Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Hneykslanlegt framferđi ríkisstofnana

Fáheyrt hneyksli er ađ Fjármálaeftirlitiđ og Seđlabanki Íslands beini "tilmćlum" til fjármálafyrirtćkja ađ fremja lögbrot. Haft var samráđ viđ fjármálafyrirtćki og Alţjóđagjaldeyrissjóđinn um ţetta, en ekki fulltrúa skuldara! Umbođslaus ráđherra viđskipta- og efnahagsmála fagnar ţessu í stađ ţess ađ koma ekki nálćgt málinu, enda međ feril í fjármálasamtökum sem gera hann harla óhćfan til álitsgjafar og ađgerđa í ţágu fyrirtćkja á ţessu sviđi.

Hagsmunasamtök heimilanna međ sinn Friđrik Ó. Friđriksson og Marinó G. Njálsson í forystu berjast nú í ţessu máli fyrir lánţega.

 • „Ég fć ekki betur séđ en ađ Seđlabankinn og Fjármálaeftirlitiđ séu ađ hvetja til lögbrota," segir Marinó G. Njálsson, hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, um tilmćli sem Seđlabankinn og FME beina til fjármálafyrirtćkja vegna gengistryggđra lánasamninga og var tilkynnt um í morgun. (Vísir.is).

Og athyglisverđ eru ţessi ummćli Friđriks Ó. Friđrikssonar:

 • Hann segir Fjármálaeftirlitiđ og Seđlabanka vísa til ákveđinna laga sem ţau byggja röksemdir sínar á, en kjósi ađ horfa fram hjá neytendalögum og samingalögum, en ţar segi ađ sé óvissa um samningsákvćđi ţá skuli ţađ ákvćđi gilda sem er neytendum í hag. Hann segir ađ ákvörđunin sem kynnt var í morgun sé varin međ tilvísun til almannahagsmuna, en í raun sé veriđ ađ tala fyrir hagsmunum kerfisins. (Rúv.is: Ekkert formlegt samráđ viđ skuldara, leturbr. jvj.)

Ég vísa til lengri greinar minnar um ţetta mál hér fyrir neđan: Ţvílík ósvífni: stríđ hagfrćđinga viđ Hćstarétt og lögvarinn rétt lánţega


mbl.is Segir hvatt til lögbrota
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţvílík ósvífni: stríđ hagfrćđinga viđ Hćstarétt og lögvarinn rétt lánţega

Ţađ er sama hvert litiđ er, fjármálamenn og hagfrćđingar, frá Pétri Blöndal, Jóni Steinssyni og Guđmundi Ólafssyni til Más Guđmundssonar, Gylfa Magnússonar og beinna hagsmunaađila, vilja fremja VALDARÁN međ vanvirđingu ţriđja ţáttar ríkisvaldsins, ţegar ţeir leggjast gegn ţví ađ samningsvextir fái ađ gilda í myntkörfulánum.

Ţar er ekki svo, ađ ţarna sé ekki um neina vexti ađ rćđa eđa bara 2 til 3%. Sumir samninganna eru međ um 4% vöxtum, ađrir međ 1,8% og 3,5% vaxtaálagi ofan á (5,3%), enn ađrir međ 6,8%, og sennilega hefur veriđ lántökugjald ađ auki (1%), ţannig ađ samningarnir kveđa á um vexti, sem ţćttu fjarri ţví ađ vera lágir í ýmsum löndum heims.

Samninga ber ađ virđa! Viđskiptaráđherrann ţykir ţar ađ auki vera svo hagsmunatengdur, m.a. Samtökum fjárfesta, ađ réttast er fyrir hann ađ ţegja héđan í frá og ćvinlega um ţetta mál.

Menn eru skiljanlega farnir ađ tala hér um coup d'État, valdarán og stjórnlagarof, ţegar framkvćmdavaldiđ og fjármálastofnanir ríkisins og alţingismenn eins og Pétur Blöndal, Helgi Hjörvar, Mörđur Árnason og Steingrímur J. Sigfússon, ráđherra endemismála, leggjast allir á eitt um ađ ráđast á dóm Hćstaréttar og lögvarinn rétt lántakenda.

Valda- og eignastéttin gegn ţjóđinni, ţađ er ţađ sem er ađ gerast, í krafti lögleysu sem veđur uppi ţrátt fyrir úrskurđ ćđsta dómstóls landsins.

Svo er í beinu framhaldi veriđ ađ hóta lántakendum ađ vera settir á vanskilaskrá vegna ţessa yfirgangs fjármálafyrirtćkja! Ţađ sýđur á almenningi vegna ţessa máls og stutt í uppţot, og ţá kemur ţessi hneykslanlega orđsending frá Seđlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, tilmćli "međ tárin í augunum" (eins og einn orđai ţađ) til bankanna um ađ leggja á 8,25% ólöglega vexti!

Hafa bankar og fjármálafyrirtćki ekki nú ţegar hagađ sér nógu illa gagnvart almenningi? Ţađ er ánćgjulegt, ađ varnarmenn hagsmuna almennings eins og Marinó G. Njálsson, Hagsmunasamtök heimilanna,  Gísli Tryggvason, talsmađur neytenda, Neytendasamtökin og einnig menn eins og framkvćmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skuli berjast í ţessum málum. 


mbl.is Miđa viđ lćgstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Strákurinn úr Kópavogi", sem kom, sá og sigrađi á landsfundi, sýndi fram á, ađ lýđrćđi er enn mögulegt í Sjálfstćđisflokknum

Hallgrímur Viđar Arnarson kom međ óvćnta breytingartillögu á landsfundi, sem gerđi lokaályktun um ESB-mál enn afdráttarlausari en í upphaflegri mynd hennar.* Ţađ sama gerđi Sigurđur Kári um Icesave-máliđ: glćsilega tók hann ţar frumkvćđi ađ ţví, ađ algerlega var hafnađ ólögvörđum kröfum Breta og Hollendinga. Og hvernig brást landsfundur viđ? Jú, međ einróma samsinni!

Hallgrímur Viđar var gestur Markúsar Ţórhallssonar á Útvarpi Sögu á 8. tímanum í morgun. Glćsilega stóđ hann sig í ţví viđtali, sá vel upplýsti, ungi mađur, rétt eins og á landsfundinum.

Nú er um ţađ rćtt, ađ Evrópubandalagiđ hefur bođiđ fjögurra milljarđa króna styrk til ađ standa straum af undirbúningi og ađlögun Íslands ađ ţví ađ ganga í ţađ evrópska stórríki. Fréttablađsmenn og Evrópusamtökin ţykjast hafa himin höndum tekiđ, en: „Ţetta er meira mútur en hjálp," sagđi Hallgrímur Viđar um ţađ „tilbođ", ađspurđur af Markúsi. Ég hlýt ađ taka undir ţau orđ hans.

Lítum svo til viđbragđa Ögmundar Jónassonar á Vísir.is:

Mér finnst ţetta sérlega ógeđfellt," segir Ögmundur Jónasson, ţingmađur Vinstri grćnna. Viđ höfum gengiđ til ţessara samninga á jafnrćđisgrundvelli til ađ kanna forsendur fyrir ţví hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandiđ eđa ekki. En ţessar kvađir um ađ ađlaga okkar stjórnsýslu ađ stjórnsýslu Evrópusambandsins, međ öđrum orđum ađ laga okkur ađ ESB í ţessu viđrćđuferli miđju, er nokkuđ sem margir höfđu nú ekki reiknađ međ ađ vćri jafn umfangsmikiđ og raun ber vitni. Svo ţegar í ofanálag er veriđ ađ bera á okkur fé međ ţessum hćtti, ţá veldur ţađ óneitanlega örlítilli velgju." 

* Fyrir Hallgríms tilstilli varđ ályktun Sjálfstćđisflokksins enn afdráttarlausari en í upphaflegri gerđ. Ţannig varđ hún:

 • "Sjálfstćđisflokkurinn setur fram ţá skýru kröfu ađ umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu verđi dregin til baka án tafar."

Ţar segir einnig:

"Viđ segjum hins vegar NEI viđ: ...

 Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

 Vegferđ ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvćgara nú ađ stjórnsýslan setji alla sína krafta í ađ leysa ađkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtćkja. Ţjóđin á ađ hafa fyrsta og síđasta orđiđ um hvort ađildarferlinu sé haldiđ áfram."

Ţessum niđurstöđum landsfundar stćrsta flokks landsins hljóta allir ţjóđhollir menn ađ fagna af heilum hug. Viđ fögnum ţví einnig, ađ grasrót Vinstri grćnna reyni ađ setja sínum eigin, Samfylkingarhollu leiđtogum stólinn fyrir dyrnar um ţessi vandrćđamál, úr ţví ađ Icesaveve+ESB-hćkju-ríkisstjórnin hefur sýnt sig ađ vera landi sínu og ţjóđ til skađrćđis. 


Viđ ţurfum ekkert á ţessari „leiđréttingu" hagfrćđings á íslenzkri lögfrćđi ađ halda í bíla- og myntkörfulánamálum

Jón Steinsson, lektor í hagfrćđi viđ Columbia-háskóla í New York, hefur gagnrýnt lögfrćđileg álit – m.a. hiđ afar vel unna álit Magnúsar Thoroddsen, fyrrv. forseta Hćstaréttar – á lögmćti myntkörfulánanna. Ekki verđur um ţetta úrskurđađ út frá textabókum hagfrćđinga, heldur lögvörđum varnar- og sóknarrétti málsađila, og ţar verđur vćntanlega fariđ ađ lögfrćđilegum frumreglum og forsendum.

Nafni minn, láttu lögfrćđingana um ţetta!


mbl.is Efast um íslenska lögfrćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran lćkkar og lćkkar

"Ekkert dregur úr áhyggjum fjárfesta af fjárhagslegri stöđu evru-ríkjanna," segir í frétt Mbl.is. Ađ sönnu bćta gengisfellingar evrunnar samkeppnisstöđu útflutningsgreina EB-ríkjanna, sem og söluhćfni evrópsks varnings gagnvart innflutningi frá Bandaríkjunum o.fl. löndum, og ţar má sjá hliđstćđur viđ vissa, en óefanlega gagnsemi gengisfellingar okkar íslenzku krónu. En um leiđ er ţess ađ geta, ađ ţessar gengisfellingar evrunnar eru síđur hugsađar sem framsókn á mörkuđum heldur en sem björgunarviđleitni og björgunarkostnađur vegna hörmulegs ástands á evrusvćđinu, sem enn hefur ekki veriđ ráđin bót á og enn alls óvíst, hvort svćđiđ hangi yfirleitt saman sem ein heild öllu lengur.

Og ćtlum viđ ađ sćkja inn í ţessa ormagryfju? Nei takk! segir íslenzk ţjóđ!

Evran kostar nú 157,29 kr., dollarinn 127,44 kr. 


mbl.is Evran lćkkar gagnvart Bandaríkjadal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hörmulegt ţingmál orđiđ ađ veruleika: gifting samkynhneigđra

Sorglegur var ţessi dagur fyrir trúfélög og kirkjur á Íslandi. Á grundvelli ofurróttćkrar, illa undirbúinnar löggjafar frá Alţingi, sem tók gildi ekki skv. tímavenju löggjafarvaldsins, heldur á degi samkynhneigđra (í dag), gaf Karl biskup Sigurbjörnsson út nýja gerđ hjúskaparforms, ţar sem prestum er leiđbeint um ađ gifta saman karl og karl, sem og konu og konu, og ţađ sagt gert í nafni Guđs. Ţetta er í sjálfu sér yfirgengilegt hneyksli í kristinni kirkju.

Alţingi samţykkti 11. ţ.m. hjúskaparlög sem leyfa hjónabönd samkynja fólks og gerđi ţađ án nokkurs mótatkvćđis, 49:0. Ţótt andúđ á lagasetningunni kunni ađ hafa búiđ ađ baki hjá einhverjum ţeirra, sem fjarverandi voru, dugđi hún ţeim ekki til ađ fylgja sannfćringu sinni í ţví efni. Raunar bendir ýmislegt til, ađ menn hafi veriđ beittir flokksaga í ţessu máli – sem er vitaskuld ţvert gegn ákvćđi stjórnarskrárinnar [1]. Ţetta rćđ ég af einhliđa kosningamynztri Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar um máliđ, ekki ađeins ađaltillöguna, heldur og mikilvćgustu breytingatillöguna (um samvizkufrelsi presta).

Eftirfarandi tillaga Birgis Ármannssonar: "Vígslumönnum trúfélaga er heimilt ađ synja hjónaefnum um vígslu ef ţađ stríđir gegn trúarlegri sannfćringu ţeirra,” var FELLD! [2] Samt tala ýmsir um ţađ sem öruggt mál, ađ prestum verđi látiđ eftir slíkt samvizkufrelsi – og sumir tala ţannig, ađ ekki myndu samkynhneigđir vilja láta presta, sem séu andstćđir "réttindum" ţeirra, gefa sig saman. En hörđ barátta lítils harđkjarna í ţessum hópi samkynhneigđra og stuđningsmanna hefur enn ekki fengiđ nóg. Ţannig segir í einu af hinum innsendu áliti til Alţingis: "Viđ í Q – félagi hinsegin stúdenta teljum ekki viđ hćfi ađ prestar hafi sökum trúarsannfćringar sinnar rétt til ađ neita fólki um ţjónustu á međan ţeir ţiggja laun frá ríkinu." Og slík hefur andúđin á kirkju og prestum veriđ hjá sumum ţeirra, sem fjallađ hafa um ţessi mál, ađ allt eins má búast viđ, ađ einhverjir eigi eftir ađ áreita ţekkta, kenningartrúa presta međ ţví ađ fara fram á kirkjuhús ţeirra til vígslu samkynhneigđra og jafnvel ţeirra eigin prestsţjónustu. En ţađ er vitaskuld ekki viđ ţađ búandi, ađ prestar eigi ţađ einfaldlega undir helztu hugmyndalegu andstćđingum sínum, ađ ţeir fái ađ vera í friđi međ sína trúarsannfćringu. Vel er hugsanlegt, ađ prófmál af ţessu tagi geti komiđ síđar fyrir dómstóla.

Um ţetta mál er mikiđ fjallađ á vefslóđ á vef Kristinna stjórnmálasamtaka: Kynhneigđamál, sem og hér á Moggabloggi mínu.

NEĐANMÁLSGREINAR:

[1] 48. gr. stjórnarskrár Lýđveldisins Íslands: "Alţingismenn eru eingöngu bundnir viđ sannfćringu sína og eigi viđ neinar reglur frá kjósendum sínum." Sbr. einnig 47. gr. "Sérhver nýr ţingmađur skal vinna drengskaparheit ađ stjórnarskránni, ţegar er kosning hans hefur veriđ tekin gild."

[2] Ţessir ţingmenn felldu breytingartillögu Birgis um synjunarrétt presta og annarra vígslumanna trúfélaga, ţegar trúarleg sannfćring ţeirra byđi ţeim svo: Anna Margrét Guđjónsdóttir, Atli Gíslason, Álfheiđur Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Ţór Sigurđsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Guđbjartur Hannesson, Guđmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Ţórhallsson, Jóhanna Sigurđardóttir, Jónína Rós Guđmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörđur Árnason, Oddný G. Harđardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friđleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerđur Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ţór Saari, Ţráinn Bertelsson, Ţuríđur Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéđinsson.

Ţessir 14 ţingmenn greiddu tillögu Birgis Ármannssonar atkvćđi sitt: Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guđfinnsson, Guđlaugur Ţór Ţórđarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Gunnarsson, Kristján Ţór Júlíusson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiđur Ríkharđsdóttir, Sigurđur Kári Kristjánsson, Tryggvi Ţór Herbertsson.Ţessir ţingmenn voru skráđir í fjarvist (ţá sennilega utan Reykjavíkur eđa veikir): Jón Bjarnason, Ólína Ţorvarđardóttir, Sigurđur Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir.

Ţessir ţingmenn voru fjarverandi: Árni Johnsen, Ásmundur Einar Dađason, Eygló Harđardóttir, Ragnheiđur E. Árnadóttir, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráđsdóttir, Ţórunn Sveinbjarnardóttir.

(Heimild: HÉR á vef Alţingis; tillagan sjálf (2. liđur breytingatillögu minnihuta allsherjarnefndar, ţingskjal 1257, er HÉR.)


Karl biskup hopar á hćli – en án ţess ađ bíđa endanlegs dóms leikmanna og Kirkjuţings

Ekki ađeins afsökunarbeiđni hans til Samtakanna 78, heldur einnig útsending hans á hjónavígsluformi til ađ henta tveimur körlum og tveimur konum, ţvert gegn biblíulegum bođum, er til marks um umturnun biskups frá ţví sem kristinn siđur bođar og hefur alltaf bođađ í ţessu máli.

Biblían er skýr á ţví ađ samkynja mök séu alvarleg synd, en ekki biskup Íslands.

Sjálfur Jesús Kristur talađi hátíđlega um hjónabandiđ sem af Guđi ćtlađ fyrir mann og konu, en Karl Sigurbjörnsson reynist lakur lćrisveinn frelsara síns í ţessu efni.

Eftirfarandi greinar hef ég birt um máliđ í dag á öđrum vef:

Nýtt, ađ nokkru leyti AFKRISTNAĐ hjónavígsluform Ţjóđkirkjunnar!

Nćstu afsökunarbeiđni Karls biskups ţarf hann ađ bera upp viđ kristna menn í landinu 

"Gleđimessur" auglýstar í Rúv og einhliđa áróđurshljómur í fjölmiđlum í ţágu andkristinnar hjónabandslöggjafar  (fjallar um mun meira en fyrirsögnin gefur til kynna)

Umrćđur geta fariđ fram á tilvísuđum vefslóđum.


mbl.is Biskup Íslands biđur samkynhneigđa afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"ESB kaupir hóp íslenzkra blađamanna"

Vitaskuld er ég sammála Bjarna unga Ben. ađ víkja beri umsókn um innlimun í ESB og áćtlun um uppgjöf sjálfstćđis til hliđar – já, fyrir fullt og allt! En lítum nú á ţessa merkilegu afhjúpun AMX-vefsins:

 • ESB kaupir hóp íslenskra blađamanna
 • Smáfuglarnir hafa undir höndum skjöl um ferđ nokkurra Íslendinga til Brussel í bođi ESB frá ţriđjudegi til föstudags í lok maí. Nćr allir í ferđinni hafa eytt miklum kröftum í ađ mćra Evrópusambandiđ og telja Íslendinga á ađ ganga ţar inn. Ljóst er ţví ađ ákveđnir íslenskir blađamenn voru ekki lengi ađ falla fyrir silfurpeningum ESB.
 • Ferđ hópsins var kostuđ af ESB og var öll hin glćsilegasta. Millilent var í London og voru gestir sérstaklega hvattir til ţess ađ kíkja inn í borgina. Ţegar til Brussel var komiđ var gist á fjögurra stjörnu hóteli á besta stađ. Snćtt var á dýrum veitingahúsum í hádeginu og á kvöldin. Litlu var til sparađ og beiđ hópsins „welcome pack“ á hótelherbergjum ţeirra ţegar ţau komu til Brussel.
 • Ţeir sem fóru voru:
 • Höskuldur Kári Schram, Stöđ 2
 • Frosti Logason, X-iđ
 • Gudmundur Franklin Jonsson, Útvarp Saga (fór ekki)
 • Guđsteinn Bjarnason, Fréttablađiđ
 • Egill Ólafsson, Morgunblađiđ
 • Helgi Hrafn Guđmundsson, DV
 • Ţorfinnur Ómarsson, Eyjan.is
 • Sölvi Tryggvason, Skjárinn (fór ekki) 
 • Lára Hanna Einarsdottir, bloggari
 • Alda Sigmundsdóttir, Iceland Weather Report
 • Ólafur Arnarson, Pressan.is
 • Björgvin Guđmundsson, Viđskiptablađiđ
 • Ţóra Kristín, Smugan
 • Smáfuglarnir sjá á listanum ađ ESB valdi ekki blađamenn af handahófi heldur virđast ţeir vandlega valdir út frá skođunum sínum. Enginn bloggari eđa álitsgjafi er í hópnum sem er andsnúinn ESB ađild. Enginn blađamađur er í hópnum frá Evrópuvaktinni sem einn fjölmiđla segir daglegar hlutlausar fréttir af málefnum ESB.
 • Smáfuglarnir velta fyrir sér hvort ţeir fjölmiđlamenn sem fóru í ferđina telji ađ mark sé á sér takandi? Eiga blađamenn ađ ţiggja ferđir frá ESB og fara svo heim og ţykjast vera hlutlausir? Hver er munurinn á blađamönnum og álitsgjöfum sem taka viđ gjöfum ESB eđa stjórnmálamönnum sem tóku viđ gjöfum útrásarvíkinga? Enginn ţeirra sem fóru í ferđina hefur greint frá henni opinberlega. Hvers vegna ćtli ţađ sé?
 • Ferđin bar sama yfirbragđ og ferđir sem útrásarfyrirtćkin buđu fjölmiđlamönnum í ţegar útrásin stóđ sem hćst. Fundir voru haldnir í London og dekrađ var viđ blađamenn sem ţangađ var bođiđ. FL Group lét eitt sinn Ipod í herbergi blađamanna sem ţeir fengu ađ gjöf. Ţeir fóru svo heim og skrifuđu vel um fyrirtćkin. Allir vita hvernig ţađ endađi. Nú er ţađ ESB sem býđur.
 • Áđur voru ţađ rithöfundar til Moskvu en nú er ţađ blađamenn til Brussel.
 • Uppfćrt 24.06.10: Guđmundur Franklín Jónsson fór ekki međ í ferđina
 • Uppfćrt 25.06.10: Sölvi Tryggason fór ekki međ í ferđina 

Ég get svo sannarlega tekiđ undir međ ţeim samherja mínum, sem sendi mér ţetta, ađ "ESB vinnur skipulega og lúmskt, enda međ langa reynslu af ađ ginna ţjóđir til innlimunar í sambandiđ."


mbl.is Leggja ađildarumsókn til hliđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Össur Skarphéđinsson er enn í hlutverki ţess sem talar gegn ţjóđ sinni og réttindum hennar

Viđ höfum heyrt ţađ ítrekađ síđustu daga í Icesave-málinu, og enn í dag bćtir hann viđ skemmdarstarfsemi sína, nú í tali sínu til fulltrúa ESA erlendis, skv. hádegisfrétt í Rúv. En glćsilega stingur leiđarahöfundur Mbl. upp í sprađurbassann í dag, hrekur hans rangfćrslur um afstöđu stjórnmálaleiđtoga hér til Icesave-"skuldbindinga". Vísvitandi rangfćrslur nefnist leiđarinn og afgreiđir manninn endanlega nánast, ţ.e.a.s. ef rök hafa yfirhöfuđ eitthvert vćgi í veröldinni. En nei, ţađ hefur víst meira vćgi ađ hafa ađgang ađ Fréttablađi Jóns Ásgeirs eđa frúar hans og geta haldiđ áfram ađ tala í vilhöllu Rúv og látiđ taka viđ sig drottningarviđtöl í ţví ekkifréttablađi sem stađiđ hefur međ Icesave-ofsćkjendum íslenzku ţjóđarinnar allt frá upphafi ţess ofsóknarmáls.

Menn ćttu ađ leggja kapp á ađ komast í ađ lesa Morgunblađiđ á hverjum degi, ţađ réttir af hlutdrćgnis-ástandiđ í íslenzkri fjölmiđlun, ţar sem ekki er hćgt ađ treysta ríkismiđlunum: Sjónvarpi og Fréttastofu útvarpsins, Stöđ 2, Bylgjunni, Fréttablađinu og DV í ýmsum almikilvćgustu málum sem upp hafa komiđ á ţessari öld: Evrópubandalags-málinu og Icesave-málinu. Mótvćgiđ er helzt: Morgunblađiđ, Útvarp Saga og ÍNN-stöđin. Og Morgunblađiđ hagar sér ekki eins og eitthvert málgagn Sjálfstćđisflokksins, ţví fer fjarri; ţađ gagnrýnir oft pólitík ţess flokks, t.d. nýlega í borgarmálunum.

Ţótt ýmsum hafi sinnazt viđ Moggann vegna hrunsstjórnarinnar og ábyrgđar hennar og ţó ađ vissulega sé áskriftargjaldiđ peningar sem ýmsa munar um, ţá mega menn ekki neita sér um ţá upplýsingu sem felst í ţví ađ komast í fréttir ţar og ađsendar greinar, sem margar eru frábćrar – já, og leiđaraskrif blađsins sjálfs, sem oft eru hreinasta snilld. (Ég hef harmađ ţađ hér, ađ ekki eru ţeir leiđarar opnir öllum almenningi til lestrar (en ekki ađeins áskrifendum), eins og ţeir voru til skamms tíma á Mbl.is-netinu, og ég ítreka hér ţá beiđni mína, ađ ţeir verđi opnađir öllum.) 


Ótíđindi af Ţjóđkirkju

Er ţađ hlutverk kristins biskups ađ senda prestum sínum formúlu til ađ gefa saman karl og karl eđa konu og konu í hjónaband frammi fyrir altarinu? Hugleiđiđ máliđ međ hliđsjón af Biblíunni og kristinni trú. Eđa er Biblían ekki lengur mćlistika trúarinnar í Ţjóđkirkjunni? "Sola Scriptura" sagđi ţó Lúther: ţ.e.a.s. ađ hún vćri eina mćlistika sannrar, kristinnar trúar. En nú er Bleik brugđiđ; ţađ mun eiga viđ um marga ţá, sem stundađ hafa sína Guđsdýrkun í Ţjóđkirkju landsins.

Um ţetta mál er nánar fjallađ í grein á vef Kristinna stjórnmálasamtaka (Krist.blog.is): Karl biskup rýkur upp til handa og fóta til ađ senda út giftingarformúlu fyrir samkynhneigđa!


mbl.is Prestum sent nýtt hjónavígsluform
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband