Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Hér er lćsilega efniđ!

Glćsilegar eru ritstjórnargreinar Mbl. í dag, bćđi um skattpyndingarstefnu stjórnvalda, "ţjóđfundinn" rangnefnda og stjórnlagaţingiđ sem virđist sett til höfuđs stjórnarskránni (snarkandi grein) og bráđfyndnir Staksteinar um Árna Pál Árnason. Ţetta er allt hér: Ţumalskrúfa skattahćkkana – Hvađa sök ber stjórnarskráin? – og: Árni Páll enn á ferđ – og vitaskuld í blađinu sjálfu.

Menn eru kannski vanir ţví frá fornu fari, ađ margir leiđarar blađanna séu fremur ţurrlegir, en ţađ hefur ađ minnsta kosti ekki veriđ svo í tíđ núverandi ritstjóra Morgunblađsins. Gegnumsneitt eru leiđararnir međ albezta efni blađsins og áherzlurnar yfirleitt međ ţeim hćtti, ađ ég get tekiđ undir ţćr, ţótt á ţví séu fáeinar undantekningar.


Óforsjálni stórra sveitarfélaga – og vanvitiđ í ţví ađ sameina sem flest sveitarfélög

Ţađ var hrikalegt ađ lesa um skuldasúpu Reykjanesbćjar og 1,8 milljarđa kr. áfalliđ ţýzkt bankalán hans. Bćjarfulltrúarnir hafa fyrir fram eytt áćtluđum framtíđartekjum í stađ ţess ađ safna fé til framkvćmda. Sama í OR og Reykjavík: Ţar voru teknar himinháar arđgreiđslur út úr fyrirtćkinu til ađ sukka međ í stjórnkerfi borgarinnar – ekkert lagt til hliđar, ţótt til stćđu miklar framkvćmdir í virkjunarmálum! Afleiđingin er, ađ OR riđar til falls vegna skulda sinna. Afar margir (til dćmis skv. skođanakönnun í Útvarpi Sögu, sem er í gangi) telja ađ hćkkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur dugi ekki til ţess ađ bjarga fyrirtćkinu.

Sama dag og viđ lesum ţetta um hina áđur virtu stjórn á Reykjanesbć, fáum viđ ađ heyra kröfur um ađ sveitarfélög á Vesturlandi verđi öll sameinuđ í eitt! – Nei takk! Ţađ er komiđ allt of mikiđ af slíkri sameiningu sveitarfélaga nú ţegar, og ţađ hefur alls ekki stuđlađ ađ ađhaldssemi og ráđdeild né öryggi í fjármálum fólks eđa lćgri gjöldum til sveitarfélaga og stofnana ţeirra! (Finniđ hér á leitarvél bloggs míns: 'Ţorkell A. Jóhannesson' og – međ annarri leit – 'Kristján Möller'.)


mbl.is Rukkađur um 1,8 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Kirkja á ekki ađ vera háđ opinberum framlögum"

Svo mćlti Pétur Gunnlaugsson lögfrćđingur í einum sinna vinsćlu ţátta, Línan er laus, á Útvarpi Sögu. Eins mikiđ og ég hef variđ Ţjóđkirkjuna gagnvart ágirnd veraldarhyggjumanna, leiđa ţessi orđ hans ţó huga minn ađ ţví, hvernig ţađ liti út, ef kaţólsk kirkja fyrri alda hefđi gefiđ allar sínar jarđeignir til ríkisvaldsins eđa konunga og fursta í hverju landi og síđan gert ráđ fyrir jöfnum og drjúgum framlögum frá ríkissjóđi. Hefđi ţađ aukiđ frelsi kirkjunnar eđa hjálpađ henni til ađ rćkja hlutverk sitt? Vćri hún betur sett ađ hafa bundiđ trúss sitt viđ valdhafa hvers tíma? Ćtti hún á ţann hátt auđveldara međ ađ ţjóna Guđi fremur en mammon? Hefđi hún á ţann veg stađiđ óháđ gagnvart ágangi veraldarhyggju og tízkuvinda? Vćri hún međ ţessu móti fćr um ađ vera salt heimsins? Gćti hún, ţiggjandi mestallt framfćri sitt af ríkinu, veriđ ađhald gagnvart yfirráđasjúkum valdamönnum, temprađ metnađ ţeirra og fengiđ ţá til ađ halda sig á sinni eigin hillu? Eđa hefđi hún međ ţví móti orđiđ ţćgt verkfćri valdhafa hvers tíma?


Fjörbrot flokksrćđis-stjórnarhátta

Ţegar allt gengur upp hjá valdamönnum (eins og algengast er) ađ trođa sínum mönnum í toppana í stofnunum ríkisns, ţá gerist ţađ yfirleitt án ţess ađ landslýđur fái rönd viđ reist. En nú hefur Árni Páll ekki vald til ţess ađ lögum og vill svína á ţađ ráđningarferli sem lög kveđa á um. Ţeim mun ósvífnari er ţessi valdsmennska hans. Í lögum um sjóđinn segir "afdráttarlaust ađ ţađ sé stjórnarinnar ađ velja framkvćmdastjóra Íbúđalánasjóđs" (Pétur Blöndal).

Ţótt Sjálfstćđisflokkurinn hafi ekki hreinan skjöld í slíkum flokksrćđis-stöđuveitingum, er ţađ nákvćmlega rétt hjá Pétri – sem er međ sjálfstćđari ţingmönnum – ađ ţađ er brot á lögum og reglum ţegar félagsmálaráđherra vill sniđganga vald stjórnar Íbúđalánasjóđs til ađ ráđa forstjóra Íbúđalánasjóđs, eins og stjórnin vildi gera á faglegum grundvelli og m.a. ađ fenginni góđri reynslu af störfum Ástu H. Bragadóttur, starfandi framkvćmdastjóra sjóđsins.

Ađ hún er kona, gerir máliđ bara ennţá neyđarlegra fyrir "jafnréttisráđherrann"! 

En nú hafđi ráđherrann betur – ekki í krafti betri réttar, heldur sýnist mér ţađ hafa veriđ gert í krafti hótana gagnvart stjórn sjóđsins, ţ.e.a.s. ađ Árni Páll beiti sömu valdsmennskunni til afsetningar stjórnarinnar eins og Álfheiđur Ingadóttir gerđi gagnvart Sjúkratryggingasjóđi nýlega. Ég vísa í ţessa frétt á Eyjunni: Íbúđalánasjóđur: Ásta dregur umsókn til baka vegna íhlutunar Árna Páls, ţar sem segir m.a.:

  • Stjórnarformađur Íbúđalánasjóđs kveđst harma ţađ mjög ađ Ásta H. Bragadóttir starfandi framkvćmdastjóri sjóđsins hafi dregiđ umsókn sína um starfiđ til baka. „Mér finnst ţađ slćmt mál. Ásta er mjög hćf manneskja,“ er haft eftir Hákoni Hákonarsyni í Morgunblađinu í dag.
  • Ásta tilkynnti um ákvörđun sína í gćr eftir ađ kunnugt varđ ađ stjórn Íbúđalánasjóđs hefđi fallist á tilmćli Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráđherra, um ađ skipa valnefnd um ráđningu framkvćmdastjóra úr hópi núverandi umsćkjenda. Ekki hefur fengist niđurstađa í stjórn sjóđsins um hvern skuli ráđa í starfiđ.
  • Morgunblađiđ segir ađ félagsmálaráđherra hafi tilnefnt fjóra einstaklinga í nefndina en stjórn Íbúđalánasjóđs samţykkt ţrjá ţeirra, ţau Jón Sigurđsson, lektor viđ HR, dr. Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, lektor viđ HÍ, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjara. Sá sem ekki var valinn var Gylfi Zoëga.
  • Eftir ađ tilkynnt var um skipan nefndarinnar sendi Ásta samstarfsfólki sínu tölvupóst og tilkynnti ađ hún drćgi umsókn sína til baka. Í pósti hennar segir m.a.: »Mitt nafn verđur ţó ekki í ţeim potti umsćkjenda sem til greina koma, enda lít ég svo á ađ ţar sem stjórnin treystir sér ekki til ađ taka ákvörđun, byggđa á ţví ráđningarferli og viđtölum sem nú ţegar hafa fariđ fram, sé ţađ fullreynt ađ af ráđningu minni verđi. Eftir ţví sem ég best veit hafđi fengist meirihluti fyrir ráđningu minni, en ákvörđun hefur enn veriđ frestađ og sett í nýjan farveg međ íhlutun ráđherra.« 
  • Hákon Hákonarson, stjórnarformađur sjóđsins, segir í Morgunblađinu ađ íhlutun ráđherra komi sér á óvart, en eftir ađ hafa skođađ ţetta mál hafi honum fundist mjög erfitt ađ hafna málaleitan ráđherra.
  • Elín R. Líndal stjórnarmađur sat hjá viđ afgreiđslu tillögunnar. »Ég greiddi ekki atkvćđi međ ţessu inngripi ráđherra.«

 Flokksrćđiđ hefur völdin. Ţetta er Gamla-Ísland. Hvenćr fáum viđ ţađ nýja?


mbl.is Segir ráđherra sýna vanvirđingu á lögum og Alţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Önnur ríki varđar ekkert um okkar miđ

Viđ höldum áfram ađ veiđa makríl, hvađ sem Skotar og Brusselmenn segja og hóta ... Ţađ er eins gott ađ ţetta ofurrisabandalag (hugsiđ ykkur: Ţýzkaland + Frakkland + Bretland + Spánn og allir hinir!) er ekki ennţá fariđ ađ ráđa hér yfir okkur og skipa okkur deildan verđ ađ sinni vild.

Sannarlega var ţađ rétt hjá Karli Jónatanssyni, ađ međal ţeirra eru okkar mestu óvinaríki (Bretland og Holland), auk annarra, sem girnast ađ komast í okkar fiskimiđ.

Svo skulu menn hafa í huga áhugann á Grćnlandi: ađ komast ţar í olíuréttindin. Auđlindastefna ESB er raunar önnur á orkusviđi en í fiskveiđum: á síđarnefnda sviđinu ćtlar bandalagiđ sér full stjórnunar-yfirráđ og lagasetningarvald, en á orkusviđi er enn ekki fariđ ađ móta eina stefnu. En ţađ verđur, á ţví er naumast vafi. Fyrst er ţó ađ koma olíuríkjunum inn! Međal ţeirra eru Noregur, Grćnland og ... trúlega Ísland.


mbl.is Makríll hefur áhrif á ađild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RITSKOĐUN: Vefsetri varaformanns Ţjóđarheiđurs lokađ vegna tveggja orđa?!!!

Illt er í efni, ađ ÖLLU Moggabloggi Lofts Ţorsteinssonar verkfrćđings hefur veriđ lokađ "vegna notkunar orđanna “h[....]” og“k[.......]"" (bezt ađ segja ekki neitt!). "Ţetta er líklega í fyrsta skipti sem ég set ţessi orđ á prent og mogginn notar tćkifćriđ til ađ loka," segir hann í bréfi til nokkurra vina sinna.

Ég hef ekki trú á ţví, ađ ţessi tvö orđ hafi veriđ ađalástćđa lokunarinnar, heldur afhjúpun Lofts á ţví, hve hlutdrćgur ákveđinn blađamađur bandaríska tímaritsins Time hafi veriđ í skrifum sínum fyrr og síđar, en grein Lofts (á altice.blog.is) var einmitt mjög fróđleg um ţađ mál og enginn fengur ađ henni fyrir neitt annađ.

Loftur er varaformađur Ţjóđarheiđurs – samtaka gegn Icesave, en málstađur ţess tćpl. 80 manna félags er nú ađ sannast ađ vera svo óumdeilanlega réttur, ađ Lilja Mósesdóttir, formađur viđskiptanefndar er farin ađ viđurkenna ţađ opinskátt og í forsíđufrétt Morgunblađsins í dag ('Ríkiđ ber ekki ábyrgđ', ţ.e. á Tryggingasjóđi innstđueigenda og fjárfesta, TIF). Hún segir sjálf, ađ lögfrćđilega minnisblađiđ, sem barst nefndinni í gćr frá Áslaugu Árnadóttur, fyrrverandi ráđuneytisstjóra viđskiptaráđuneytisins og stjórnarformanni TIF, og byggt var á rannsókn lögfrćđingateymis, "megi túlka svo, ađ andstćđingar Icesave-samningsins frá liđnu ári hafi haft rétt fyrir sér." (Nánar HÉR!)

Loftur Ţorsteinsson er einn af helztu landvarnarmönnum Íslands. Hann hefur birt gríđarlegt magn upplýsinga um Icesave-máliđ, stađiđ í meiri rannsóknum um ţađ mál, međ bréfaskiptum viđ fjölda virtra og sérfróđra manna og stofnana erlendis, heldur en nokkur annar Íslendingur og birt á vefsíđu sinni, ţeirri sömu sem nú hefur veriđ LOKAĐ vegna eltingarleiks viđ fáfengilegar kröfur fulltrúa félagspólitísks rétttrúnađar, ađ ţví er mér sýnist.

Ţađ er ótrúlegt, ađ allt hiđ ţarfa og gríđarlega ritverk og ómetanlegur gagnabanki slíks manns í ţágu ţjóđarhagsmuna í Icesave-málinu, sem og til varnar sjálfstćđi okkar og fullveldi gagnvart gapandi gini Evrópubandalagsins, ásamt geröllum rökrćđum annarra á ţeim síđum hans, skuli hafa veriđ ţurrkađ út á einu bretti !!!

Ţađ er hneisa fyrir Morgunblađiđ, ef ţetta verđur ekki lagfćrt og Loftur og lesendur hans látnir njóta málfrelsis hans á ný.

Ef ţetta er stefnan í ritfrelsismálum á Íslandi, ţá er ekki á góđu von. 

Lesendur, látiđ í ykkur heyra um álit á ţví, sem hér hefur gerzt. 


Hitler Gyđingur?

Adolf Schickelgruber, alias Hitler, var kannski eftir allt saman af Frankenberger-Gyđingaćttinni. Ađ ţessu hafa veriđ leidd nokkur rök eđa líkindi međ litningarannsóknum, sem tengja hann annađhvort Sefardim-Gyđingum eđa Aröbum frá Norđur-Afríku. "Vont" afspurnar fyrir ţann gamla Gyđingahatara! Orđrómur um ţetta er raunar alls ekki nýr. En lítiđ á tengilinn hér fyrir neđan.
mbl.is Hitler af gyđingaćttum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

10 millj. kr. ESB-styrkţeginn Árni Ţór Sigurđsson getur reynt ađ sparka í Jón Bjarnason, en Atli Gíslason og Ásmundur Einar Dađason o.fl. eru sammála Jóni: Hćttum viđ!

Árni Ţór nćldi sér í 2,5 milljónum hćrri styrk frá ESB (til dvalar ţar fyrir fáeinum árum) heldur Baldur Ţórhallsson Monnet-prófessor. Svo lćtur hann eins og menn geti tekiđ mark á sér, ţegar í ljós er komiđ, ađ um ađlögun, en ekki viđrćđur er ađ rćđa – engar formlegar viđrćđur hefjast fyrr en (ađ hluta) um páska á nćsta ári – nćr 2 árum eftir umsókn Össurargengisins! – og ađ hluta haustiđ ţar eftir. Tíminn ţangađ til verđur notađur í ađ snarbreyta íslenzku stjórnkerfi til ađ samţýđast ţađ brusselska, og ţađ stendur til ađ fara á fullt skriđ í haust.

Um ţessa stađreynd ţögđu bćđi Össur og formađur utanríkismálanefndar, Árni Ţór Sigurđsson, ţegar ţeir voru ađ agitera á Alţingi fyrir ţingsályktunartillögunni um umsóknina (sem, by the way, brýtur gegn stjórnarskránni) í júlí í fyrra.

Nú reynir Árni Ţór ađ spila á takmarkađar vinsćldir sjávarútvegsráđherrans (í sumum kređsum, alls ekki almennt) og láta eins og hann einn í ţingflokki VG krefjist ţess, ađ hćtt verđi viđ innlimunar-umsókna. Međ ţví gengur Árni Ţór fram hjá ţví, ađ í gćr gerđi Atli Gíslason ţessa sömu kröfu (sjá frétt í Mbl.) og dagana ţar áđur Ásmundur Einar Dađason (í frétt og grein hans í sama blađi).

Afar sennilegt er, ađ Ögmundur Jónasson geri sömu kröfu, og ţađ getur átt viđ um fleiri ţingmenn ţess fólks, t.d. formann ţingflokksins, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur.

Nú ríđur ţeim mun meira á, ađ ţingmenn hinna flokkanna svíki ekki stefnu ţeirra né hagsmuni lands og ţjóđar.

Ţađ var hneyksli af Steingrími J. Sigfússyni ađ setja hinn vanhćfa Árna Ţór Sigurđsson í lykilađstöđu sínum ţingflokki til ađ fjalla um ţessa umsókn um ađ innlima Ísland í Evrópubandalagiđ, ţar sem viđ fengjum 0,06% atkvćđavćgi í ráđherraráđinu! – ţví hinu sama sem setti "regluna um hlutfallslegan stöđugleika" og getur afnumiđ hana í einni svipan!

Áfram Ísand! – Ekkert ESB! – Ekkert Icesave! 


mbl.is Verri kostur ađ hćtta núna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hvers er barizt?

Fyrir nokkrum árum var á fundi presta (ég held á Prestafélagsfundi) spurt hvort einhver hefđi fengiđ barnaníđing eđa kynferđisbrotamann gagnvart börnum til sálusorgunar eđa skriftamála. Voru menn beđnir ađ rétta upp hönd, ţeir sem ţađ átti viđ um. Enginn rétti upp hönd.* Ţess vegna virđist Geirs mál Waage međfram vera enn ein deilan um keisarans skegg, barátta viđ vindmyllur og ímyndanir. Ţessir níđingar hafa engan áhuga á skriftum, ekki frekar en margir ađrir veraldlegir menn.

Og tilkynningaskylda presta um allt barnaníđ mun ekki auka áhuga níđinganna á ţví ađ sćkja í skriftastól!

* Heimild: prestur.

Eiđur ađ ţví ađ lúta lögum ríkisins, en ekki ađ lúta orđi Guđs?

Biskupinn Karl verđur ađ gera ţetta upp viđ sig. En hann segir einfaldlega um séra Geir í Kastljósi: „Ég stend alveg fastur á ţví ađ embćttismađur kirkjunnar, hann hefur unniđ eiđ ađ ţví ađ lúta lögum íslenska ríkisins, hann er skyldur ađ gera ţađ." Biskup virđist mjög viss í ţessu. En af hverju er hann ekki jafn viss um ađ prestar eigi ađ halda eiđstaf sinn um ađ bođa kristna trú samkvćmt heilagri Ritningu?

Ef einhverjir skilja mig ekki, er ţađ ţeirra mál.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband