Bloggfćrslur mánađarins, september 2009

Ísland í skrúfstykki fjárkúgenda ţjóđarinnar: Breta, Hollendinga, ESB, AGS og handbenda ţeirra

Nú hefur enn ţrengt ađ ríkisstjórninni í ICESAVE-svikamálinu: Jóhanna Sigurđardóttir er greinilega vondauf eftir allar viđrćđurnar, sem sveipađar hafa veriđ öllum ţeim leyndarhjúpi sem stjórnvöld áttu tiltćk, fyrir utan afhjúpandi glámbekkjarglöp Indriđa H. Engin mannsćmandi lausn er í gangi, ţađ á bara ađ kúga okkur, nú međ ţví ađ lengja í píningartöngunum međ ţví ađ frysta allar lánveitingar hingađ!

"Og okkur finnst sem Evrópusambandiđ, Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn, Bretar og Hollendingar hafi ekki tekiđ sinn hluta af ábyrgđinni af gölluđu regluverki og áhćttunni í alţjóđlegum bankarekstri. En viđ höfum stađiđ ein í ţessari baráttu og ekki fengiđ stuđning viđ okkar sjónarmiđ,“ segir Jóhanna á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú er haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garđabć. – Bragđ er ađ, ţá barniđ finnur!

Já, hvađ varđ um allar "vinaţjóđirnar"? Getur veriđ, ađ samlögun ţeirra međ evrópsku stórveldi hafi EKKI göfgađ siđferđi ríkisstjórna ţar né aukiđ á örlćti ţeirra og skilning? Viđ eigum Fćreyinga ađ vinaţjóđ, en reyndar ađrar norrćnar ţjóđir líka, ţó ađ stjórnvöld her hafi forsmáđ ţađ međ ţeim hćtti ađ leita ekki á neinn hátt til ţeirra í viđleitni til ađ losa hnútinn sem komst á lánveitingu sem ríkisstjórnir ţar höfđu heitiđ Íslendingum. Héđan hefđi ţurft ađ koma ákall frá stjórnvöldum og stórum samtökum um ađ almenningur í ţeim löndum taki afstöđu međ ţessari frćndţjóđ sinni í hennar neyđ og ţrýsti á ríkisstjórnir sínar ađ aflétta ţví banni viđ lánveitingu hingađ, sem Kristin Halvorsen, fjármálaráđfrú Noregs, upplýsti, ađ Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn vćri ábyrgur fyrir (sbr. einnig HÉR, ţar sem sćnska stjórnin blauđa fćr sínar ákúrur).

Viđ eigum ađ HAFNA Icesave-rukkuninni ranglátu og LÁTA ŢAĐ HEYRAST AF HVERJU VIĐ GERUM ŢAĐ. Viđ eigum ekki ađ borga, svo einfalt er ţađ.

Ég vísa til fjölmargra greina minna, sem rökstyđja stađhćfingar mínar hér á undan, í efnismöppu hér á Moggabloggi (sem nćr ţó ekki yfir allstóran hluta eldri greina minna um máliđ) og í öđrum slíkum vefflokki mínum á Vísisbloggi.


mbl.is Ekki séđ fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlutlaust val í útvarpsţátt?

Hallgrímur Thorsteinsson hefur viđfelldna útvarpsrödd, en eindreginn er hann fylgismađur ţess ađ Ísland afsali sér löggjafarvaldi og fullveldi í miklum mćli međ ţví ađ láta innlimast í erlent stórveldi, Evrópubandalagiđ. Margoft hef ég gagnrýnt hann fyrir hlutdrćgni.

Í dag er hann međ ţrjá gesti í Vikulokum sínum kl. 11–12 á Rás 1: Ţorvald Gylfason prófessor, Reyni Traustason, ritstjóra DV, og Ţóru Kristínu Ásgeirsdóttur, formann Blađamannafélags Íslands. Öll eru ţau á vinstra kanti íslenzkra stjórnmála og öll (ég hygg Ţóra líka) fylgjendur ţess ađ trođa okkur í Evrópubandalagiđ, öll líklega međ Icesave-stefnu stjórnvalda og öll gamlir og nýir andstćđingar Davíđs Oddssonar, hins nýráđna ritstjóra Morgunblađsins.

Er ţetta hugmynd ţín um hlutlćgni, Hallgrímur, ađ velja svo einhćfan hóp sem viđmćlendur ţína í ţáttinn? Og ertu ţér sjálfráđa um ţetta, eđa var ţér fyrirskipađ ţetta ađ ofan og endanlega af stjórnvöldum? Er ţér ekki annt um ađ reyna ađ afla ţćttinum trúverđugleika?

Hitt játa eg fúslega, ađ ţátturinn fór ađ verđa međ frísklegra sniđi, eftir ađ ţar var fariđ ađ birta glefsur úr fréttum liđinnar viku og ýmis athyglisverđ ummćli á sviđi ţjóđmála. 

Viđauki kl. 11.26–30: Jćja, nú verđ ég ađ játa á mig mistök:  Ţau ţrjú, sem ég nefndi, eru ađ vísu öll viđmćlendur Hallgríms í ţćttinum, Ţorvaldur raunar fyrstur einn til kl. 11.25, en síđan Ţóra Kristín (ágćt samstarfskona mín um tíma) og Reynir (skipsfélagi minn gamall á vestfirzkum togara), en einnig Sigurđur Kári Kristjánsson, fyrrverandi alţingismađur – og mjög blár, eins og hér sést! Honum treysti ég prýđilega til ađ vega upp vinstri slagsíđuna, ţađ sem eftir er ţáttarins.


Hádegiserindi um Kristin stjórnmálasamtök

Kristin stjórnmálasamtök (sjá HÉR) hafa jákvćđu hlutverki ađ gegna; ţau snúast um gott og uppbyggilegt mannlíf, ekki fyrst og fremst um einhver höft og bönn, heldur virđingu fyrir lífinu og ađ taka ţátt í ađ skapa ađstćđur fyrir heilbrigt samfélag ţar sem réttlćti ríkir. Ofurfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi ekki til ţess, ekki heldur lausungarhyggjan í siđferđismálum.

Verđ í Útvarpi Sögu kl. 12.40-13.00 í dag međ erindi um samtökin og stefnu ţeirra.


Öflug umrćđa um misnotkun á Háskólakapellunni í ţágu annarlegra trúarbragđa

Fjörleg er umrćđan á vefsíđu Kristinna stjórnmálasamtaka um ţetta mál, eftir ađ ţar birtist greinin Kristin kapella Háskólans tekin í ţjónustu islams? * Ţar er svo annar og styttri pistill í dag: Öflug umrćđa um misnotkun á Háskólakapellunni: annarleg trúarbrögđ mćtt í helgidóminn. Umrćđan er opin um máliđ ţar, ekki hér!

Er hún fyrst til ţess af greinum á ţví vefsetri (krist.blog.is) ađ falla undir flokkinn 'Heitar umrćđur' á blog.is. 


Vefsíđa Kristinna stjórnmálasamtaka opnuđ upp á gátt

Nú hefur veriđ upplýst um velflesta ţeirra sem skrifa á vefsíđuna krist.blog.is, og er ég einn ţeirra. Samtökin leggja til, ađ stofnađur verđi kristinn stjórnmálaflokkur.

Sjá ţar sérstaklega, vegna ţessara tímamóta, greinina Kristileg stjórnmálasamtök bera fram stefnu sína og munu fylgja henni eftir í vaxandi mćli. Umrćđan er ţar í gangi, međ ýmsum fyrirspurnum nýrra lesenda og svörum viđ ţeim. Hér stendur aftur á móti yfir blogghlé, ţótt ég hafi gert ţessa undantekningu ţar á.

Auk nefndrar greinar er ţessi ţar nýbirt: Framtíđarsýn stjórnvalda er oft ótrúlega lítil, og fjallar um nýlegar fréttir af brotalömum í fóstur- og réttindamálum ungmenna, en tengir ţađ öđru máli og nýlegra, sem áhrif hefur á mannréttindi barna og unglinga.


Samfylking og svikaríkisstjórn í hröđu hrapi

"Andstađa viđ ríkistjórnina mćlist nú svipuđ (56,1%) og mćldist viđ ríkisstjórn Geirs H. Haarde í október strax eftir bankahrun (54,8%)." Fylgjendur ríkisstjórnarinnar eru einungis 43,9%. Fylgi Samfylkingar hrapar niđur í 24,1%, en Sjálfstćđisflokkur er kominn međ 7,5% meira en SF af heildarfylginu (31,6%). Ţađ fylgi hefur hann ţrátt fyrir formanninn, ekki vegna hans, ţví ađ í annarri könnun, sem birt var nú í vikunni, hafđi hann einungis 18,3% traust (frekar mikiđ eđa mjög mikiđ), en 54,4% höfđu á honum mjög lítiđ eđa frekar lítiđ traust (sjá Fréttabl. í gćr, s. 10).

En ţessi könnun var gerđ 9.-14. september, sjá nánar HÉR.

PS. Ég varđ ađ (gervi)blogga um ţetta, er annars í bloggfríi! Kalla ţađ gerviblogg, ţegar ég skrifa ekkert frá eigin brjósti nema kannski fyrirsögnina! En ég hrópa húrra fyrir ţví, ađ skrök- og svikaríkisstjórnin húrri niđur! Sjá nánar vefsíđur mínar!

PS. Verđ í Útvarpi Sögu (endurtekiđ frá hádeginu) kl. 18 í dag; nefni ţar dćmi um skrökiđ. 


mbl.is Sjálfstćđisflokkurinn stćrstur á ný
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á nú ađ fara á bak viđ ţjóđina enn einu sinni? Ný svik í Icesave-máli í burđarliđnum?

Ţeir sem hafa hag af ţví ađ "óska eftir trúnađi" eru ekki Bretar og Holl., heldur ráđamenn Íslands í klípu. Hafa menn gleymt ţví ţegar logiđ var ađ stjórnvöld gćtu ekki birt Icesave-samninginn af ţví ađ viđsemjendur hefđu óskađ trúnađar? Ţađ o.m.fl. var lygi. Samt treysta 37,7% Steingrími Jóhanni Sigfússyni "frekar eđa mjög mikiđ"! – móti reyndar 40,1% sem treysta honum frekar lítiđ eđa mjög lítiđ,* en ţetta er ţó til marks um blekkingarhćfni hans á tal-sviđinu. 

Ţau hafa nú einu sinni veriđ á Alţingi í 60 ár samanlagt, hann og Jóhanna Sigurđardóttir, og ćfzt í ţví ađ láta fólk trúa sér. Hún átti víst ađ vera hinn sanni samherji smćlingjanna, og menn fögnuđu mjög orđum hennar um ađ "slá skjaldborg um heimilin", en fljót var hún ađ bregđast vonum manna: traust á Jóhönnu hefur hrapađ úr 63,6% í desember 2008 niđur í 58,5% í febrúar og nú niđur í 36%. Getur hún engum um kennt nema sjálfri sér.

Alvarlegra er ţó, hvernig Steingrímur hefur svikiđ ţjóđ sína. Egill Helgason var ađ rifja ţađ upp, hvernig hann laug ţví ađ ţjóđinni, ađ Icesave-samningurinn vćri fjarri ţví ađ vera í burđarliđnum, enda ćtti utanríkismálanefnd eftir ađ lýsa ţar áliti sínu, en tveimur dögum seinna var samningurinn svo tilbúinn og glćsilegur í augum ţess sama Steingríms, ađ ekki var viđ ţađ komandi, ađ honum mćtti breyta ađ neinu leyti, en utanríkismálanefnd hafđi ekkert haft af honum ađ segja. Síđan var ţví logiđ ađ ţjóđinni, ađ Hollendingar vildu ekki leyfa birtingu hans, og međ ţví var ţađ réttlćtt, ađ jafnvel alţingismenn fengju ekki ađ sjá hann, en ţađ aftrađi ţeim ţó ekki sauđtrúum frá ţví, sumum hverjum, ađ lýsa ţví yfir, ađ hann vćri mjög góđur og verđur ţess ađ samţykkjast á ţingi! En Hollendingar svöruđu reyndar lyginni međ ţví ađ setja hann sjálfir á netiđ! Svo treysta sumir ţessum ráđherrum!!!

Fyrir utan ţessar lygar var ţví einnig logiđ, ađ engir lögfrćđingar erlendis vćru sammála ţví mati "fáeinna" lögfrćđinga hérlendis, ađ engin lagarök vćru til ţess, ađ viđ hefđum neina greiđsluskyldu fyrir Lndsbankann. Ţessu var blákalt logiđ ađ ţjóđinni, međan Össur og Steingrímur sátu á tveimur lögfrćđiálitum, frá Bretlandi og Belgíu, sem gengu í sömu átt!

Nú er Steingrímur í rusli, af ţví ađ Bretar og Hollendingar ćtla vitaskuld ekki ađ samţykkja fyrirvarana, sem skeytt var viđ lagafrumvarpiđ um ríkisábyrgđ á allri heilu svikamyllunni – ţví ađ eins og ţiđ vitiđ, ţá áttum viđ EKKERT ađ borga, sbr. ţetta ákvćđi í tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994:

 • Tilskipun ţessi getur EKKI gert ađildarríkin eđa lögmćt yfirvöld ţeirra ábyrg gagnvart innstćđueigendum ef ţau hafa séđ um stofnun eđa opinbera viđurkenningu eins eđa fleiri kerfa sem ábyrgjast innistćđurnar eđa lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skađbćtur eđa vernd innistćđueigenda samkvćmt skilyrđum sem ţessi tilskipun skilgreinir. 

Trúlegast er fjármálaráđherrann ţví ađ fela viđbrögđ brezkra og hollenzkra stjórnvalda, ekki hin síđarnefndu ađ fela ţau. Jóhanna segist ađ vísu "meta ţađ ţannig", ađ nú sé "gengiđ verulega til móts viđ ţá fyrirvara, sem Alţingi setti fram," eins og hún orđar ţađ á fréttamannafundi sem er í 18-fréttum Rúv, en öll leyndarhyggjan og pukriđ á fyrri stigum málsins gefa ekki mikla ástćđu til trausts á ţau orđ hennar. Hitt er samt augljóst, ađ stjórnvöld okkar virđast beinlínis hugsa sér ađ semja um ţađ viđ Breta og Hollendinga ađ slá af ţeirri löggjöf um fyrirvarana, sem samţykkt var á Alţingi, en til ţess hafa stjórnvöld ekkert leyfi. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor sagđi í fréttum Stöđvar 2 kl. 18.30 nú í kvöld, ađ fallist viđsemjendurnir ekki á fyrirvarana, verđi ađ taka máliđ aftur upp á Alţingi (ţ.e. ef menn ćtla ađ ná einhverjum samningum, geri ég ráđ fyrir; en raunar eigum viđ EKKERT ađ borga!).

Ţorgerđur Katrín tók fram, eftir ađ hafa veriđ kynnt eitthvađ af ţví sem fyrir liggur eftir viđrćđur íslenzkra stjórnvalda og viđsemjendanna, ađ henni litist "engan veginn" á útkomuna.

Ljóst er af öllu, ađ EKKI verđur fallizt á fyrirvarana í heild sinni, en í 18-fréttunum var sagt, ađ athugasemdir hefđu veriđ óverulegar (ennţá?!) nema ađ ţessu leyti: Bretar og Hollendingar hafna ţví ákvćđi fyrirvaranna, ađ ef ekki verđi búiđ ađ greiđa "lániđ" ađ fullu áriđ 2024, skuli "ţjóđirnar" koma aftur saman til samninga um máliđ. Af ţessu er ljóst, ađ sú spá getur auđveldlega rćtzt, ađ hér verđi nánast um eilífđarlán ađ rćđa, ánauđarok á íslenzka ţjóđ á háum vöxtum um áratuga skeiđ.

Og ţetta er ţó ekki ţađ versta, ţví ađ eins gćtu brezk og hollenzk yfirvöld GJALDFELLT allt ţetta gervilán áriđ 2024, samkvćmt ákvćđum Icesave-svikasamningsins, og ţá vćri íslenzka ríkiđ komiđ í alvarlega kreppu, ţví ađ Bretar gćtu ţá krafizt ţess fyrir rétti í Washington (eftir dómsúrskurđ heima viđ), ađ hald yrđi lagt á gjaldeyrisforđa Íslands í Bandaríkjunum.

Einnig hef ég heyrt ţá tilgátu, ađ augljós vanlíđan Seingríms síđustu vikurnar stafi af ţví, ađ hann viti eitthvađ, sem fćstir vita – ţ.e.a.s. ađ gullforđi Íslands sé geymdur í Bretlandi og ađ stjórn Browns hafi hótađ ađ taka hann upp í Icesave-"skuldina"!

Annađ er aftur á móti augljóst: ađ Aljţóđagjaldeyrissjóđurinn er ađ bíđa eftir ţví ađ Bretar og Holl. gefi endanlegan úrskurđ um ţađ, hver afstađa ţeirra verđur til Icesave-samningsins og fyrirvaranna, sem Loftur Ţorsteinsson verkfrćđingur hefur réttilega kallađ "eftirvarana". Samningurinn sjálfur kveđur á um, ađ ekki megi bćta viđ hann né breyta, og Steingrímur hafnađi ţví algerlega ađ reyna ađ rćđa viđ Breta og Hollendinga um ađ fá hann tekinn upp til viđauka eđa breytinga.

Nú er nýjasta skálkaskjóliđ ţađ, ađ engin skjöl eđa samninga eigi ađ sýna, skv. orđum Steingríms J. í fréttum Stöđvar 2 kl. 18.30. Leyndarhyggjan hefur hér ćđstu völd, gagnsćiđ er ekkert nema ţađ eitt, sem skammtađ er af alls ótrúverđugum stjórnvöldum.

Treystiđ ekki mönnunum, hverfulan lífsanda bera ţeir í nösum sínum. 

PS. Í fréttum Sjónvarps kl. 19 eru viđbrögđ Ţorgerđar Katrínar einna marktćkust, hún hafnar ţví alfariđ, ađ ríkisstjórnin hafi leyfi til ađ sniđganga vilja Alţingis, eins og hann birtist í fyrirvörunum međ ríkisábyrgđarlögunum. Ţorgerđur er ţar beinskeytt mjög, ólíkt Birgittu Jónsdóttur, sem í reynsluleysi sínu virđist ćtla ađ gleypa viđ ţessari matreiđslu Jóhönnu og Steingríms. Ţorgerđur vill, ađ Alţingi komi sómasamlega út úr ţessu, en vitaskuld hafđi ţingiđ engan sóma af Icesave-málinu, hvorki Icesave-sinnar stjórnarinnar né Sjálfstćđisflokkurinn, sem sat hjá, – einungis Framsóknar-ţingmenn, sem og Birgir Ármannsson, Árni Johnsen og Ţráinn Bertelsen, auk eins eđa tveggja annarra, höfđu sóma af.

AUKAFRÉTT: Ágúst Guđbjartsson, stjórnarmađur í VR skorar á Gylfa Arnbjörnsson ađ segja af sér sem forseti ASÍ, af ţví ađ hann situr í stjórn skúffufyrirtćkis á Tortola, hann sé rúinn trausti, tali ekki nóg fyrir alţýđuna í landinu og sé of ađgerđalítill.

 * Könnun, sem birt var í gćr – og t.d. á bls. 10 í Fréttabl. í dag. 

Ég er ađ fara í BLOGGLEYFI Í VIKU, ekki ađ heiman, heldur í frí frá ţessu! 

Mćli á međan međ einum fremur nýtilkomnum bloggara: Ómari Geirssyni,

sjá greinar hans: Flest myrkraverk ţola ekki dagsljósiđ 

og: Hvađa máli skiptir ţađ eftir ICEsave-svikin. 

Verđ á eftir međ minn reglulega föstudagsţátt í Útv. Sögu, kl. 12.40–13.00.

ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB!


mbl.is Óska eftir trúnađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólýđrćđislega valinn foringi Evrópubandalagsins: Barroso

Mikilvćgasta kosningin í Evrópu, en kjósendum er ekki bođiđ, segir David Hannan, EB-ţingmađur og bókahöfundur, um kosningu Barrosos í forsćti framkvćmdastjórnar Evrópubandalagsins í gćr. "Europe has just held its most significant election since 2004: more important than Tony Blair’s re-election, or Nicolas Sarkozy’s victory, and vastly more important than the coming poll in Germany. What? You hadn’t heard? Perhaps that’s because only 736 people were invited to participate." Ţannig hefst stuttur og snarpur pistill hans: Europe's most important election, á vefsíđu Daily Telegraph í gćr.

Takiđ eftir ţessu:

 • José Manuel Durăo Barroso has just been re-elected President of the European Commission. Since Brussels now generates, depending on whose figures we believe, between 55 and 84 per cent of all the legislation in the member states, and since the European Commission is the only EU institution allowed to propose laws, I’d say that makes him the most powerful man in Europe. 

Athugasemdirnar (comments) á eftir eru mjög áhugaverđar. Hér er ein, ţó af fáfengilegasta taginu: "If Jose Manuel Barroso is the answer, what the hell was the question?"!

Ţessar upplýsingar og orđ Barrosos í kosningabaráttu hans (tilvitnuđ í aths. ţar kl. 10:22 pm) segja allmikiđ um hug hans (leturbr. mín):

 • Mr Barroso stressed that he would use his new mandate to push a pro-European agenda, including the implementation of the Lisbon EU Treaty.
 • “Having this very clear reaffirmation of support is great. I will use this capital for more energy for Europe [hann er ađ tala um orkuauđlindir, jvj]. I will use it because I think it is important to fight national egoisms,” he said. 
Viđ megum ţví vita, ađ barizt verđur gegn öllum "eigingjörnum" sérkröfum Íslands. Vitaskuld höfum viđ ekkert í ţetta evrópska stórríki ađ gera, "heimsveldi" Barrosos.
 
En vinstri flokkarnir íslenzku geta nú haldiđ upp á ţađ, ađ óskaframbjóđandi hćgri manna í Evrópubandalaginu var endurkjörinn, raunar međ naumum meirihluta atkvćđa hćgri og miđjumanna, en gegn atkvćđum sósíaldemókrata og sósíalista.
 
Lítiđ á eftirfarandi pistla mína (nýlega):
 
 

Fréttamat ESB-sinnađra fjölmiđla

Međan leit ţurfti ađ gera ađ örsmárri* stórfrétt um hrun fylgis viđ ESB-inngöngu Íslands í Fréttabl.,rćddu Rúvarar viđ Baldur Ţórhallsson sem ađstandanda hins sjónumhrygga bandalags, ţví ađ naumast álíta ţeir hann 'óháđan frćđimann' (ESB-postula um langt skeiđ og frambjóđanda til ţings fyrir Samfylkinguna viđ síđustu kosningar).

Baldri virđist tregt ađ skilja ţađ, ađ fólk taki sína afstöđu til ţessa bandalags út frá ţekkingu, hann ţarf endilega ađ kenna ţađ Icesave-málinu, ađ fólk treysti ekki Evrópubandalaginu (EB, ESB), sem og ţví, ađ "vinaţjóđir" hafi brugđizt vonum okkar um stuđning. En ...

 1. Evrópubandalagiđ beitti sér beinlínis gegn okkur í Icesave-málinu, sem er annađ og meira en ađ láta vera ađ styđja okkur;
 2. Evrópubandalagiđ nauđgađi sinni eigin tilskipun frá 1994* (ţ.e. vanvirti hana međ öllu) á fundi fjármálaráđherra ţess og Íslands 4. nóvember 2008 og međ ólöglegum gervi-gerđardómi sem var í skyndingu kallađur saman í beinu framhaldi af fundinum og felldi dóm á örskotsstundu yfir lýđveldinu Íslandi, dóm sem viđ vorum ţó ađ sjálfsögđu ekki bundin á neinn hátt.
 3. Evrópubandalagiđ er taliđ hafa fengiđ sćnsku ríkisstjórnina til ađ neita okkur um lániđ, sem okkur hafđi veriđ lofađ, nema viđ greiddum Icesave-reikninga einkabankans Landsbankans.
 4. Evrópubandalagiđ hefur ítrekađ veriđ međ óviđurkvćmileg afskipti af íslenzkum innanríkismálum.**
 5. Evrópubandalagiđ ţykist vilja hjálpa okkur međ ţví ađ stefna ađ upptöku evru hér innan 15 ára, ef og ađeins ef viđ göngum í bandalagiđ (Rehn á fundinum í HÍ um daginn), ţó ađ ţađ sé lygimál, ađ ekki sé unnt ađ taka upp evru einhliđa; raunar er auđveldara ađ taka upp dollara einhliđa, en auđveldast og affarasćlast (eins og dr. Gunnar Tómasson mćlir međ) ađ halda í krónuna, sem nú er vegna sveigjanleika síns ađ stórefla hér ferđaţjónustu og framleiđslugreinar og auka útflutningstekjur sjávarafurđa!

Baldur Ţórhallsson, Evrópubandalags-styrktur, háđur frćđimađur í Háskólanum, ţegir kirfilega um ţessa hluti, sem almenningur virđist vita betur en hann, en ţá finnur hann sér annađ til sem skýringu á ţví, sem honum finnst óeđlilegt (ţ.e.a.s. ađ íslenzka ţjóđin skuli hafna Evrópubandalaginu): hann gerir fyrrnefnd vonbrigđi vegna stuđningsleysis ađ sinni gerviástćđu.

En ástćđurnar eru raunar mun fleiri fyrir afstöđu Íslendinga en ţćr, sem komnar eru fram hér á undan. Bćtum ţessum viđ, bara til dćmis:

 • Ţjóđin sér vel, ađ hún var svikin um ţjóđaratkvćđagreiđslu um tillöguna um ađ sćkja um inngöngu (innlimun) í ţetta bandalag; ráđamenn virtu álit hennar einskis;
 • ţjóđin veit, ađ ráđamenn ćtla ekki einu sinni ađ viđurkenna ţjóđaratkvćđagreiđsluna (eftir um 2 ár) um s.k. ađildarsamning (inngöngusáttmála) sem bindandi; ţeir ćtla ađ leyfa sér alla sína hentisemi međ ţađ;
 • ţjóđin veit, ađ hún fćr engin sérkjör fyrir íslenzkan sjávarútveg;
 • ţjóđin veit af stórauknum áhuga Evrópubandalagsins og ýmissa stórfyrirtćkja ţar á norđursvćđunum, ţ.m.t. á auđlindum neđansjávar og fiskveiđiauđlindum;
 • ţjóđin veit, ađ EB-menn eru reglugerđaflćkjufótarmenn sem myndu t.d. flćkja íslenzka bćndur í viđjar skriffinnsku.

Á bls. 2 í Fréttablađinu í dag, í 8 cm einsdálksfrétt á lítt áberandi stađ.

** Evrópubandalagiđ brást algerlega sínu eigin regluverki um tryggingarsjóđi innistćđueigenda – Brusselmenn SVIKU sína eigin tilskipun, horfđu međvirkir og gott ef ekki ţórđarglađir á ţađ ţegar Bretar og Hollendingar níddust á okkur međ óréttmćtri kröfugerđ og völtuđu yfir sína eigin EB-tilskipun frá 1994, ţar sem segir:

 • Tilskipun ţessi getur EKKI gert ađildarríkin eđa lögmćt yfirvöld ţeirra ábyrg gagnvart innstćđueigendum ef ţau hafa séđ um stofnun eđa opinbera viđurkenningu eins eđa fleiri kerfa sem ábyrgjast innistćđurnar eđa lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skađbćtur eđa vernd innistćđueigenda samkvćmt skilyrđum sem ţessi tilskipun skilgreinir.

*** Orđrétt sagđi Olli Rehn í viđtali viđ ţýzkt blađ í vor: "Islands natürlicher Platz ist in der EU – eđlilegur eđa náttúrlegur stađur Íslands er í Evrópubandalaginu." – Ţetta var frek íhlutun í okkar innanríkismál.

Og síđan berast ţćr fregnir frá honum á ljósvakanum í vor, ađ "Ísland EIGI ađ nýta tćkifćriđ međan Svíar sitja í forsćti Evrópusambandsins og sćkja um ađild"! – Hann var ţá ţegar farinn ađ segja okkur, hvađ viđ ćttum ađ gera! En hvenćr höfum viđ kosiđ hann til ađ skipa okkur fyrir eđa leiđa okkur inn í framtíđina? Sjálfur er hann forgengilegur pótentáti, sem situr ţarna sinn afmarkađa tíma, og ćtti ekki ađ trana sér fram í málefni sjálfstćđra ţjóđa sem koma honum ekki viđ – sízt af öllu ađ leika hráskinnaleik í samráđi viđ 5. herdeildar menn hér á landi til ađ hlađa undir uppgjafarstefnu ţeirra í málefnum ţjóđarinnar. 


Rétt ákvörđun um varđveizlustađ merkra handrita; Iđunn 80 ára

Fróđlegt var ađ lesa um ţau 28 handrit frá árunum 1820–1870, sem Kvćđamannafélagiđ Iđunn fćrđi Árnastofnun ađ gjöf í gćr. „Handritin hafa safnast upp á löngum tíma í bókasafni Iđunnar,“ segir Steindór Andersen, formađur Iđunnar, stemmusöngvarinn frábćri og alkunni, sem afhenti handritin viđ hátíđlega athöfn kl. 16 í gćr.„Ţarna kennir ýmissa grasa, međal annars eru rímur sem ekki er ađ finna í Rímnatali Finns Sigmundssonar, svo sem rímur af Friđriki barbarósa og af Hróaldi,“ segir Steindór. „Fleiri rímur eru ţarna, sem ekki eru til í mörgum handritum, og fátt af ţeim hefur veriđ prentađ. Ţó finnst mér merkilegast handrit frá 1830 sem Ólafur „stúdent“ Ólafsson skrifađi. Ţađ er afskaplega fallegt rit međ rímum af Andra jarli eftir Hannes Bjarnason á Ríp og Gísla Konráđsson. Steindór segir rímurnar betur komnar á Árnastofnun, enda hafi ţćr fariđ á milli húsa í áratugi eftir ţví hver tók ađ sér ađ vera bókavörđur félagsins. „Ţađ er óverjandi enda eru ţarna handrit sem eru einstök og ekki til í öđrum útgáfum,“ eins og segir í frétt Mbl.is, sem hér var alfariđ byggt á.

Ţetta er rétta viđhorfiđ, og mćttu ýmsir taka miđ af ţessu, sem eiga gömul handrit, ţví ađ ekki ađeins hefur ţađ gerzt, ađ ţau liggi undir skemmdum, heldur munu ţess einnig dćmin, ađ menn hafi fleygt slíku úr dánarbúum eins og gagnslausu pappírsrusli. Og handrit ţurfa ekki ađ vera mikil ađ vöxtum til ađ hafa sitt gildi.

Kvćđamannafélagiđ Iđunn minntist áttrćđisafmćlis síns í gćr – sama dag raunar og mín fjölskylda fagnađi 10 ára afmćli sonar míns. Um helgina verđur svo meira um ađ vera hjá félaginu.

Um leiđ og ég óska félaginu til hamingju međ afmćliđ, set ég hér tengil á stutt ćviágrip eins brautryđjanda félagsins, ţar sem örlítiđ segir frá upphafsárum ţess, en Ţuríđur Friđriksdóttir, sem ţar greinir frá, var jafnframt merkur frömuđur í verkalýđsmálum.


mbl.is Árnastofnun fćr 28 handrit frá Iđunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband