Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Nú ćtla ţeir ađ leggja niđur Varnarmálastofnun

Hreinni (eđa óhreinni) vinstri stjórn var ekki treystandi til ađ viđhalda Varnarmálastofnun; ţađ var svo sem eftir öđru, eđa hvernig gátu menn vćnzt annars af gömlum Ţjóđviljamönnum eins og Össuri og Steingrími? Verra er, ef verkefni hennar gufa upp eđa verđa gelt í međförum annarra stofnana.

Sú er spá mín, ađ illa muni ganga ađ spara á ađgerđ ţessari, rétt eins og meint hagrćđing á ríkisspítölum varđ yfirleitt meiri háttar rask og kostnađarsöm tilraunastarfsemi sem skilađi litlu sem engu. Kerfiđ og tregđulögmál ţess eru söm viđ sig.

Nú verđa verkefni Varnarmálastofnunar flutt til Landhelgisgćzlunnar, Ríkislögreglustjóra, Fasteigna ríkissjóđs og utanríkisráđuneytisins. "Tryggja á starfsfólki Varnarmálastofnunar áframhaldandi störf," segir í frétt Mbl.is, ennfremur: "Skýrt var tekiđ fram ađ Ísland stćđi áfram viđ allar varnar- og öryggistengdar skuldbindingar sínar og ađ forrćđi á utanríkispólitískum ţáttum yrđi áfram hjá utanríkisráđherra" (gćfulegt eđa hitt ţó heldur). Og ţetta er athyglisvert:

  • "Í skýrslunni er bent á leiđir til ađ núverandi starfsţćttir Varnarmálastofnunar verđi hluti af nýrri borgaralegri stofnun, sem sći um öryggis- og varnarmál á grundvelli borgaralegra gilda innan áformađs innanríkisráđuneytis, en auk ţess gerđar tillögur um hvernig ţeir rúmast innan skyldra stofnana unz nýtt ráđuneyti kemst á fót."

Hver í dauđvona stjórninni kallađi upp: "Pant verđa innanríkisráđherra!"? 

Formlega ćtlar ţetta vinstra liđ ađ leggja niđur Varnarmálastofnun 1. janúar 2011, en viđ skulum bara vona, ađ ţá fari gömlu kommabrýnin ekki lengur međ stjórn ţessa lands. Hvenćr hafa ţau haft áhuga eđa skilning á hervörnum, síđan Einar Olgeirsson krafđist ţess, ađ Ísland gerđist stríđsađili í seinni heimsstyrjöld?


mbl.is Varnarmálstofnun lögđ niđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjárkúgun gegn okkur Íslendingum enn á dagskrá stjórnarmanna í AGS

Um borđ í flugvél frá Varsjá til Búkarest í morgun lćtur Strauss-Kahn falla orđ sem valda sprengju hér á Íslandi í stjórnkerfinu og međal hneykslađra landsmanna. Hann virđist ţar međ gera sig ađ málpípu fjárkúgara ţjóđarinnar. „Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um ađ slíkur meirihluti fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort ţađ er meirihluti í stjórninni," segir hann slćgđarlega og setur ţar enn ţrýsting á undirgefin yfirvöldin hér á landi. Viđ ţekkjum vel orđbragđiđ: ađ „klára" og „leysa" Icesave-máliđ ţýđir jafnan, í munni svikaranna hér heima, ađ samţykkja ólögvarđar ofurskuldir á ţjóđina, sem hún sjálf eđa um 3/5 ađspurđra segja ţađ um, ađ okkur beri alls ekki ađ borga ţessar innistćđur í Landsbankanum.

Og hvađ er ađ marka ummćli Steingríms fjármálaráđherra og Gylfa efnahags- og viđskiptaráđherra eftir heimkomu ţeirra af fundi međ Strauss-Kahn í Washington á föstudag? "Eftir fundinn sagđi Gylfi viđ mbl.is ađ hann vćri ágćtlega bjartsýnn á ađ ţađ takist ađ ţoka efnahagsáćtluninni áfram," skv. Mbl.is-fréttinni í dag. En ég fer í saumana á málflutningi ţeirra félaga og ţó umfram allt í krufningu á framkvćmdastjóra AGS (og fjölskylduvinar Lilju Skaftadóttur, ESB-sinna og DV-eiganda) og auvirđilegri yfirgangsstefnu ríkisstjórna Bretlands og Hollands í annarri og ýtarlegri vefgrein minni í dag: Brezk og hollenzk stjórnvöld halda áfram ađ fjárkúga Íslendinga í AGS.


mbl.is Ísland kann ađ skorta stuđning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

IRA: kaţólsk samtök? – nei, marxísk!

Gerry Adams og félagar voru ekki kaţólskari en svo, ađ ţeir ađhylltust Marxisma og lásu upp til agna leiđbeiningar Ernestos Che Guevara um borgarskćruhernađ. Nú er Adams kallađur af fyrrum samstarfsmanni „guđfađir IRA", sem hefur 1800 mannslíf á samvizkunni. Gersamlega andstćđ kristnu og kaţólsku siđferđi eru ţvílík fjöldamorđ.

Ég fylgdist vel međ fréttum frá Norđur-Írlandi á námsárum mínum í Englandi 1979–83. Mér koma ţessar uppljóstranir Brendans „The Dark" Hughes heitins ekki á óvart.


mbl.is Gerry Adams sagđur guđfađir IRA
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna óvirđir samstarfsflokkinn – einkum skásta fólkiđ ţar!

Ţađ er ekki svo, ađ ţetta fólk hafi gengiđ í liđ međ ţeim "öfgamönnum", sem Egill Helgason kallar svo, ţ.e. ţeim Íslendingum (um 60% fólks!) sem telja, ađ okkur beri alls ekki ađ greiđa neitt vegna Icesave. Nei, Ögmundur og Liljurnar báđu ekki um annađ en fyrirvara viđ ríkisábyrgđ á Svavarssamningnum og höfđu sitt fram međ stjórnarandstöđunni 28. ágúst.

Samt rćđst Jóhanna á einmitt ţetta fólk, en ćtti ađ horfa í spegil: Ţar sér hún svikara lands og ţjóđar, manneskju sem vílađi ekki fyrir sér ađ brjóta 77. grein stjórnarskrárinnar í sinni málafylgju vegna Icesave, gerđi sér ađ góđu, ađ Össur bryti landráđalögin, ađ hans eigin sögn, allt í ţeim tilgangi ađ láta ţvinga upp á saklausa ţjóđina ólögvarinni ofbeldiskröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda, og óvirti ennfremur fjöldamargar greinar stjórnarskrárinnar, ţegar hún ţrýsti í gegnum ţingiđ umsókn um innlimun í erlent sambandsríki.

Er ţessi manneskja ekki á útleiđ? Viđ skulum bara rétt vona ţađ.

Spegill, spegill, herm ţú mér ... 


mbl.is Ţingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Versti kúfurinn á leikskólasukki borgarinnar fćr senn ađ hjađna; ekki spurning hvenćr, heldur hvernig

Hvađ sem Dagur B. Eggertsson kann ađ segja vitlaust, er hitt stađreynd, ađ Ţorbjörg Helga Vigfúsdóttir var aldeilis á ţeim buxunum fyrir kosningar ađ skera niđur í leikskólamálum – ég segi ekki ranglega, en ţó spilandi á hrćsnisfullan hátt um leiđ í frambođskynningu sinni, ţar sem stefnan í leikskólamálum var gyllt fyrir kjósendum.

Stađreynd er líka, ađ ţetta er ótrúleg peningasuga frá útsvars- og fasteignaskatts-greiđendum, sem leyft var af bćđi bleikum og bláeygum borgarfulltrúum ađ komiđ yrđi í gang og heldur áfram eins og öflugur spírall ađ spćna upp fé borgarsjóđs.

Meginsyndin átti jafnan ađ vera sú ađ borga foreldrum fyrir heimagćzlu barna ţeirra, og ekki hjálpađi, ađ Davíđ hafđi lagt ţví stefnumáli liđ; allt, sem hann snerti á, átti ađ heita syndinni merkt og útskúfađ úr mannlegu félagi. Samt var hann í raun ađ bjóđa heldur lítiđ til foreldra fremur en of mikiđ.

Borgin hefđi grćtt milljarđa á ţví ađ borga heim međ mćđrum, í stađ ţess ađ margar ţeirra, ungar og ófaglćrđar, voru ađ basla viđ ađ vinna sér inn smánarlaun. Gróđi borgarinnar hefđi komiđ vegna stórminnkađra niđurgreiđslna. Börnin hefđu hins vegar grćtt miklu betra atlćti og uppeldi.

Ţetta sést af ţví, ađ 2/3 leikskólastarfsmanna eru ófaglćrđir, og samt var veriđ ađ hrćsnast til ađ halda ţví fram, ađ ţetta vćri fyrsta stig skólakerfisins! Ţar ađ auki var ţađ orđiđ svo 2007–2008, ađ stór hluti starfsmanna var hálf-mállausir útlendingar. Hversu ţroskavćnlegt er ţađ fyrir börn?

Ţađ er mikiđ til í ţví, sem sagt var í mín eyru um helgina, ađ ţessir pólitíkusar okkar á ţingi eru flestir hvorugkyns. Ég held ţađ sama eigi viđ um marga borgarfulltrúa síđustu 1–2 áratugi.


mbl.is Segir ekkert hćft í orđum Dags
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Umbođslausi efnahags- og viđskiptaráđherrann vill "landa" samningi sem er okkur enginn happafengur, heldur gerir okkur ađ sekri ţjóđ og leggur drápsklyfjar á fjölskyldur og börn! Burt međ manninn!

Hann var hjá Agli í Silfrinu í dag og kvađ okkur "mjög nćrri ţví ađ landa ţví máli [Icesave], ţar sem ekki ber mikiđ á milli." En svo sannarlega er HIMINN OG HAF á milli svikaranna í ţví máli og íslenzku ţjóđarinnar, sem 3/5 lítur svo á, ađ okkur beri ALLS EKKI ađ ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbankans.

Ţetta eru í raun ólögvarđar kröfur vitlausra ađila, sem áttu engan hlut í ţessu skuldamáli Landsbankans og greiddum tryggingum innistćđueigenda, og ţar ađ auki var kröfunum beint ađ röngum ađila hér á landi, ríkissjóđi Íslands og skattgreiđendum hér. Á allan hátt er máliđ vanreifađ af hálfu Breta og Hollendinga, einhver mesti formgalli á sóknarmáli sem nokkurn tímann hefur heyrzt af, enda ţora Bretar og Hollendingar ekki fyrir sitt litla líf ađ leggja ţađ undir réttan dóm. Ţessi forsendubrestur er svo alger og kröfurnar svo yfirgengilega grófar, ađ sérhver ráđamađur hér á landi, sem tekur undir ţćr, hefur brennimerkt sig í augum meirihluta ţjóđarinnar og gert sig vanhćfan til landstjórnar.

Ég vísa lesendum á nýja bloggsíđu Ţjóđarheiđurs – samtaka gegn Icesave til ađ lesa sér betur til um máliđ.


Jóhanna farin ađ undirbúa stjórnarslit? Byrjar á ásökunum á samstarfsflokkinn!

Ekki er seinna vćnna ađ hún hugi ađ brottför úr Stjórnarráđinu. Menn ćtla ekki ađ sitja inni í sólskininu ţegar full ástćđa er til ađ mótmćla á Austurvelli, t.d. nú á eftir kl. 3!

Hún talar um ađ hrunflokkarnir axli ekki ábyrgđ. Er hennar flokkur ekki einn af ţeim? Var ekki hennar núverandi ţingflokksformađur einn af leiđtogum hrunflokkanna sem bankamálaráđherra? Og ţegar ţađ ađ "axla ábyrgđ" er í hennar huga ađ samţykkja ólögvarđar Icesave-kröfur á hendur íslenzku ţjóđinni og taka ţátt í ţví ađ leyfa fjárkúgun gegn okkur, ţá er ţađ hún sjálf sem í raun er ábyrgđarlausasta manneskjan sem setiđ hefur á stóli forsćtisráđherra á Íslandi.

Ćmtandi talar hún um "persónulegar árásir". Hélt hún ađ pólitík vćri hvíldarheimili?

Og nú kvartar og kveinar hún opinberlega, međ áberandi hćtti, yfir andstöđu í hinum stjórnarflokknum viđ efnahagsáćtlun Íslands og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins og "lausn" Icesave-málsins, segir ágreining um ţau mál hafa "veikt ríkisstjórnina og gefiđ fćri á árásum á formenn stjórnarflokkanna."

Ţetta er ekki talađ óundirbúiđ í léttvćgu viđtali, heldur á sjálfum flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag; af ţví má hugsanlega marka ţađ, sem ég sagđi hér í upphafi fyrirsagnar minnar.

Fariđ hefur fé betra en ţessi Icesave-ríkisstjórn. 


mbl.is Ósamstađa VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Horft til baka

Um ţađ leyti sem ćđiđ í kringum The Beatles var ađ hefjast, voru 'Skuggarnir' önnur hljómsveit sem vöktu mikla hrifningu, umfram allt í ósungnum lögum sínum, en einnig međ söngvaranum Cliff Richard, manni sem entist lengi á sviđinu, gott ef hann kallast ekki nú Sir Cliff. En okkur sem ţá vorum komin á gagnfrćđaskólastig, fannst mikiđ til um gítarleik Hanks Marvins og félaga hans í The Shadows.

Ţađ var ekki ađ ástćđulausu, og ţótt einhverjum kunni ađ ţykja ţetta einfalt og lítt tilkomumikiđ í samanburđi viđ meiri sviđsbúnađ og tćknibrellur í nútímanum, er gaman ađ horfa ţessi gömlu átrúađargođ hér á myndbandi međ hinu frćga Apache-lagi, ţar sem bćđi gleđitaktar Hanks í tjáningunni eru augljósir og síklingjandi stefiđ birtist međ ýmsum snilldartilbrigđum:


Týndi hlekkurinn fundinn? Nei, frekar enn ein frummannategundin

Ekki fór ţó mikiđ fyrir henni ţessari, sem fannst í formi kvenmanns-fingurbeins í helli í Síberíu áriđ 2008. Ţó var unnt ađ gera á henni DNA-rannsókn sem leiddi í ljós, ađ um er ađ rćđa ađra tegund en Neanderdalsmanninn og hún sögđ um hálfri milljón ára fjarskyldari okkur en hann. (Sjá nánar frétt Mbl.is.)

Líklegt ţykir mér, ađ vísindamenn séu einungis búnir ađ finna brotabrot af ţví, sem síđar eigi eftir ađ koma í ljós um ţessa hluti – ábúđarmiklar yfirlýsingar um ţađ sanna í málinu séu ţví fjarri lagi tímabćrar.


mbl.is Áđur óţekkt frummannategund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţarf ađ kenna valdamestu hagfrćđingum einföldustu hagfrćđi?

Aumingja Gylfi ráđherra, hann ćtlar ekki ađ ná ţví ađ komast í hálfkvisti viđ nafna sinn í sama embćtti. Flaggar jafnvel heimskulegum klisjum um 99,9% verđrýrnun krónunnar frá ađskilnađi hennar frá ţeirri dönsku. Ég spyr: Hafa lífskjör Íslendinga – t.d. áriđ 2000 – veriđ 99,9% lakari en Dana? Ef eitthvađ er, hefur okkur ekki fleygt hrađar fram en ţeim? Vorum viđ ekki í mestu örbirgđ um 1922 miđađ viđ Dani, meira en hálf ţjóđin labbandi um á blautum sauđskinnsskóm og stór hluti hennar enn í moldarkofum? Eru hús okkar ekki betur einangruđ og jafnvel stćrri um sig en ţeirra dönsku? Og hverju er ţađ ađ ţakka? Ţjóđinni og frjálsri nýtingu hennar á auđlindum sínum – og ţar háđi krónan okkur alls ekki.

Ţarf ađ kenna hagfrćđingi svona einfalda hagfrćđi? Og áttar hann sig ekki á ţessum tveimur grundvallaratriđum:

  1. Evruna gćtum viđ ekki tekiđ upp, ţótt einhverjir fegnir vildu, ţví ađ viđ yrđum fyrst ađ uppfylla Maastricht-skilyrđin, og ţađ tćki okkur a.m.k. 12–15 ár.
  2. Menn fórna ekki sjálfstćđi ţjóđar fyrir silfurpeninga – hvađ ţá evrur! Gylfi Magnússon hefur ekkert leyfi og EKKERT UMBOĐ frá ţjóđinni til ađ vinna ađ innlimun hennar í evrópskt stórríki – ekki frekar en nafni hans Arnbjörnsson hefur leyfi né umbođ frá íslenzkum verkalýđ og vinnandi stéttum til ađ stefna sömuleiđis ađ stjórnskipunar- og stjórnarfarslegri undirokun landsmanna undir Brusselvaldiđ. SAMT leyfđi sá Gylfinn sér ţađ áriđ 2008 ađ taka ţessa óbilgjörnu stefnu í bandalagi viđ ađra tćknikrata í ASÍ-höllinni, međ ţví ađ véla ţegar vélađa menn (Brussel-siglda velflesta) á tiltölulega fámennri samkomu helztu verkalýđsbrodda til ađ stefna á Evrópubandalagiđ og ţá fyrst og fremst vegna meints ágćtis evrunnar – ţeirrar sem nú er tekin ađ falla!

Hćttiđ ađ leika pólitíkusa, ţiđ sem hér hafiđ veriđ taldir upp, ţiđ eruđ vanhćfir til ţess og hafiđ ekkert ţjóđarumbođ til ţess!

Ég verđ međ erindi í Útvarpi Sögu í dag, föstudag, kl. 12.40–13.00. 


mbl.is Gylfi: Ţurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband