruđ ţúsund Tíbetar settir í fangabúđir. Í Svartbókinni segir ađ allt ađ ţví einn tíundi hluti ţjóđarinnar hafi veriđ fangelsađur og svo virđist sem afar fáir, jafnvel ekki nema tvö prósent, hafi snúiđ lifandi úr ţeim 166 fangabúđum, sem vitađ er um og flestar voru í Tíbet og nćrliggjandi héruđum. „Áriđ 1984 komst leyniţjónusta Dalai Lama ađ ţeirri niđurstöđu ađ ćtla mćtti ađ 173 ţúsund manns hefđu dáiđ í haldi,“ segir í bókinni. „Heilu klaustursamfélögin voru send í kolanámurnar. Ađstćđur í prísundinni virđast hafa veriđ skelfilegar og sultur, kuldi eđa óbćrilegur hiti daglegt hlutskipti fanganna. Ţađ eru jafnmargar frásagnir af aftökum fanga, sem neituđu ađ hafna hugmyndinni um sjálfstćtt Tíbet og til eru um mannát í fangelsum međan á stóra stökkinu framáviđ stóđ.“

Um framhaldiđ (og samhengiđ) vísa ég til Reykjavíkurbréfs nýliđins sunnudags.

"Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja og taka ţátt í alţjóđadegi til stuđnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttindum og hittast fyrir utan kínverska sendiráđiđ ađ Víđimel 29, kl. 17:00," segir Birgitta Jónsdóttir í enn einni Tíbetgrein sinni: Alţjóđaađgerđadagur 31.mars til stuđnings Tíbet. "Eftir stutt stopp viđ kínverska sendiráđiđ verđur gengiđ saman ađ Alţingi ţar sem opiđ bréf verđur afhent til forsćtisráđherra og utanríkisráđherra," segir hún í sömu grein og rekur svo ţar innihald ţess opna bréfs:

 • "Í bréfinu verđa eftirfarandi spurningar;
 • 1. Er rétt ađ fórna mannréttindum fyrir viđskiptahagsmuni. Styđjiđ ţiđ ţađ?
 • 2. Hvađ ćtla íslensk stjórnvöld ađ gera til ađ hjálpa Tíbetum í ţeirra baráttu fyrir mannréttindum?
 • Sama bréf verđur síđan sent á alla alţingismenn allra flokka, ţar sem ţeir eru hvattir til ađ svara ţessum spurningum samviskusamlega og svör ţeirra verđa svo birt á blogginu mínu [Birgittu] til ađ byrja međ."

* Aths. JVJ:  Reyndar voru a.m.k. 450 Tíbetar drepnir, fjölmargir ađrir sćrđir og stór hópur annarra handteknir ţessa fáu afdrifaríku daga í marz 1989, skv. upplýsingum sem birtust í brezka blađinu Observer og í allýtarlegri frétt í New York Times 14. ág. 1990.


Kúgun Tíbeta verđur ekki ţögguđ niđur; međan mótmćlin magnast víđa, bćta Mbl. og fulltrúar VG upp auđsveipni ísl. stjórnvalda

Góđur stuđningsfundur viđ málstađ Tíbeta var viđ kínverska sendiráđiđ í dag, sóttur af 50–60 manns og fekk sinn sess í kvöldfréttum Rúv. Ekki síđur er fréttnćmt, ađ Mbl. afhjúpar nú blóđuga sögu ógnarstjórnar, fjöldamorđa og hryđjuverka gegn trú, ţjóđ og menningu Tíbets í Reykjavíkurbréfi* ţessa nýbyrjađa sunnudags. Ég hvet alla til ađ lesa ţá skelfilegu frásögn, ekki sízt kaflana 'Blóđi drifin saga undirokunar' og 'Menningarlegt ţjóđarmorđ'. Ţađ er mjög til eftirbreytni, ađ Morgunblađiđ taki hér málstađ hinna fjötruđu og ţjáđu Tíbeta sem hafa veriđ nánast gleymdir á alţjóđavettvangi síđasta aldarţriđjung, nema ţegar uppţot verđa ţar og mótmćli, sem Kínverjar bćla jafnharđan niđur. Einna síđast var ţar verulegt andóf fyrir nítján árum, 1989, ţegar um 450 Tíbetar voru drepnir. Ţađ var ţó sem dropi í ţađ blóđhaf sem úthellt hefur veriđ í landinu frá innrás Kínverja áriđ 1950.

Á fundinn í dag, ţar sem ég hélt rćđu ásamt Birgittu Jónsdóttur og Tíbeta, sem hér er búsettur frá 2002, mćttu fréttamenn frá Rúv. og Stöđ 2. Samţykkt var áskorun, ţar sem forsćtisráđherra, utanríkisráđherra og forseti Íslands eru krafđir svara viđ ţví, "hvort ţau telji eđlilegt ađ fórna mannréttindum fyrir viđskiptahagsmuni." Fundarmenn "telja svör Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráđherra um áhyggjur hennar af ástandinu í Tíbet ekki nćgja og hvetja til ţess, ađ Íslendingar sniđgangi opnunarhátíđ Ólympíuleikanna" (svo ađ vitnađ sé í fréttina í Stöđ 2).

Í Rúv-fréttunum kl. 18 var einnig fréttin ESB hvetur til viđrćđna í Tíbet, sem er mjög athyglisverđ. Ţađ sama er um afstöđu Frakka og Sarkozys ađ segja: ţeir vilja beita Kínverja miklu ađhaldi, til greina kemur, ađ Frakkar sniđgangi opnunaratöfn Ólympíuleikanna, og franska sjónvarpiđ tekur ekki í mál ađ láta ritskođa sig í fréttum tengdum atburđum í kringum leikana.

Ţeim mun fremur stingur ţađ í stúf, ađ íslenzk stjórnvöld hafa látiđ ţađ orđ út ganga, ađ Ísland styđji kröfuna um "eitt Kína", sem beinist gegn sjálfstćđi bćđi Tíbets og Taívans. Smánarlegt var ađ hlusta á yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráđţjóns okkar, um ţessa hluti í liđinni viku. Og ekki bćtir úr skák, ađ sama bođ lćtur formađur utanríkismálanefndar Alţingis, Sjálfstćđismađurinn Bjarni Benediktsson, út ganga, en í Rúv-frétt frá sl. miđvikudegi segir hann stefnu Pekingstjórnarinnar, Eitt Kína, "skynsamlega"! Sjálfur blygđast ég mín fyrir, ađ okkar eigin stjórnvöld og fulltrúi míns eigin flokks skuli beygja sig í duftiđ fyrir stefnu kommúnískra yfirvalda í Kína – leggja blessun sína (ef blessun skyldi kalla) yfir gerrćđi ţeirra og kúgunarvilja.

Allt annađ blasir viđ, ţegar litiđ er til Vinstri grćnna, og er ţađ mjög ánćgjulegt eftir alllanga sögu margra í ţeirri hreyfingu af vilfylgi međ s.k. sósíalískum löndum heims. Á fundunum framan viđ sendiráđ Kína hef ég boriđ kennsl á mjög fáa hćgri og miđjumenn hér á landi (geri helzt undantekningu međ einn bloggvin minn í Frjálslynda flokknum), en ţar hafa hins vegar mćtt menn úr VG eins og Ögmundur Jónasson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Einar Ólafsson bókavörđur, Birna Ţórđardóttir, Stefán Pálsson, Jón Torfason skjalavörđur og Sigríđur Kristinsdóttir, kona hans, formađur Starfsmannafélags ríkisstarfsmanna, ásamt eflaust fleira fólki, sem ég ţekki ekki međ nafni. Ţá hefur formađur VG, Steingrímur J. Sigfússon, ennfremur viljađ gera athugasemdir viđ stefnuna um Eitt Kína og óskar fundar um ţađ í utanríkismálanefnd Alţingis, en hann "segir, ađ réttast vćri ađ styđja ţjóđir í sjálfstćđisbaráttu," eins og fram kemur í ţeirri Rúv-frétt, sem skeytt er viđ hér á eftir og birtir mönnum í hnotskurn ţessa ólíku stefnu Vinstri grćnna og Bjarna hins unga Benediktssonar, sem ţví miđur tekur viđskiptasambönd viđ Kína fram yfir réttlćti, friđ og frelsi fyrir hina hrjáđu fjallaţjóđ Tíbets.

Nú mega sjálfstćtt hugsandi Sjálfstćđis- og Framsóknarmenn – já, og Samfylkingarmenn! – gjarnan sýna, hver hugur ţeirra er í raun, í komandi fundahöldum framan viđ sendiráđiđ, ţví ađ ţeim fundum er fjarri ţví lokiđ. Nćsti fundur verđur ţar á morgun, mánudag 31. marz, kl. fimm síđdegis. Hver einasti mađur getur sagt viđ sjálfan sig, ađ ţađ skipti verulegu máli ađ hafa hann ţar, ţví ađ hver, sem bćtist í hópinn, gefur okkur nćr 2% aukningu á fundarsókn. Ţađ er ekki nóg ađ sitja heima í stofu, međan öđrum blćđir, og hugsa međ sjálfum sér, ađ mađur hafi nú samúđ međ Tíbetum, ţví ađ ţađ gagnast ekkert, međan fólk lćtur tćkifćriđ til ađ styđja ţá sér úr greipum renna.

En ég hvet líka ungmennahreyfingar flokkanna og reyndar hvađa félög sem er til ađ taka ţennan málstađ upp á arma sína og fjölmenna viđ sendiráđ Kína bćđi á morgun og á fleiri fundum ţar, sem bođađir verđa á vefsetri Birgittu Jónsdóttur. Á ţví vefsetri er margt frćđandi pistla um Tíbet, sem og í ţessari efnismöppu minni: Tíbet, Kína, Taívan

Biđjum Tíbetum blessunar – og ţeim sem beita sér í ţágu málstađar ţeirra. http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/489792/

* Reykjavíkurbréfiđ: http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1203167 og ennfremur hér (ţar sem allir geta nálgazt ţađ, án innskráningar á vef Mbl.is):  http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/489792/

Fréttin í Rúv. 26. marz:

 • Fyrst birt: 26.3.2008 22:48. – Síđast uppfćrt: 27.03.2008 08:50
 • Alţingi rćđi Tíbet

 • Ástandiđ í Tíbet og stuđning Íslendinga viđ stefnuna um Eitt Kína á ađ rćđa í utanríkismálanefnd, segir formađur vinstri grćnna. Réttast sé ađ standa viđ bakiđ á ţjóđum í sjálfstćđisbaráttu.
 • Tćvanar líta á sig sem sjálfstćđa ţjóđ en ráđamenn í Peking telja hins vegar Tćvan hluta Kína, í samrćmi viđ stefnu sína, Eitt Kína. Samkvćmt henni er Tíbet, sem Kínverjar hernámu um miđja síđustu öld, líka hluti hins Eina Kína. Ţá stefnu styđja íslensk stjórnvöld.
 • Utanríkisráđherra sagđi í fréttum okkar í gćr ađ stuđningur Íslands standi óhaggađur, og hvorki óskir Tćvana um ađild ađ Sameinuđu ţjóđunum, né atburđir undanfarinna vikna í Tíbet, breyti ţar nokkru. Bjarni Benediktsson, formađur utanríkismálanefndar Alţingis, tekur undir ţetta og segir stefnuna skynsamlega, en segist hafa áhyggjur af ástandinu í Tíbet.
 • Vinstri grćnir hafa hins vegar óskađ eftir fundi í utanríkismálanefnd, til ađ rćđa málefni Tíbets, og stuđing Íslendinga viđ stefnuna um Eitt Kína.
 • Steingrímur J. Sigfússon, formađur Vinstri Grćnna segir ađ réttast vćri ađ styđja ţjóđir í sjálfstćđisbaráttu. Hann vill rćđa stuđning Íslendinga viđ stefnuna um Eitt Kína og ástandiđ í Tíbet í utanríkismálanefnd.

Sinnuleysi ríkisstjórnar kallar á óţokka alţýđu vegna olíuokurs sem sér ekki fyrir endann á

Hćkkun dísilolíu í 159 kr. á lítrann minnkar ekki olíukostnađ vöruflutningabíls frá ţví sem nú er, 800.000 kr. á mánuđi! Stjórnvöld virđast alveg út úr heiminum hvađ varđar áframhald skattpíningar vegna benzíns og olíu: 48% tekin beint í ríkissjóđ! Svo eru sumir hissa á ţví, ađ upp úr sjóđi hjá margpíndum vöruflutningabílstjórum! Ekki ţađ, ađ ég mćli međ lögbrotum og áhćttu fyrir sjúkraflutninga, en ţögn og ţumbaraháttur ráđherranna gagnvart eindregnum óskum FÍB og atvinnubílstjóra veldur ţví á endanum, ađ fólki er nóg bođiđ og allt fer úr böndunum. Í myndbandsviđtölum Telmu Tómasson međ Mbl.-fréttinni, sem vísađ er til hér á eftir, kemur í ljós, ađ sá almenningur, sem lengi mátti bíđa ţolinmóđur í umferđarteppu hér og ţar um höfuđborgarsvćđiđ, reyndist almennt mjög jákvćđur gagnvart kröfum atvinnubílstjóranna. Horfiđ og sannfćrizt!

Ţađ kom fram í viđtölum viđ málsvara bílstjóra vegna ađgerđanna í dag, ađ allar leiđir ţeirra til ađ fá viđtöl viđ ráđamenn bera bara engan árangur – ţeir urđu ađ bíđa nálćgt eđa upp undir tíu daga eftir ţví ađ fá viđtal viđ Geir Haarde, ţegar síđast var fariđ út í ađgerđir, en allt kom ţađ ţó fyrir ekki, ţví ađ hann sýndi ţeim engan skilning og ríkisstjórnin hreyfđi sig ekki spönn frá rassi. Nú hefur eldsneytisverđ veriđ ađ rjúka upp á alţjóđavettvangi, og veruleg gengisfelling kemur ofan á, en samt ţarf ţessi ríkisstjórn ađ standa gersamlega í stađ og halda áfram ađ innheimta óbreytta prósentuálagningu af öllu benzíni og olíu! 

Er ekki alveg nóg okrađ á íslenzkri alţýđu – af bönkum okkar, lyfjafyrirtćkjum o.s.frv. – ţarf ríkisstjórnin sjálf ađ ganga á undan međ ljótu fordćmi og neyta aflsmunar gagnvart okkur til ađ ţenja út sitt bákn međ auknum olíuskattstekjum á sama tíma og hún ćtlast til ţess ađ almenningur herđi sultarólina?

En flutningabílstjórar eru ekki öfundsverđir af hlutskipti sínu. Hringamyndun tveggja stórfyrirtćkja hefur svćlt undir sig mestan hluta ţungaflutninga um landiđ, óbreyttir launamenn í stéttinni – auk ţeirra sem eru á fólksflutningsrútum – búa viđ mikiđ álag í starfi sínu á hćttulega ţröngum ţjóđvegum, en jafnframt er á ţá lagđur klafi heimskulegra reglugerđa Evrópubandalagsins, sem virđist stefna ađ ţví ađ drepa ţessa atvinnustarfsemi í dróma međ ofverndun og forsjárhyggju sem á illa viđ ţjóđarsál íslenzkra eljumanna. Viđ erum ýmsu vön frá "djöflinum dönskum" og nú ESB, en erfiđasta áţjánin er oftast sú heimagerđa. 

Ríkisstjórn, vaknađu! 


mbl.is Áframhaldandi „umferđarskćrur"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svör Árna Matt. um dómaramáliđ valda uppnámi

í fréttum dagsins. Ég hef mikiđ bloggađ um máliđ, en kveđ ekki upp úr um álit mitt á heilopnu-svarbréfi hans til umbođsmanns Alţingis í Mbl. í dag, fyrr en ég hef fariđ í gegnum ţađ efni. Ekkert hefur ţó hingađ til dregiđ úr hneykslan minni á ómálefnalegri stöđuveitingu hans, og vísa ég hér međ til greina minna um ţađ efni, ásamt rökrćđum viđ ýmsa á ţeim sömu vefslóđum.

ESB fer sennilega í ađgerđir gegn selveiđum Kanadamanna – munu trúlega útiloka bćđi ţćr og hvalveiđar fyrir Ísland ef viđ álpumst í ESB

Frétt á Sky í kvöld vakti athygli mína. Tilfinningahlađin afstađa 'verndunarmanna' gegn selveiđum á ţeim tilsniđnu, skálduđu forsendum, ađ ţćr séu ómannúđlegar og selir skildir eftir deyjandi í blóđi sínu, jafnvel húđflettir, virđist eiga greiđan ađgang ađ ţingmönnum ESB. (Hér er einnig Reutersfrétt um máliđ.)

Viđ Íslendingar ćttum ekki á góđu von varđandi sel- og hvalveiđar af hálfu ţessa ofurbandalags, jafnvel ţótt bćđi selir og hvalir taki drjúgt af fiskistofnum okkar. ESB-sinnarnir vilja ţó gjarnan fela ESB ćđstu völd í okkar málum og ađ ákveđa um alla framtíđ bćđi veiđar okkar, mestalla landhelgina og fyrirskipa hér friđun sela og hvala.

Í tilefni af ţessu öllu vil ég benda á góđa grein eftir Lúđvík Vilhjálmsson: Hugleiđingar um ES, í ţćttinum Bréf til blađsins í Mbl. á nýliđnum miđvikudegi. Mćli međ henni! En ţar segir hann m.a.:

 • "Og hvađ er ţetta bandalag sem okkur er ćtlađ ađ sameinast? Fyrst er rétt ađ gera sér grein fyrir ţví ađ í fyllingu tímans er ţví ćtlađ ađ verđa eitt sameiginlegt ríki. Ţađ á ađ ná frá vestustu mörkum Evrópu og guđ einn veit hve langt í austur, en talađ er um ađ auk Tyrklands ţá verđi Úkraína nćst á listanum. Í Brussel er komiđ á fót skrifbákn sem ekki virđist lúta neinum lýđrćđislegum lögmálum og takmarkađ eftirlit er međ. Um 40 000 blýantsnagarar eru ţar ađ störfum á háum launum (gjarnan skattfríum), og ţar starfa um ţađ bil 700 fastanefndir. Hvađ ćtli ţetta fólk sé ađ gera frá mánudegi til föstudags? Spilling er landlćg en í ţrettán ár í röđ hafa löggiltir endurskođendur ekki treyst sér ađ undirrita fjárhagsáćtlanir bandalagsins. Ef menn höguđu sér svona í alvöru einkafyrirtćkjum vćri löngu búiđ ađ reka ţá međ skömm."

Og síđar segir Lúđvík:

 • "Í fyrra var kosiđ í nokkrum landa Evrópu um svokallađa stjórnarskrá Evrópu. Tvćr ţjóđir höfnuđu ţessari stjórnarskrá og máliđ ţví dautt, eđa hvađ? Nei, ekki aldeilis, frumvarpiđ var umskrifađ og hét nú ekki stjórnarskrá lengur ţótt ýmsir ţjóđarleiđtogar segđu ađ engin marktćk breyting hefđi veriđ gerđ. Til vonar og vara verđur máliđ ekki sett í ţjóđaratkvćđi ţví ţjóđunum er auđsýnilega ekki treystandi til ađ kjósa rétt og ţví skulu nú ađeins stjórnmálamenn koma ađ afgreiđslu málsins."

En ég vek sérstaka athygli á ţessu:

 • "Málpípur ađildar ađ ES á Íslandi hafa gjarnan sett fram ţau rök ađ viđ verđum ađ ganga í bandalagiđ til ađ hafa áhrif á mál er okkur skipta og hafa ţeir gefiđ í skyn ađ ţessi áhrif verđi ekki lítil, viđ njótum allmikillar virđingar.
 • Ţegar 70 milljónir Tyrkja hafa gengiđ í ES lćtur nćrri ađ íbúar bandalagsins verđi um 750 milljónir. Í framtíđinni ţegar gengiđ verđur til sameiginlegra kosninga í Evrópuríkinu ţyrfti ţing ţess ađ skipa einhver ţúsund ţingmanna til ađ Íslendingar gćtu komiđ einum manni ađ! Einstök áhrif ţađ. Íslendingar hefđu nákvćmlega ekkert ađ segja um eigin mál, hvađ ţá almenna stefnu ríkisins.
 • Nú sem ég er ađ ljúka ţessum hugleiđingum heyri ég í fréttum ađ allt logar í verkföllum í Ţýskalandi. Hvernig má ţetta vera? Eru Ţjóđverjar ekki í bandalaginu sćla? Má ţađ vera ađ ţrátt fyrir ađild verđi eitt og eitt vandamál áfram til stađar?"

Ţótt ónákvćmni gćti ţarna um fjölda ţingmannanna, er ljóst, ađ Ísland fengi ţarna ótrúlega litla ţátttöku í störfum ţessa ESB-ţings.


Andrés Magnússon lćknir gegn vaxtaorkri banka í Silfri Egils

Hér var ég ađ uppgötva myndskeiđ međ viđtali Egils Helgasonar viđ Andrés Magnússon lćkni í Silfri Egils 24. febrúar 2008: upptakan hér! – Hafđi ég áđur bloggađ um ţetta HÉR, en ţykir veigur í ţví ađ geta vísađ á upptökuna varanlega, á vefsíđu Láru Hönnu, ţýđanda og leiđsögumanns.

Lúaleg utanríkisstefna ISG gagnvart Kína, Tíbet og Taívan

Ingibjörg Sólrún var ađ lýsa 'ţungum áhyggjum' yfir ástandinu í Tíbet í Sjónvarpinu, en bugtar sig samt og beygir fyrir freklegum landakröfum Rauđa-Kína gagnvart Tíbet og Taívan. Ţađ gerđi ISG í 1. lagi međ ţví ađ taka fram, ađ "íslenzk stjórnvöld" telji nýliđna atburđi "engu breyta um stefnuna um EITT KÍNA," og kom fram í máli hennar, ađ ţar međ hafnar hún stuđningi viđ sjálfstćtt Taívan (Formósu) sem og Tíbet. Aumlegt var ađ sjá hana bera ţar (í 2. lagi) fyrir sig, ađ Dalai Lama vilji ekki sjálfstćđi fyrir Tíbet, og vill hún fremur ađ landiđ hafi ţá formlegu stöđu, sem ţađ nú hafi. Samt vill geysilegur fjöldi Tíbeta frelsi frá Kína – endurheimt frelsis síns og sjálfstćđis. Ţeir fá nú ađ heyra ţađ í ţessari frétt, ađ "undir ţađ taka íslenzk stjórnvöld," ađ Kína eigi ađ vera 'eitt'! Vilja ţau ţá ekki allt eins taka ţađ fram, ađ ţađ sama gildi um Kúrdistan, ţađ "eigi" ađ vera ófráslítanlegur partur af Tyrklandi, Írak og Íran? En hvers vegna vill hún ţá viđurkenna Kosovo, sem aldrei hefur veriđ sjálfstćtt og engin sérstök ţjóđ byggir og getur ekki einu sinni stađiđ á eigin fótum?

Í sama viđtali minnti Ingibjörg á, ađ Kína sé "ekki vestrćnt lýđrćđisríki". Hvern var hún ađ frćđa međ ţví? Öllu verra er hitt, ađ hún lýsir ţví yfir í hinu orđinu, ađ einmitt ofríkisvilja hinnar ólýđrćđislegu kommúnistavaldsstéttar Kína vilji hún – og jafnvel "íslenzk stjórnvöld" – fylgja og beygja sig fyrir sem hinu rétta í málefnum Taívans, sem hefur veriđ sjálfstćtt ríki í 60 ár, ţó undir sífelldri innrásarógn frá meginlandinu, og Tíbets, sem hafđi veriđ sjálfstćtt lengi og aftur um 1911–50, ţar til skömmu eftir ađ ríkisstjórn Kína varđ ađ flýja til Taívans undan byltingarher Maós.

Önnur rúsína í ţessum fréttaţćtti Sjónvarps kl. 22 var sú, ađ utanríkisráđherra Kína sagđi, ađ ţađ vćri ekki Kína, sem ćtti ađ skammast sín, heldur mótmćlendur! Viđ, unnendur mannréttinda, frelsis og sjálfstćđis fyrir Tíbet, erum ekki sammála ţeim öfugsnúningi stađreynda. Hverjir ađrir en harđstjórarnir í Peking ćttu ađ skammast sín?

Sjónvarpiđ hefur veriđ duglegt viđ ađ kynna "viđhorf" Kínverja í ţessu "deilumáli", en engu orđi ráđamanna ţeirra er treystandi, eins og bent hefur veriđ á. Ţetta má t.d. lesa á heimasíđu Birgittu Jónsdóttur, ţ.e. orđ sem ţar eru höfđ eftir Lian Yue á China Digital Times:

 1. Ef einhver valdstjórn vill loka fyrir upplýsingar, ţá ćttum viđ ađ gera ráđ fyrir, ađ ţessi valdstjórn sé slćm.
 2. Ef ţessi valdstjórn lokar í reynd fyrir upplýsingar [eins og Kínastjórn gerir nú í Tíbet (jvj)], ţá má gera ráđ fyrir, ađ hún sé enn verri.
 3. Ef valdstjórnin sem lokađi fyrir upplýsingarnar birtir nú einungis einhliđa upplýsingar, ţá ćttum viđ ađ gera ráđ fyrir, ađ ţessar upplýsingar séu falsađar (false).
 4. Vegna allra ósannra (untrue) upplýsinga ćtti ábyrgđin ađ teljast ţeirrar valdstjórnar sem lokađi fyrir upplýsingastreymiđ.
 5. valdstjórn sem lokar fyrir upplýsingastreymi hefur engan trúverđugleik til ađ dćma um ţćr upplýsingar sem tengjast málinu og berast víđa – The power which blocks information has no credibility to judge related information that flows around.

Útlagastjórn Tíbeta segir nú, ađ vitađ sé um 140 landsmenn ţeirra fallna í árásum Kínverja í Tíbet.


Mótmćli gegn mannréttindabrotum Kínverja í Ólympíu vekja heimsathygli

Kínakommúnistum finnst dónaskapur ađ trufla hátíđlega athöfn í Ólympíuţorpinu gríska, en hitt ekki dónalegt ađ drepa a.m.k. 99 Tíbeta ađ undanförnu [1], varpa mörgum í fangelsi ţar sem pyntingar tíđkast, jafnvel ađ selja líffćri úr föngum, né heldur ađ reka grimmilega nýlendustefnu í Tíbet, flytja Kínverja í massavís inn í landiđ (ţar sem tíbezkt fólk er ekki lengur nema 6 milljónir á móti sjö og hálfri milljón Kínverja) og reyna ađ ţurrka út tíbezka ţjóđarstofninn međ ţvinguđum ófrjósemisađgerđum og fósturdrápum, sem í Kína eiga sér stađ svo seint sem viđ fćđingu. (Sjá hér!)

Viđ eigum eftir ađ heyra kínverska ráđamenn hneykslast á ţeirri óháttvísi og ţví lagabroti, sem átti sér stađ í dag fyrir framan myndavélar alls heimsins í Grikklandi, ţrátt fyrir stranga öryggisgćzlu, en í eigin landi voru kínverskir ráđamenn fljótir ađ trufla beina útsendingu frá athöfninni, til viđbótar viđ sína fyrri ritskođun, bann viđ ferđalögum til Tíbets, brottrekstur fréttamanna ţađan og truflanir á netsamskiptum.

Hér er frétt The Guardian um atburđina í dag, međ mynd af handteknum manni međ mótmćlaborđa sinn rétt fyrir framan nefiđ á Liu Qi, forseta kínversku Ólympíunefndarinnar og ritara kommúnistaflokks Peking. Auk hans voru tveir ađrir međlimir samtakanna Fréttamenn án landamćra ásamt tíbezkum baráttumanni og grískum ljósmyndara handteknir og dregnir burt af 20 lögreglumönnum.

"Ef Ólympíukyndillinn er helgur, ţá eru mannréttindi ţađ miklu fremur," sögđu Fréttamenn án landamćra í yfirlýsingu sinni. "Viđ getum ekki leyft kínversku ríkisstjórninni ađ hrifsa til sín Ólympíukyndilinn, tákn friđar, án ţess ađ fordćma hiđ dramatíska mannréttindaástand í landinu.

 1. Talađ er um ţađ í fróđlegri Rúv-frétt, ađ 130 hafi veriđ drepnir, en tíbezka útlagastjórnin segir: 99 Tíbetar vegnir, á međan kínversk yfirvöld viđurkenna ađeins 22 drepna, skv. Guardian-fréttinni.

Úr ljóđabálknum Heilög kirkja eftir Stefán frá Hvítadal

  

          Voldugi fađir allra alda,
          elfurin stígur jafnt og hnígur;
          aldir hillir, aldir falla,        
          augnablik er samt ei vikiđ;
          stjarna af himni stráir ljóma,
          stundin fyllist náđar-undrum;        
          lýđi jarđar líf er bođađ,
          lausn er náđ og gáta ráđin.

          Himna-föđur helgidóma
          huggarinn býđur jarđar-lýđi,
          himnana opnar, syngur og semur
          sólarljóđ til allra ţjóđa;
          dauđa vekur, djöflum eyđir,
          döprum hjúkrar og lćknar sjúka;
          manna sonum miskunn kennir,
          mildur á líkn og breyska sýknar.
 

          Hrópa munnar: Hósíanna,
          heilagur Kristur lýđinn gistir;
          ţýđi drottinn himin-hćđa        
          Hósíanna tungum manna;
          sami lýđur son hans dćmir,        
          sćkir fram og slćr og hrćkir;
          Kristi reisir krosstréđ nćsta        
          kveldsćl ţjóđ og laugast blóđi.          

          Hafinn er Kristur öllum ofar;
          auđugur rís frá gröf og dauđa
          sendibođi himin-hćđa,
          huggun ţjóđa og sól á gluggum,
          fylling náđar og lćknir lýđa,
          ljómi sálna ađ efsta dómi;
          verđur hann árblik allrar dýrđar,
          alda-ris frá myrkra-valdi.   

          Lćrisveinar ljóssins fara
          löndin öll ađ fjarrum ströndum;
          furstar svara, myrkrum mestir,
          máli ţeirra eldi og stáli;
          blessast lýđir, blóđiđ fossar,
          bliki slćr frá dymbilviku;
          neista-flug úr árdags-austri
          eldi fer um jarđar-veldi.         

          Ćgifríđ úr ógnar-bađi
          orđsins virki, drottins kirkja,
          rís í dýrđ og veginn varđar,
          veröld öll til skírnar kölluđ.
          Máttkar syngja málsins tungur
          messur inn og löndin blessa;
          óma lífs frá ćđra heimi
          eyru ţjóđa vakin heyra.
 
          Helguđ kirkja herrans máli
          himin veitir ţeim, er leita;
          skrýđast klerkar skikkju prúđri,
          skíra ţjóđ til ljóss og dýrđar;
          aldir helgast vígslu-völdum,
          veröld laugar nótt af augum;
          tekur ţjóđir, trausti vakin,
          trúin ung og máttugt sungin.

          Kirkja drottins kraftaverka
          kynslóđanna höfund sannar,
          kröftug Jesú krossi lyftir,
          kallar hátt og blessar alla;
          tákn hún fremur sólar-sćkin,
          sigur fylgir orđsins vigri;
          máttug berst viđ myrkrin yztu
          morgunrjóđ og safnar ţjóđum.
  

 Gleđilega páskahátíđ, kćru lesendur.


Í dag er ţađ Tíbetfundurinn – látiđ alla vita! – og lítiđ eitt um ţjóđernishreinsun

Mótmćli vegna međferđar kínverskra stjórnvalda á Tíbetţjóđ verđa í dag, laugardag, kl. 13 viđ sendiráđ Kína ađ Víđimel 27. Gerum ţann fund ađ fjöldasamkomu, Tíbetbúum til stuđnings. Ć fleiri, bćđi hér á landi og alţjóđlega, taka nú undir kröfuna um frjálst Tíbet. Ţegar rykiđ er hrist ofan af gerđum Kínverja í ţessu ofsótta landi, kemur margt gruggugt og raunar hrćđilegt í ljós.

Nú eru tíbezkir íbúar í Tíbet taldir 6 milljónir eđa tćplega ţađ (sjá HÉR), en 7,5 milljónir Kínverja (sjá HÉR). Taliđ er ađ um 70–80% af um 270.000 íbúum Lhasa séu af kínversku bergi brotin. Á ţessu má sjá, hve langt Kína-kommúnistar eru komnir áleiđis međ ađ leggja smám saman undir sig allt landiđ međ ţví ađ Kínavćđa ţađ. Fyrri tölurnar jafngilda ţví, ađ Danir hefđu skiliđ svo viđ okkur Íslendinga, ađ nú vćru hér 129.000 manns íslenzkir, 161.000 Danir og 23.000 ađrir útlendingar! (ţetta er ţó líklega vćg ágizkun um fjölda útlendinganna, 23.000 af um 313.000 landsmönnum).

Menn athugi, ađ ţjóđernishreinsanir (ethnic cleansing) Kínverja fara ekki ađeins fram međ ţví ađ flytja Tíbeta burt í fangabúđir og af svćđinu, en milljónir Kínverja inn í Tíbet, heldur einnig í ţví formi ađ banna Tíbetum ađ eiga fleiri börn en eitt og međ ţvinguđum fósturdrápum og ófrjósemisađgerđum, á međan Kínverjarnir í Tíbet fá undanţágu frá "eins barns reglunni" í Kínaveldi og er leyft ađ eignast tvö börn! Á tiltölulega stuttum tíma leiđir ţetta til ennţá meiri og hrađari smćkkunar hinnar eiginlegu Tíbetţjóđar og algerrar kínverskuvćđingar landsins, sem orđin er mikil nú ţegar, t.d. í höfuđborginni – en einnig var á löngu árabili bannađ ađ tala tíbezku í skólum landsins.

Međ ţví ađ ţegja og gera ekkert – međ ţví ađ mćta ţćgir á Ólympíuleikana – eru Íslendingar ţví EKKI ađ sýna hlutleysi, heldur taka afstöđu međ ţví ađ umbera áfram svívirđilega valdbeitingu kínverska kommúnistaflokksins viđ ţessa fátćku og áđur sjálfstćđu fjallaţjóđ.

Viđ getum ţađ vel, sem gera ber í ţessu máli. Mćtum í dag kl. 1 fyrir framan kínverska sendiráđiđ á Víđimel 27 til ađ lýsa yfir samúđ okkar og samstöđu međ Tíbetum. Lítiđ á hvatningarskrif Birgittu Jónsdóttur listakonu um máliđ! Henni fannst ófćrt og holur hljómur í ţví ađ segja "já" í huga sínum viđ réttlćti til handa Tíbet, en gera samt ekkert í málinu. Ţví hófst hún ţegar handa og hefur haft frumkvćđi ađ ţessum mótmćlaađgerđum hér á landi. Á vefsetri hennar er ţessi auglýsing. Sjá einnig ţessa frétt.

Ef viđ metum okkar eigin sjálfstćđi, ćttum viđ ekki međ vanrćkslu okkar, heigulsskap eđa leti ađ neita stćrri ţjóđ eins og Tíbetum um hiđ sama. Ţađ er ekki oft sem viđ fáum tćkifćri til ađ sýna samstöđu okkar međ mannréttindum međ ţessum hćtti. Og ef vinstrimenn eins og Ögmundur Jónasson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Birna Ţórđardóttir og Stefán Pálsson geta gert ţađ (ţau voru á mótmćlafundinum viđ sendiráđ Kína 17. marz), ţá ćttu hćgri- og miđjumenn ađ geta gert ţađ sama.

Allir á fundinn í dag! 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband