Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Ný skođanakönnun: Fleiri eru nú andvígir heldur en fylgjandi EB-ađild

38,3% ađspurđra vilja EKKI ađ Ísland gangi í Evrópubandalagiđ, en 37,7% eru hlynntir ađild. Mbl.is birti í dag niđurstöđur könnunar Capacent Gallups fyrir hin EB-sinnuđu Samtök iđnađarins, og ţar kom ţetta í ljós: fylgisaukning fullveldissinna međal landsmanna, svo ađ um munar. Könnunin fór fram nú í janúar.

 • "Hlutfall ţeirra sem segjast hlynntir ađild hefur dvínađ jafnt og ţétt frá ţví í október á síđasta ári ţegar hlutfall hlynntra var 51,7% en á sama tíma var hlutfall andvígra 27,1%,"

segir í sömu frétt Mbl.is. Einnig hefur fylgi viđ ađildarviđrćđur hrapađ frá fyrra mánuđi: "56,4% svarenda [eru] hlynnt ţví ađ teknar verđi upp ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ, en voru 65,5% í desember." Hlutfall ţeirra sem eru andvígir ađildarviđrćđum hefur einnig aukizt.

Hér eru ađrir bloggarar ađ skrifa um ţessa frétt:


mbl.is Fćrri fylgjandi ESB-ađild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Geir hyggst leggja niđur völd af heilsufarsástćđum; alţingiskosningar eftir 106 daga!

Sorgleg er fréttin, ađ forsćtisráđherra glímir nú viđ alvarlegan sjúkdóm í vélinda, og er honum hér međ óskađ góđs bata og gifturíkrar framtíđar. Hitt er og mikil tíđindi, ađ hann gefur ekki kost á sér sem formađur flokksins í endurkjöri og ţá ekki sem forsćtisráđherra nema vćntanlega fram ađ landsfundi Sjálfstćđisflokksins, sem bođađur er 26.–29. marz nćstkomandi. Um sjö vikum síđar, 9. maí, verđa svo alţingiskosningar samkvćmt ákvörđun forystu stjórnarflokkanna.

Nú fer margt í gang í ţjóđfélaginu. Mótmćlendur ćttu ađ róast viđ ţetta; ţađ er t.d. engin ástćđa til ađ ţrýsta á um ađ flýta kosningum framar en ţetta – engin sjáanleg ástćđa nema ţá helzt sú, ađ koma ţurfi í veg fyrir, ađ ríkisstjórnin stađfesti smánarsamninga um Icesave-máliđ. (Hver er annars afstađa mótmćlenda til ţess? – er ekki undarlegt, ađ ekkert heyrist um ţađ?)

Samfylkingin er sögđ í upplausn og gremja ríkjandi međal sumra í ţingliđinu yfir frumhlaupi Ágústs Ólafs Ágústssonar ađ vera međ yfirlýsingar um komandi kosningar án samráđs viđ formann flokksins (sá fćr nú á baukinn frá gömlum bekkjarbróđur Ingibjargar Sólrúnar, Óskari Magnússyni (borgarlögmanns, Óskarssonar) í stuttri Morgunblađsgrein í dag!).

Einnig mun nýbirt skođanakönnun hafa valdiđ miklum usla í liđi Samfylkingar: nú mćlist hún međ heldur minna fylgi en Framsóknarflokkurinn: tćp 17%, en var síđast ţegar menn vissu međ um fimmfalt meira fylgi en Framsókn! Ţótt mörgum hafi ekki veriđ ljós samábyrgđ Samfylkingar međ mistökunum í efnahags- og fjármálastjórn síđustu missera, ţá velkist ţjóđin ekki lengur í neinum vafa ţar um. Stífnin og ţrjózkan ađ sitja sem fastast og láta ekki a.m.k. bankamálaráđherrann víkja, eins og formađurinn hafđi látiđ í veđri vaka ađ gert yrđi fyrir áramót, hefur einnig hleypt illu blóđi í fyrrum fylgismenn flokksins.

Fylgi Sjálfstćđisflokks mćldist 24%, Vinstri grćnna 27% (á vonandi eftir ađ minnka) og Frjálslynda flokksins ađeins 3%! En víst er, ađ nú fara af stađ hreyfingar til ađ stofna nýja flokka, enda ekki til setunnar bođiđ í ţeim efnum.

Seint bođar Sjálfstćđisflokkurinn til landsfundar síns, sem á ađ ljúka 29. marz. Fari svo á ţeirri fjölmennu samkomu, ađ sjálfstćđissinnar verđi undir, en EBé-sinnar nái (hugsanlega međ einhverjum refjum) undirtökunum (eins og m.a. Ţorgerđur Katrín og Bjarna ungi Benediktsson, Guđfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Egilsson o.fl. stefna ađ), ţá fćr fyrrnefndi hópurinn – sem er reyndar um 2,25 sinnum fjölmennari í grasrót flokksins en EBé-sinnarnir – harla lítinn tíma til ađ vinna ađ nýju flokksframbođi – einungis tćpar sjö vikur, en frambođslistum öllum ásamt löngum međmćlendalistum ber ađ skila ekki seinna en 15 dögum fyrir kjördag samkvćmt ákvćđi í lögum um kosningar til Alţingis nr. 24/2000, ţar sem segir m.a.:

 • VII. kafli. Frambođ.
  30. gr. Ţegar alţingiskosningar eiga ađ fara fram skulu öll frambođ tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn ţeirri sem í hlut á eigi síđar en kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag.
  Gćta skal ţess um öll frambođ ađ tilgreina skýrlega nafn frambjóđanda, kennitölu hans, stöđu eđa starfsheiti og heimili til ţess ađ enginn vafi geti leikiđ á ţví hverjir eru í kjöri.
  31. gr. Á frambođslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóđenda en nemur ţingsćtum í kjördćminu, hvorki fleiri né fćrri.
  32. gr. Hverjum frambođslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra ţeirra sem á listanum eru um ađ ţeir hafi leyft ađ setja nöfn sín á listann. Frambođslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuđning viđ listann frá kjósendum í hlutađeigandi kjördćmi. Tilgreina skal nafn međmćlanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi međmćlenda skal vera margfeldi af ţingsćtatölu kjördćmisins og talnanna 30 ađ lágmarki og 40 ađ hámarki.

Voru refirnir til ţess skornir, međ ákvörđun um landsfund svo afar seint, ađ koma í veg fyrir sérframbođ eđa nýja flokksstofnun? Ţađ vćri ţá ekki í fyrsta sinn, sem menn hafi hagađ sér eins og bullies í kosninga- og kjördćmamálum (Sjálfstćđisflokkurinn ber t.d. höfuđábyrgđ á ţví, ađ Reykjavík var klofin sundur í tvö kjördćmi, međ ótvítrćđ skađsemisáhrif fyrir öll minni frambođ, eins og ég hef áđur vakiđ athygli á, sem og Ómar Ragnarsson.)  Sá tími, ţegar pólitískir flokkar ráđskuđust međ ţau mál, sem snerta grundvallar-lýđrćđisréttindi fólks, ćtti samt ađ heyra sögunni til, ţađ ćtti reynslan ađ hafa kennt ţeim og okkur öllum.

Verđur Nýi Sjálfstćđisflokkurinn kannski aldrei til?


mbl.is Geir: Kosiđ í maí
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vitnisburđur eiginkonu óeirđalögreglumanns

Kastljósviđtaliđ viđ eiginkonu lögreglumanns í kvöld var áhrifarík innsýn í afar óeđlilegar ađstćđur sem hann og starfsfélagar hans búa viđ. Ţjóđin hafđi gott af ţessari einlćgu, opinskáu lýsingu hennar. En sár og ótrúlegur í senn er ţessi vitnisburđur um framkomu, sem viđ héldum ekki ađ viđ ćttum eftir ađ upplifa međal Íslendinga.

Ekki ađeins ţađ ađ lifa í angist međ ţann ótta, ađ eiginmađurinn verđi fyrir jafnvel óbćtanlegum áverkum – og svo í nćr áţreifanlegu formi, ţegar mannarugl á alnöfnum olli ţví, ađ hún taldi hann slasađan á spítala – heldur einnig hitt ađ vita af beinum líflátshótunum viđ nafngreinda lögreglumenn, bćđi á vettvangi og síđan á netinu gagnvart fjölskyldum ţeirra! – allt er ţetta nćsta fjarlćgt íslenzkum veruleika, en orđiđ partur af honum vegna ţess ađ menn hafa fariđ offari í 'ađgerđum' og hatursćsingi og fengiđ ađ komast upp međ ţađ. (Skipulagslega hlutdeild Vinstri grćnna í hinum hörđu mótmćlaađgerđum ţarf ađ gera ađ sérstöku greinarefni.)

"Ćtla ţeir ađ koma heim til okkar?" spurđi konan, gáttuđ í einlćgni sinni. "Hvađ vilja ţeir okkur? Viđ erum bara venjulegt fólk, viđ erum međ okkar skuldir og skyldur eins og ađrir ..." Ţakkir á hún skildar fyrir ađ koma fram međ sinn vitnisburđ úr lífi ţeirra hjóna og hjálpa öđrum ađ sjá ţessi mál í ţeirri mannlegu vídd, sem ţau eiga vitaskuld heima í.

Eftir maraţonvarđstöđu lögreglumanna á spennu- og átakavettvangi eiga ţeir svo gjarnan eftir ađ mćta á stöđina til ađ vinna áfram út vaktina. Heim komnir, oft illa leiknir, eins og búningar ţeirra bera vitni um, eiga margir ţeirra erfitt um svefn. Ţađ hlýtur ađ vera annađ en ánćgjulegt ađ upplifa landsmenn sína á ţann hátt, sem ţarna á sér stađ viđ ćđstu stofnun íslenzka lýđveldisins.

Ţađ, sem ég hef kynnzt af ţessu međ ţví ađ fylgjast vel međ, sýnir mér, ađ sjónarhorn ţessarar konu og Geirs Jóns Ţórissonar er trúverđugt og satt. Eins og hún sagđi, er "veriđ ađ ógna ţeim og ögra til ađ gera mistök, ţađ er veriđ ađ pirra ţá" og reyna ađ kalla fram í ţeim langţreyttum viđbrögđ, sem óbilgjarnir óróamenn geti síđan fćrt sér í nyt til ađ kynda undir eigin baráttuvilja og ćsa upp ađra sama sinnis. Illt verk er ţađ og níđingslegt, ţegar hugsađ er til hörmulegra afleiđinganna. Einn var kinnbeinsbrotinn, annar rotađur og fekk alvarlegan heilahristing, ţriđji slasađur á fćti eđa fótbrotinn, fjórđi sćrđur á öxl og a.m.k. tvöfalt fleiri međ ađra áverka.

Og eins og hún sagđi: 2–3 ţeirra voru króađir af úti í horni, og allt ađ 200 manns ţyrptust ađ til ađ ţjarma ađ ţeim og fylgjast međ. "Ţetta er bara árás."

Svo sannarlega átti síđasta nótt ađ vera endapunkturinn á öllu slíku. Ţađ sást nú á liđnum degi og kvöldi, ađ ýmsir skömmuđust sín. Ţó er ekki vitađ, hvort ţađ á viđ um grófustu árásarmennina, af ţví ađ ţeir hafa ekki fundizt enn. 

Ein lágmarkskrafan, sem gera verđur, er ađ eftirlitsmyndavélar séu settar upp alls stađar viđ mögulega árásarstađi til ađ ná myndum af ţrjótunum, til ađ unnt sé ađ ná ţeim og fá ţeim nýtt heimili austur á Eyrarbakka jafnlengi og lög kveđa á um. Öll linkind í ţessum efnum hefur veriđ ađ hefna sín á umliđnum dögum; nú verđa ráđamenn ađ vakna af dvalanum!

 • PS. Ég hef á Vísisbloggi mínu lagt til, ađ götum verđi lokađ nćst Alţingishúsinu, ađ lögreglunni verđi ella gert heimilt ađ nota bćđi háţrýstivatnssprautur og rafbyssur í alvarlegustu tilvikum, og bćta má viđ ţriđju tillögunni: ađ bannađur verđi mannsöfnuđur nálćgt ţinghúsinu og Stjórnarráđinu eftir kl. 8 á kvöldin og til kl. 9 ađ morgni.

Kominn heim í heiđardalinn ...

(Moggabloggiđ) eftir 30 daga tölvubilun. Ekki skorti á stóra viđburđi á ţeim tíma. Hef ţó bloggađ rösklega um atburđarásina á Vísisbloggi mínu á međan. Nýjustu greinarnar (í gćr og í dag) eru:


Verđ međ erindi á Útvarpi Sögu í hádeginu

Ég hef veriđ međ fjóra föstudagsţćtti í Útvarpi Sögu fyrir og eftir hátíđarnar og verđ ţar í dag kl. 12.40-13.00, mun rćđa um Evrópubandalagiđ, flokksţing Framsóknarflokksins, afstöđuleysi Samfylkingar gagnvart skilmálum EB-innlimunar og fleiri mál. Ţátturinn verđur svo endurtekinn kl. 18.00 í dag.

Nú stendur yfir barátta fyrir fullveldi og sjálfstćđi ţessa lands og fjárhagslegri stöđu okkar. EES-samningurinn lék okkur afar grátt, ţegar upp var stađiđ. Ţeir, sem vilja ganga enn lengra, međ fjölmiđlamenn, eigendur og ritstjóra dagblađanna og fjölda sigldra manna á Brussel-slóđir í fararbroddi (ţar á međal marga frammámenn í atvinnulífi, pólitískum flokkum og verkalýđsfélögum), halda uppi stífu trúbođi fyrir "ađild" ađ bandalagi, sem felur ţó í raun í sér allt annađ og meira en ađild á borđ ađild okkar ađ SŢ eđa öđrum alţjóđastofnunum, ţví ađ hér er um yfirríkjabandalag ađ rćđa međ sterka miđstjórnar- og samlögunarstefnu, sem hrifsar til yfirstjórnar bandalagsins fullveldisrétt ţjóđa til löggjafar og alveg sérstaklega yfirráđ í sjávarútvegsmálum.

Lítiđ á Vísisblogg mitt (sjá greinina hér neđar), hef veriđ ađ skrifa ţar öflugar greinar ađ undanförnu (margar til viđbótar viđ ţćr, sem taldar eru upp hér neđar). Tók ég eftir ţví nú áđan, ađ í hópi "vinsćlustu" eđa mest lesnu bloggara ţar er ég orđinn sá 11. í röđinni.


ENGIN ŢÖGN Á VÍSISBLOGGI MÍNU!

Svo sem lesendum mínum er kunnugt, bilađi tölva mín, en gegnum ađra lakari hef ég bloggađ á Vísisbloggi mínu. Ţar á ég margar nýjar greinar um EVRÓPUBANDALAGIĐ o.fl. sem í umrćđunni er vegna fullveldis- og efnahagsmála. Fariđ inn á blogg.visir.is/jvj/, til ađ sjá ţar nýjustu greinar, og í sérstöku greina-yfirliti ţar eru slóđir á fjölda annarra nýlegra greina međ titlum ţeirra.

Ólafur Ingi Hrólfsson átti hér afar óskammfeiliđ innlegg fyrir nokkrum dögum, en ég gat ekki svarađ ţví, ţar sem ég komst ekki inn í stjórnborđiđ til neinna ađgerđa. Ég mun svara ţví nú í dag.


Ţögnin rofin! Hef ţó skrifađ fullt af greinum nýlega!

Ágćtu lesendur, ég lokađist af tćkniástćđum frá Moggabloggi fyrir jól, kominn tími til ađ láta frá sér heyra! Ţótt sú tölvubilun sé ekki komin í lag, hef ég náđ ađ blogga hér: blogg.visir.is/jvj/, veriđ ţar međ margar greinar ađ undanförnu og verđ áfram, en vonast til ađ geta fariđ ađ skrifa hér aftur af krafti fyrir miđjan janúar.

Í dag ćtla ég ađ skrifa hér nokkur orđ um einkennilega nefndarskipan dómsmálaráđherra, en fyrst ađ gefa ţetta yfirlit um nýlegar greinar mínar um ţjóđmálin, Evrópubandalagiđ, alţjóđleg mál o.fl. sem ég hef birt eftir jól á nefndu Vísisbloggi mínu.

Jafnrétti brotiđ af ţeim sem hefur ţađ ţó ađ kjörorđi!

Dómsmálaráđherra var ađ skipa í "nefnd til ađ fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni." Ţessar konur skipađi hann í nefndina (og engan karlmann): Hrefnu Friđriksdóttur, lögfrćđing Barnaverndarstofu, Ingveldi Einarsdóttur hérađsdómara og Álfheiđi Steinţórsdóttur sálfrćđing. Ţessi skipun er í fullkomnu trássi viđ yfirlýsingar hans um ađ vilja gćta jafnréttis kynjanna viđ stöđuveitingar. Af hverju eiga félög forsjárlausra feđra, á landsvísu og Akureyri, ekki fulltrúa í ţessari nefnd? Ţeir hafa orđiđ fyrir hrikalegri réttindasviptingu á umliđnum áratugum, en ţađ sem verra er: börn ţeirra hafa ţađ líka, og virđist ekkert lát á ţví. Og hvernig telur Björn Bjarnason ţađ trúverđugt, ađ ţessar konur, sem tengjast kerfinu, séu líklegar til ađ endurskođa reglurnar? Ţetta er sagt hér án ţess ađ hnýta í viđkomandi persónur, en ljóst er, ađ Björn er í ţessu máli eins og ráđherrar núverandi stjórnar í flestum málum gersamlega úti ađ aka og úr tengslum viđ fólkiđ í landinu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband