Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Sýnum varúđ, ekki trúgirni gagnvart áformum um kaup á Grímsstöđum á Fjöllum

Hvernig eignađist Huang Nubo 100 milljarđa? Hann var starfsmađur kínverska stjórnarráđsins fram undir fertugt, 1995, – ekki algeng leiđ til ađ verđa milljarđamćringur! Bakgrunnur hans sem starfsmanns í áróđursmálaráđuneyti bendir til, ađ hann sé góđur í ađ kynna málefni og "selja" ţćr hugmyndir, sem flokkurinn hans, Kommúnistaflokkur Kína, vill ađ fái framgang.

Menn horfa margir á mynd af ţessum hálfsextuga manni og álykta út frá geđţekku útliti hans, ađ hann hljóti sömuleiđis ađ vera trúverđugur! Eins ályktađi Ingjaldur Hannibalsson á Rás 2 í gćr, ađ mótívering hans hlyti ađ vera sú, ađ hann sé "Íslandsvinur"! Fólk á víst ađ gleypa viđ ţessu. Tiltrú ýmissa á Huang virđist ţó ekki sýna sig í mikilli forvitni um bakgrunn hans og feril og hvernig hann auđgađist svona skyndilega. Sjálfum virđist mér líklegast, ađ hann starfi einfaldlega ađ ţessu verkefni í umbođi og ţágu Kínastjórnar.

Áhugi kínverskra stjórnvalda á Íslandi er augljós, t.d. á ţví, ađ ţeir munu vera međ langstćrsta sendiráđ á Norđurlöndum hér, í 4.188 fermetra húsnćđi, um 1.250 fermetrum meira en allt íslenzka utanríkisráđuneytiđ hefur hér á landi (sjá pistil minn 19. jan. 2010 HÉR).

Menn ćttu ţví ađ leiđa hugann ađ ţví, hvort heimsblađiđ Financial Times, sem stóđ međ okkur Íslendingum í Icesave-málinu og gagnrýndi brezku ríkisstjórnina hispurslaust, hafi ekki eitthvađ til síns máls, ţegar ţađ rćđir ţessi mál í ljósi geopólitískra hagsmuna Kína og strategískrar ţýđingar Íslands hér í Norđur-Atlantshafi: Chinese tycoon seeks to buy tract of Iceland.

Einar Björn Bjarnason, stjórnmála- og Evrópufrćđingur, gerir rétt í ţví ađ vísa til reglna Kínverja um fjárfestingar í ţeirra eigin landi. Hann skrifar í athugasemd viđ grein mína frá í gćr (Sókn Kínverjans á Norđur-Ísland vekur athygli heimsblađs sem sér ţetta sem strategíska sókn Kína sjálfs inn í Norđur-Atlantshaf):

 • "... hugmynd mín er ađ taka blađsíđu ađ láni frá Kínv. sjálfum, ţ.e. snúa ţeirri reglu, er ţeir sjálfir nota heima fyrir, gegn ţeim sjálfum, međ ţví ađ krefjast ađ ţeir stofni til samstarfsfyrirtćkja međ 51% eignarhaldi ísl. ađila. Kínv. hafa beitt ţeirri reglu međ mjög góđum árangri fyrir ţá sjálfa."

Eins leggur Einar Björn til, ađ ef Kínverjum verđur leyfđ hér uppbygging ferđaţjónustu af ţessu tagi, verđi bundiđ svo um hnútana, ađ yfirgnćfandi meirihluti starfsmanna verđi íslenzkir.

Ég virđi ţá, sem sýna varúđ í ţessu máli, m.a. Einar og innanríkisráđherrann Ögmund Jónasson. Í skođanakönnun á Útvarpi Sögu sl. sólarhring, til hádegis í dag, reyndist meirihlutinn (61,5%) andvígur ţví ađ kínverska fjárfestinum verđi heimilađ ađ kaupa Grímsstađi á Fjöllum.

Menn ćttu líka ađ hugsa til ţess fordćmis, sem hér vćri veriđ ađ skapa. Ekki getum viđ út frá jafnrćđisreglum leyft einum útlendingi ađ kaupa upp land og bannađ öđrum ţađ. Ćtla menn ađ taka tappann alveg úr? Er okkur sama, ţótt verđmćtar náttúruperlur komist í hendur Kínverja, Japana eđa Bandaríkjamanna?


mbl.is Á ađ selja Grímsstađi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna stóđ gegn skuldurum međal alţýđunnar - 110% greiđslur voru nógu góđar fyrir ţá!

„Nú er ríkissjóđur útskrifađur og AGS farinn og ekkert til fyrirstöđu ađ setja ţetta í gang,“ ţ.e. afskriftir til handa heimilum í skuldavanda, segir Guđmundur Andri Skúlason, formađur Samtaka lánţega. En nú komst upp um Jóhönnu, eins og Axel Jóhann Axelsson rćđir og tekur hennar heilagleika á beiniđ. – Mbl.is:

 • Hann [Guđmundur Andri] rökstyđur ţörfina fyrir afskriftir svo:
 • „Upplýsingar frá Creditinfo sýna fram á ađ fólki í alvarlegum vanskilum hefur fjölgađ um 10% frá áramótum. Ţćr ađgerđir sem hingađ til hefur veriđ gripiđ til til ađ leiđrétta stöđu lánţega hafa ţví augljóslega engu skilađ og ţađ er fagnađarefni ef Ögmundur ćtlar ađ berjast fyrir ţví ađ gera betur. Ţessi skođun Ögmundar stangast ţó á viđ ţćr upplýsingar sem ég hef um máliđ.
 • En á fundi sem ég átti, svo dćmi sé tekiđ, á sínum tíma međ Hermanni Björnssyni, framkvćmdastjóra viđskiptabankasviđs Kaupţings, og Regin Mogensen, framkvćmdastjóra lögfrćđisviđs bankans, um ţađ bil ári eftir hrun, kom fram ađ bankarnir vildu ţá strax leiđrétta lánasöfn sín. Sú leiđrétting vćri í raun grunnforsenda fyrir áreiđanlegu mati á eignasafni bankanna.
 • Aftur á móti vildi Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra ekki fara í ţá framkvćmd. Ástćđan var ađ međ leiđréttingu fćri Íbúđalánasjóđur yfir um. Ţađ er ţví spurning hvort AGS er hér hafđur fyrir rangri sök. Ég hef auđvitađ ekki hugmynd um ţađ,“ segir Guđmundur Andri og beinir orđum sínum ađ forseta ASÍ og ţingmanni Samfylkingarinnar.
 • „Síđan er vitađ ađ ţađ voru Gylfi Arnbjörnsson og Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir sem börđust gegn ţví ađ verđtryggingin yrđi tekin tímabundiđ úr sambandi strax eftir hrun, en auđvitađ var öllum ţá ţegar ljóst ađ verđtryggđar skuldir heimilanna fćru upp úr öllu valdi samhliđa hruni krónunnar.“ (Mbl.is, leturbr. mínar).

Ţetta eru verulegar fréttir, sem verđa ađ rjúfa hér mikilvćga umrćđu um ásćlni áróđursmanns úr kínverska stjórnarráđinu á íslenzka grund (en ég fjalla um ţađ mál fljótlega á ný), og ţessar fréttir af Jóhönnu, ásamt ţessu um áhrif ţingkonu hennar, Sigríđar Ingibjargar Ingadóttur, og Gylfa Arnbjörns í ASÍ, bćta ekki stöđu Samfylkingarflokksins, en úr sjálfri stjórnarsamstöđunni heyrast nú miklir brestir víđa um land úr Kvosinni.

En af skjaldborgar- og skuldamálum alţýđu – ólíkt tugmilljarđa-afskriftamálum útrásarvíkinga í bođi Jóhönnu og Steingríms Jođ – er ţađ ţá helzt ađ frétta, ađ allan tímann var "110% leiđin" nógu gott bein í kjaftinn á alţýđufólki og millistéttinni ađ mati Jóhönnu. Já, ţetta er nú eitthvađ annađ en velvild og blíđa Jóhönnu og Steingríms Jođ í garđ tugmilljarđa-skuldara í hópi útrásar- og fjárglćfrafyrirtćkja!

Gleymum ţessu ekki. 110%-leiđin hefur reyndar síđan breytzt í 130%-leiđ í verđbólgunni ađ mati fjármálasérfrćđinga og vegna ógangna skuldara og erfiđleika ţeirra ađ borga.


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sókn Kínverjans á Norđur-Ísland vekur athygli heimsblađs sem sér ţetta sem strategíska sókn Kína sjálfs inn í Norđur-Atlantshaf

Huang, sem sumir gapa yfir sem bjargvćtti atvinnulífs nyrđra, kemur beina leiđ úr áhrifahópi í Kommúnistaflokki Kína. "Ţá var hann lengi starfsmađur áróđursmálaráđuneytis Kína og í ráđuneyti framkvćmda" (Mbl.is, eftir Financial Times). Ţađ gefur auga leiđ, ađ hann er hingađ kominn í ţökk Kommúnistaflokks Kína, og einfaldast ađ álykta, ađ hann sé hér ađ undirlagi ţess valdaapparats voldugasta einrćđisríkis heims. (Ţetta er sama ríkiđ og amađist viđ heimsókn Dalai Lama til Íslands ... og til hvađa lands sem er! – og heldur áfram ţjóđernishreinsunum í Tíbet; sjá tengil hér neđst.)

Ég hef ţegar skrifađ um ţetta mál hér: Undarlegar, kínverskar fjárfestingar, ţar greindi ég strax hinn strategíska áhuga ađ baki og varađi viđ ţessari viđleitni hins kínverska auđkýfings. En aftur ađ fréttinni (leturbr. mín):

The Financial Times segir frá fyrirhuguđum fjárfestingum Kínverjans Huang Nubo á Íslandi. Á heimasíđu blađsins segir ađ Huang hyggist fjárfesta í ferđaţjónustu á Íslandi fyrir 100 milljónir bandaríkjadala. Viđskiptin eru sögđ umdeild ţar sem menn óttist ađ međ ţeim geti stjórnvöld í Kína náđ áhrifum á Íslandi og í Norđur-Atlantshafi.

Huang Nubo er umsvifamikill í fasteignaviđskiptum um allan heim. Hann hefur mikinn áhuga á ađ kaupa jörđina Grímsstađi á Fjöllum. Jörđin er ein sú stćrsta á landinu en hún ţekur um 0,3% af Íslandi.

Financial Times nefnir ađ Ísland sé međlimur í Nato og stađsett á mjög mikilvćgum stađ, sérstaklega í ljósi nýrra siglingaleiđa sem gćtu opnast milli Evrópu og Ameríku. Ţá gćti Ísland reynst mikilvćg höfn fyrir stór flutningaskip frá Asíu í náinni framtíđ.

Í frétt FT er talađ viđ Ögmund Jónasson innanríkisráđherra, sem segir ađ skođa ţurfi kaup Huangs mjög vel og gćta ţurfi varúđar í ljósi ţess ađ Kínverjar hafi undanfariđ keypt upp stór landsvćđi víđs vegar um heiminn.

Í fréttinni eru einnig rakin tengsl Huangs viđ kínverska kommúnistaflokkinn en eins og fram hefur komiđ er hann nokkuđ virtur međlimur flokksins ... (Mbl.is).

Ögmundur Jónasson hefur tekiđ skynsamlega á ţessu máli og varađ viđ fljótfćrni og einfeldningslegri trúgirni á jarđarkaup og áćtlanir Kínverjans.

Menn bregđast kannski sumir ţannig viđ, ađ ţetta auki hér atvinnu, en vinnuafl Huans verđur trúlega kínverskt og stefnt ađ ţví ađ hafa hér stóra hópa Kínverja í vinnu og í ferđalögum hingađ. Ţađ er slík presence (nćrvera) kínversks áhrifavalds, sem Financial Times lízt greinilega ekkert á og skođar í heimspólitísku samhengi. Hér vćri jafnvel valdataka auđveld í fámennu landi, á einni nótt langra hnífa, ef kínverskri útţenslustefnu byđi svo viđ ađ horfa á einhverjum viđsjálum ágreiningstímum á nćstu áratugum á alţjóđavettvangi, ađ ekki sé talađ um, ef glórulaust NATO- og Bandaríkjahatur Vinstri grćnna hefđi búiđ svo um hnútana, ađ Ísland vćri gengiđ úr NATO og varnarsamningnum viđ Bandaríkin sagt upp, til ađ tryggja enn betur, ađ landiđ vćri međ öllu varnarlaust!

Kárahnjúkavirkun átti ađ stórauka atvinnu á Austurlandi – gerir ţađ vitaskuld međ Fjarđaáli – en viđ sjálfa virkjunargerđina var dćlt inn kínversku og portúgölsku mannafli á lágum launum, mest kínversku, ţegar á leiđ. Búumst ekki viđ öđru af Huang á Grímsstöđum, og ef hann stefnir á kínverskan ferđamannamarkađ, sem líklegast er, ţá verđur vinnuafl hans ekki ađeins kínverskt í uppbyggingunni, heldur verđur einnig stefnt ađ ţví, ađ ţađ sama eigi viđ um frambúđar-starfsfólk hans á Grímsstöđum.

Svo hafa fregnir borizt af öđrum lygilegum áhuga Kínverja á uppbyggingu á Norđausturlandi. Menn gera rétt í ţví ađ hlusta á Financial Times, međ ţess miklu yfirsýn í málum, og ekki getum viđ Íslendingar kvartađ yfir ţví, ađ ţađ blađ hafi unniđ gegn okkur og í ţágu brezkrar ásćlni á fjármálasviđinu. Í Icesave-málinu stóđ Financial Times međ okkur og gegn öfgastefnu brezku stjórnsýslunnar.

Menn ćttu einnig ađ skođa máliđ međ hliđsjón af ţví, ađ Huang ćtlar sér ekki ađeins ađ vera međ hótel á Grímsstöđum, heldur einnig í Reykjavík – og ađ Kínverjar eru nú ţegar međ langstćrsta sendiráđiđ hér á ţessu litla landi

Hugsa, Íslendingar! – og gleymiđ ekki, hvernig kínverskum yfirvöldum tókst ađ snúa jafnvel hćgri stjórn á Íslandi eins og skopparakringlu í kringum sig og láta stinga friđsömu Falun Gong-fólki undir lás og slá!


Forysta VG friđar og fíflar sín róttćkustu element, slćr ţannig tvćr flugur í einu höggi, en ...

... á sama tíma afhjúpar hún óhjákvćmilega kommúnistískar rćtur sínar. – "Hvert er mađurinn ađ fara?" spyr einhver. – Jú, aldrei myndi nokkur flokkur, sama hve illa stćđi á, ganga jafnlangt til móts viđ blinda róttćkni eins og VG gerđi á ţessu flokksráđsţingi, nema einmitt vegna ţess, ađ sú róttćkni er partur af sálarinnréttingu og tilverugrundvelli viđkomandi. Ţetta saman taliđ:

 1. Fordómarnir (kallađir "utanríkisstefna [VG], ţ.e. friđarstefna") gegn nauđsyn hervarna.
 2. Fordómarnir gegn NATO, sem ályktađ var um á ţessum flokksfundum, ađ gengiđ skyldi úr! (sjá hins vegar um gagnsemi NATO HÉR hjá Viggó Jörgensen!*).
 3. Fordómarnir gegn vestrćnum ríkjum, sem birtast í ţví, ađ í ályktun VG um Líbýu gefa ţeir sér glannalega og án nokkurra sannana, ađ mótíveringin bak viđ loftárásir NATO-ríkjanna (Danmörk og Noregur međtalin!) sé "olíu- og heimsvaldahagsmunir", hvorki meira né minna!
 4. Fordómarnir gagnvart eđlilegum atvinnurekstri, einkum sjávarútvegi, og óbilandi ţrjózka gegn ţví ađ átta sig á nauđsyn ţess ađ skapa fleiri störf međ ţví ađ örva fyrirtćki í stađ ţess ađ draga ţau á allri fyrirgreiđslu og skattpína ţau í drep.
 5. Blindan gagnvart möguleika og nauđsyn niđurskurđar ríkisfjármála, ásamt aggressífri skattpíningarstefnu sem horfir öll til meiri sósíalisma og meira ríkisbákns (sjá um 4. og 5. HÉR!),

– allt er ţetta afhjúpandi í raun um gömul, sovétkommúnistísk sjónarmiđ, sem lifađ hafa gegnum ţykkt og ţunnt í Kommúnistafokki Íslands, Sameiningarflokki alţýđu – Sósíalistaflokknum, Alţýđubandalaginu og nú hjá Vinstri grćnum.

Ţrátt fyrir tímabundna ţörf Steingrímsgengisins til ađ friđa sín róttćkustu element í flokknum, hefđi hann aldrei samţykkt allar ţessar áyktanir nema af ţví ađ ţetta er langt frá ţví ađ vera honum andstćtt – ţetta er einmitt hans raunverulega fordómabúnt sem hann geymir nćst höfđalaginu ţegar hann leggst til hvíldar á kvöldin.

En hvađ er ţetta um ađ "friđa sín róttćkustu element" – hví ţarf hann ţess? 

Jú, ţađ er fullt af fólki í VG sem er alveg brjálađ út í forystuna vegna:

 • smánarlegs stređs hennar í niđurlćgjandi Bretavinnu viđ ađ reyna ađ koma á ţjóđina óbćrilegum Icesave-klafa, sem alţýđa landsins bar enga ábyrgđ á, heldur glćframenn og útrásarvíkingar;
 • undirlćgjuháttar VG-forystunnar gagnvart Samfylkingunni í ESB-umsóknar- og ađlögunarmálinu;
 • vanefnda forystunnar viđ ađ slá upp ţeirri "skjaldborg um heimilin í landinu", sem alţýđufólk ţráđi í raunum sínum og kaus ţá út á,
 • en á sama tíma hefur Steingrímur og hans kratavinir slegiđ skjaldborg um vissa auđmenn og auđhringa međ ţví ađ afskrifa hjá ţeim tugi milljarđa og samanlagt margfalda ţá upphćđ!

– ţannig er ljóst, ađ ţađ hefur veriđ ómćldur titringur í grasrót Vinstri grćnna, forbođi jarđskjálfta, ef Steingrímur ţekkti ekki sinn vitjunartíma.

Lausn hans var ţessi ađ opna upp á gátt fyrir galnar róttćkni-ályktanir, andmćla ţeim í engu, fremur samsinna ţeim og sýna róttćklingunum ţannig ţá samheldni ađ nćgđi til ađ friđa ţá.

Á sama tíma fífluđu Steingrímur og Árni Ţór ţessa róttćklinga međ ţví ađ sneiđa hjá ţví ađ ţurfa ađ lenda í gagnrýni vegna síns alversta máls: ţátttökunnar í ESB-innlimunarvegferđ Samfylkingarinnar.

Forystan stakk ţannig dúsum tveimur og ţremur upp í róttćklingana, en kom ţví svo fyrir, ađ ţeir sćtu af sér möguleikann á ţví ađ stoppa sviksamlega forystuna í undirlćgjuverkum hennar gagnvart Össuri og hans Brussel-pótentátum. Ţó var ţađ einmitt ESB-máliđ, sem fram ađ ţessu hafđi mest brotiđ á, međ kröfum um fyrirtöku ţess máls á flokksţingi, og í ţingflokknum sjálfum hefur ţađ valdiđ klofningi Ásmundar frá flokknum, og ţetta höfuđmál gagnvart sjálfstćđi okkar er enn ţađ sem mestan sundrungarmáttinn hefur inni í sjálfri ríkisstjórninni. En Steingrímur dćsir feginsamlega, ţegar hann áttar sig á ţví, ađ honum tókst ađ stinga jafnvel róttćkustu element flokksins svefnţorni í ţessu máli – svolítinn biđtíma enn – međ ţví einu ađ skrifa upp á nokkrar ofurróttćkar hugmyndir, sem glöddu ţá og fífluđu ţá og hann munađi svo sem ekkert um, sjálfur úti á kantbrún vestrćnna stjórnmála engu síđur en ţessi yzti jađar flokks hans.

NATÓ er friđarbandalag. VG vill Steingrím í rannsókn.


mbl.is VG samstiga um Líbíurannsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Međ neikvćđum vöxtum ofsköttunarstjórnar stuđlar hún e.t.v. ađ bankahruni

Ég drap HÉR á ţá frökku tillögu Vinstri grćnna ađ ćtla sér ađ hćkka fjármagnstekjuskatt úr 20 í 30%, en ţetta er fífldirfska um leiđ, getur stofnađ sparnađarviđleitni fólks í hćttu og hjálpađ til ađ búa til tvöfalt hagkerfi í enn frekara mćli en orđiđ er, en eins og menn vita og hafa séđ enn betur upp á síđkastiđ, stuđla hár tekjuskattur, útsvar og virđisaukaskattur ađ svartri vinnu og svikum í ýmissi mynd.

Flýi sparifé landsmanna bankana, gćti ţeim veriđ bráđur bani vís! En ţađ má víst treysta Vinstri grćnum fyrir vitlausum stjórnarathöfnum í endalausum bunum, ţar til yfir lýkur. Ţeir hjálpa reyndar allri stjórnarandstöđu međ ţessu ađ verđa ţeim mun markvissari í tillögum sínum (sbr. endinn á leiđara Mbl. sem vitnađ var til í lok pistilsins sem ég vísađi til hér nokkrum línum ofar): allt nema stefnu Vinstri grćnna!

En lesiđ líka Mbl.is-fréttina til ađ sjá rökin ađ baki neikvćđu vöxtunum og hvađ hér er á seyđi (tengill neđar).


mbl.is Eldri borgarar taka út peninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju, Ragnheiđur!

Ţiđ eruđ glćsilegt par, og ţú ert Íslandi sannarlega til sóma međ afrekum ţínum í sundíţróttinni. Guđ og gćfan veri međ ykkur Gerhard, hvert sem ţiđ fariđ um heiminn.
mbl.is Sunddrottningin Ragga Ragnars fann ástina í lauginni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Engin von í stjórnvöldum lengur – kyrrstađa í atvinnulífi

Kyrrstađan er fjármálaráđherrans og ráđherra í hans teymi (einkum Svandísar; Steingrímur kann líklega ekki viđ ađ tugta dóttur Svavars til); kyrrstađan er Jóhönnu, ţessarar sem notar mestallt sumariđ í sumarfrí eins og Jón Gnarr og dugar ekki til neins nema ađ ţókknast Össuri, sem er eins og Tvíbjörn sem eltir alla Einbirnina í Brussel.

 • „Ţađ er kyrrstađa á öllum hlutum eins og er, og ef nokkuđ er ţá finnst mér útlitiđ heldur verra en veriđ hefur,“ segir Vilmundur Jósefsson, formađur Samtaka atvinnulífsins, um stöđuna á vinnumarkađi. Vísar hann til ţess ađ störfum fćkki hjá ríki og sveitarfélögum og til talna um langtíma-atvinnuleysi. [Allar leturbr. jvj.]
 • ... Ţađ eina sem Vilmundur bindur vonir viđ er ađ deilur um orku fyrir álver í Helguvík leysist međ gerđardómi og framkvćmdir hefjist. Ţađ gćti breytt andanum í samfélaginu sem hann segir bráđnauđsynlegt (Mbl.is).

Ţađ er dćmigert fyrir ástandiđ, ađ menn eru orđnir úrkula vonar um ađ nokkuđ vitrćnt eđa nytsamlegt komi frá ţessari ríkisstjórn í atvinnumálum; komi ţađan eitthvađ nýtilegt, er ţađ varla af ásetningi og meira treystandi á, ađ hćgt sé ađ knýja eitthvađ fram međ dómsúrskurđi – nú eđa auđvitađ međ afli almennings, en ríkisstjórnin óttast víst ekkert eins mikiđ og vćntanlegan/„yfirvofandi“ dóms-, nei, ţingsetningardag, ađ manni skilst. Tala gárungarnir um, ađ hún ţurfi á nýjum jarđgöngum ađ halda, eins og Ghaddafí Líbýuleiđtogi, en til ţess eins ađ komast klakklaust úr Dómkirkjunni í Alţingishúsiđ og halda áfram ađ bađa sig ţar í peningum og fremja fleiri axarsköft.

Í alvöru ađ tala mćli ég alls ekki međ eggjakasti og ţađan af síđur barsmíđum ţingmanna, hvađ ţá kvenpresta-eyrnapústrum. Ţađ er einfaldlega sorglegt hvađ ţessi ríkisstjórn hefur veriđ sinnulaus í atvinnumálum okkar. Ţađ fer einmitt svona, ţegar atvinnu-vinstri menn komast í ríkissjóđ: ţá gefst ţeim endalaus sjóđsuppspretta, ađ ţeir ćtla, og ef hún virđist á leiđinni ađ ganga til ţurrđar, ţá er ađstađan auđvitađ mjög ţćgileg ađ hćkka bara skatta.

Takiđ eftir makalausum flokksráđsfundi Vinstri grćnna um helgina: ţar er lýst eindreginni ánćgju međ ofurskattastefnuna, hún sögđ „ótvírćđur árangur“ og helzt beđiđ um meira, t.d. hćkkun fjármagnstekjuskatts úr 20 í 30% – ţ.e. ţreföldun frá haustinu 2008 – enda sér Ţorleifur blessađur Gunnlaugsson „ENGA AĐRA LEIĐ“ en meiri skatta! Hann kemur sem sé, sá góđi mađur, hvorki auga á ţá leiđ ađ fćkka ríkisstofnunum og ríkisstarfsmönnum né á hina – ţađ er eins og hún sé ekki til – ađ fjölga arđbćrum störfum, t.d. međ virkjunum og auknum aflaheimildum.

Og endilega lesiđ nú frábćran leiđara Moggans í dag, hér: „Ótvírćđur árangur“ – eđa hér. Eftir ýtarlegar upplýsingar ţar um stórfellda hćkkun á langri röđ af sköttum og upptöku nýrra, ásamt vel rökstuddri umrćđu, munu flestir kannast viđ, ađ ţetta er eđlileg ályktun af ţví máli – ţ.e.a.s. ţessi lokaorđ leiđarans:

 • [Á]lyktun Vinstri grćnna lýsir svo alvarlegum skorti á tengingu viđ raunveruleikann ađ furđu sćtir. Skattastefna ríkisstjórnarinnar er búin ađ lama atvinnulífiđ, sliga heimili landsins, eyđileggja atvinnutćkifćri og hrekja fjölda Íslendinga úr landi. Skattastefnan hefur engum árangri skilađ, ţvert á móti hefur hún veriđ stórkostlega skađleg. Ólíklegt er ađ núverandi ríkisstjórnarflokkar muni átta sig á ţessu, en gera má ráđ fyrir ađ nćsta ríkisstjórn líti á ţađ sem eitt af sínum fyrstu verkum ađ vinda ofan af núverandi skattastefnu.

mbl.is Kyrrstađa á öllum hlutum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju, Litháar, međ ykkar 20 ára endurvakta sjálfstćđi – en takiđ ekki ţátt í ađ brjóta niđur okkar fullveldi!

Ţađ er bjarnargreiđi viđ okkur af hálfu ráđamanna Litháa ađ ţeir "hafa stutt dyggilega" ađildarviđrćđur Íslands og Evrópusambandsins. Langsmćsta ţjóđin (23% fámennari en Möltubúar) međ langmest allra Evrópuţjóđa ađ tapa viđ ađ ofurselja sig valdi stórveldanna gömlu í ESB – ţetta er ekki gćfulegt, Litháar!

Viđ, sem lögđum sjálfstćđisbaráttu ykkar liđ – já, ég ţar međtalinn* – eigum annađ skiliđ af ykkur en ađ ţiđ leggizt á árarnar međ stórveldabandalagi gamalla nýlenduvelda, sem sćkir fast og leggur mikla fjármuni** í ađ innlima okkur í valdasvćđi sitt – međ ţćgum samverkamanni sínum, Össuri Skarphéđinssyni, sem talar í ţessum málum ALLS EKKI í umbođi ţjóđar sinnar.

Vittu ţađ, ágćti herra Audronius Ažubalis, utanríkisráđherra Litháens, sem hér ert í opinberri heimsókn. Vittu líka hitt, ađ ţetta, sem Össur leyfir sér ađ kalla "ađildarumsókn Íslands", er EKKI ţjóđarinnar umsókn, heldur ţessa Össurar og Jóhönnu og teymis ţeirra í tveimur afvegaleiddum flokkum, sem aldrei hafa notiđ meirihlutafylgis Íslendinga um ţessi skađrćđisáform sín.

Ég óska ţér fararheilla og ţjóđ ţinni alls hins bezta á komandi árum. 

* Sbr. hér (frétt međ stuttu viđtali viđ JVJ): Ísland viđurkenni sjálfstćđi Litháens: Forsćtisráđherra afhent áskorun 600 Íslendinga (Mbl. 7. apríl 1990); einnig: JVJ: ‘Hvađ gerir ríkisstjórnin í Litháen-málinu?’ (grein), Mbl. 26. apríl 1990 (endurbirt hér):

Hvađ gerir ríkisstjórnin í Litháen-málinu? 

Opiđ bréf til allra ráđherra í ríkisstjórn Íslands 

eftir Jón Val Jensson 

„Raunveruleg afstađa 

íslenzku ríkisstjórnar- 

innar til fullveldis Lit- 

háens mun koma í ljós 

í afstöđu hennar til 

ţessara tillagna." 

 

Hćstvirti ráđherra. 

 

Ţann 6. ţ.m. afhenti ég undirritađur Steingrími Hermannssyni forsćtisráđherra undirskriftalista međ nöfnum um 640 manna međ áskorun á rfkisstjórnina ađ viđurkenna sjálfstćđi og fullveldi Litháens ţegar í stađ og undanbragđalaust. 

 

Ţar sem mál ţetta mun ekki hafa veriđ kynnt í ríkisstjórninni og fjölmiđlar hafa gert ţví misgóđ skil, sendi ég yđur hér međ texta áskorunarskjalsins ásamt nöfnum nokkurra ţekktra manna, sem undir ţađ skrifuđu. 

 

Ég vil nota tćkifćriđ til ađ ítreka ţá stađreynd, ađ ríkisstjórnin hefur ekkert ađhafzt ţađ í ţessu máli, sem uppfylli vilja okkar, sem stöndum ađ áskoruninni. Sé ţađ á hinn bóginn afstađa ríkisstjómarinnar í heild, ađ viđurkenning okkar á fullveldi Litháens frá ţví í nóvember 1922 sé í fullu gildi, ţá ćtti ađ sýna ţađ og virđa í verki međ ótvírćđum hćtti, svo ađ Litháar og viđ sjálfir séum fullsćmdir af. Í 1. lagi er sjálfsagt mál ađ tilkynna ţessa afstöđu okkar litháískum yfirvöldum og einnig til stjórnvalda í Sovétríkjunum, sem hafa rofiđ fullveldi Litháens međ hervaldi; í 2. lagi er eđlilegt, ađ tekiđ verđi upp stjórnmálasamband milli Íslands og Litháens, t.a.m. međ ţví ađ sendiherra okkar í Stokkhólmi verđi jafnframt sendiherra okkar í Litháen; í 3. lagi ber Íslendingum, í samrćmi viđ ţessa viđurkenningu sína, ađ sćkja um vegabréfsáritun hjá Litháum sjálfum, ef ferđazt er til landsins, en ekki hjá hinu gamla hernámsveldi Sovétríkjunum. Raunveruleg afstađa íslenzku ríkisstjórnarinnar til fullveldis Litháens mun koma í ljós í afstöđu hennar til ţessara tillagna. 

 

Ekki verđur hjá ţví komizt ađ átelja framkomu háttvirts ţingmanns Páls Péturssonar — fulltrúa Íslands í Norđurlandaráđi og forseta ráđsins — ţegar hann leyfir sér ađ tala um Litháen sem „hluta Sovétríkjanna" og kveđst efast um, ađ ţađ sé „lögformleg leiđ" ađ sćkja um vegabréfsáritun beint til Litháa sjálfra og ekki fyrir milligöngu Sovétmanna (viđtal í ríkissjónvarpinu ţ. 17. ţ.m.). Međ ţessum orđum er ţingmađurinn ađ óvirđa ţá viđurkenningu á fullveldi og sjálfstćđi Litháens, sem forsćtis- og utanríkisráđherra hafa sagt, ađ sé í fullu gildi. Ég vćnti ţess, ađ ţér séuđ mér sammála um ţetta atriđi. 

 

Međ vinsemd og virđingu, 

Jón Valur Jensson 

Höfundur er guđfrćđingur.  

** Cf. here: A disgraceful infiltration into Iceland's internal affairs.


mbl.is Rćddu ađildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Merkileg sýn hagfrćđings á mál Geirs H. Haarde á hinu örlagaríka ári 2008

 • "Ţegar kreppan skall á var Ríkissjóđur Íslands nánast skuldlaus og í ađstöđu til ţess ađ veita bönkunum hundruđ milljarđa í fyrirgreiđslu. Ţađ var einmitt slík fyrirgreiđsla sem bankarnir sóttust eftir helgina örlagaríku. Forystumenn Landsbankans sóttust eftir eins milljarđs evra láni frá ríkissjóđi. Ţeir fullyrtu ađ slíkt lán myndi tryggja bankanum traust markađa og fleyta honum yfir fjármálastorminn sem ţá geisađi. Ţađ var deginum ljósara ađ ríkisstjórnin hafđi tök á ţví ađ veita Landsbankanum slíkt lán. Spurningin var hvort ţađ vćri skynsamlegt."

Ţannig ritar Jón Steinsson hagfrćđingur í mjög athyglisverđri grein í Fréttablađinu í dag og heldur áfram, takiđ vel eftir:

 • "Flestir sérfrćđingar voru á ţví ađ eina vitiđ vćri ađ reyna til ţrautar ađ bjarga bönkunum. Willem Buiter og Anne Sibert skrifuđu til dćmis frćga skýrslu fyrir Landsbankann sumariđ 2008 ţar sem ţau vöruđu viđ fallhćttu íslenska bankakerfisins en sögđu ađ viđbrögđ stjórnvalda viđ slíkri kreppu ćtti ađ felast í ţví ađ verja bankana falli međ öllum tiltćkum ráđum, ţar á međal ađ selja eignir lífeyrissjóđanna og veđsetja orkuauđlindir ţjóđarinnar.
 • Ţessar ráđleggingar Buiter og Siberts voru (og eru) talin „almenn sannindi“ á međal fjármálaelítunnar í heiminum. Ţađ ţarf ekki ađ horfa lengra en til viđbragđa Evrópusambandsins viđ fjármálavanda Írlands, Grikklands, Portúgals og fleiri landa um ţessar mundir til ađ sjá hversu ríkjandi ţessu hugsun er.
 • Ţađ ţurfti ţví bćđi hugrekki og yfirvegun til ţess ađ bjóđa ţessum „almennu sannindum“ birginn og feta ótrođna slóđ í miđju ţví fjármálafárviđri sem geisađi í byrjun október 2008. Geir Haarde og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn voru undir ćvintýralegu álagi. Afdrif heillar ţjóđar um langa framtíđ voru háđ réttum viđbrögđum. Upplýsingar voru ótraustar og ţrýstingur um tilteknar ađgerđir var yfirţyrmandi. Ţrátt fyrir ţađ hafđi forsćtisráđherra nćgilega yfirvegun til ţess ađ taka ákvarđanir sem reyndust réttar en voru í grundvallaratriđum á skjön viđ ţađ sem allar ađrar ţjóđir gerđu og kallađi til skamms tíma yfir okkur einstaklega hörđ viđbrögđ jafnvel nánustu vinaţjóđa.
 • Hefđi ríkisstjórnin lánađ Landsbankanum einn milljarđ evra helgina 4.-5. október hefđu ţeir fjármunir líklegast tapast ađ mestu eđa öllu leyti. Ríkissjóđur hefđi ţá stađiđ verr og ţurft ađ skera enn meira niđur og hćkka skatta enn meira. En ţađ sem meira er, ef Geir og ríkisstjórn hans hefđu ekki tekiđ ákvörđun ţessa helgi um ađ setja strax neyđarlög hefđi fall bankanna getađ valdiđ upplausn af allt annarri stćrđargráđu en raunin varđ.
 • Skjót viđbrögđ stjórnvalda á ţessum tíma gerđu ţađ ađ verkum ađ grunnstođir fjármálakerfisins héldu áfram ađ virka ţrátt fyrir ađ bankarnir hafi falliđ. Fólk gat áfram keypt nauđsynjavörur međ greiđslukortum, ţađ gat áfram borgađ reikninga í heimabankanum, fékk áfram laun millifćrđ inn á bankareikning og svo framvegis. Fyrir vikiđ hélt stćrstur hluti hagkerfisins áfram ađ starfa eđlilega. Flestir útlendingar eru furđu lostnir yfir ţví ađ ekki hafi fariđ verr. Ţeir trúa ţví varla ađ atvinnuleysi hafi aldrei fariđ yfir 10%. Ţađ er ekki fyrr en mađur útskýrir fyrir ţeim ađ viđ höfum sett neyđarlög og leyft bönkunum ađ falla án ţess ađ gera ríkissjóđ gjaldţrota sem ţeir byrja ađ skilja hvers lags er.
 • Margir samverkandi ţćttir urđu til ţess ađ bankakerfiđ á Íslandi blés út og sprakk međ ţeim efnahagslegu afleiđingum sem viđ erum enn ađ glíma viđ. Vissulega hefur komiđ í ljós ađ margt hefđi mátt gera betur, og sumt miklu betur. Á ţví bera stjórnmálamenn ţess tíma pólitíska ábyrgđ. En í ađdraganda hrunsins var stefna íslenskra stjórnvalda í raun sama eđlis og stefna margra nágrannaţjóđa okkar. Ríkisstjórnir fjölda landa voru ađ gera sömu mistökin. Ţegar hins vegar á hólminn var komiđ skildi á milli Íslands og annarra landa. Stjórnvöld á Íslandi settu neyđarlög sem opnuđu fyrir ţađ ađ bankarnir gćtu falliđ án ţess ađ allt tap ţeirra lenti á skattgreiđendum eđa ţjóđfélagiđ gengi algerlega úr skorđum. Ţetta var lang mikilvćgasta ákvörđunin. Hún var rétt og bjargađi ţjóđinni frá gjaldţroti. Ađ ţessu leyti stóđ Geir sig betur en starfsbrćđur hans annars stađar. Ţessi atriđi ćtti Landsdómur ađ hafa hugfast ţegar hann tekur afstöđu til ţess hvort Geir hafi brotiđ af sér í starfi. Á hvađa mćlistiku ćtlar hann eiginlega ađ leggja störf Geirs Haarde?
 • Ađstćđurnar sem Geir og ríkisstjórn hans stóđu frammi fyrir haustiđ 2008 voru einstćđar í Íslandssögunni. Hagsmunirnir sem um var ađ tefla voru yfirţyrmandi. Úr öllum áttum bárust ráđleggingar, kröfugerđir og hugmyndir um hvernig bregđast skyldi viđ. Í ţeirri fjármálakreppu, sem ennţá sér ekki fyrir endann á í heiminum, var Ísland fyrst til ţess ađ ţurfa ađ horfast í augu viđ ţann kalda sannleika ađ fjármálakerfiđ vćri byggt á sandi. Tafarlausra ađgerđa var ţörf ţótt „stríđsţoka“ fjármálakreppunnar kćmi í veg fyrir ađ allur sannleikurinn lćgi fyrir. Ţegar svo háttar mun enginn mannlegur máttur megna ţađ ađ gera allt rétt. Ţá skiptir mestu ađ viđbrögđin viđ stóru atriđunum séu sem réttust. Í tilfelli Íslands tókst ţađ."

Ekki er ég dómari í máli Geirs, en afar athyglisvert var ađ lesa ţetta, sem sumir gćtu taliđ málsvörn hans, en fyrst og fremst er ţetta greining óháđs hagfrćđings á málinu. Ţetta er ekki nema um hálf grein ţessa nafna míns, seinni hlutinn, en öll er hún hér: Ţegar á hólminn var komiđ.

Ţađ vćri ánćgjulegt, ef sannađ yrđi, ađ Geir sé saklaus af ásökunum í ţessum málum.


mbl.is Frávísunarkrafa í máli Geirs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarlegar, kínverskar fjárfestingar

Stuđla ber ađ erlendum fjárfestingum, en hóflega ţó. Ţađ er eđlileg hófsemi ađ stemma stigu viđ ofurfjárfestingum Kínverja hér. Ţeir eru nú ţegar međ langstćrsta sendiráđiđ hér á landi. Eitthvađ ćtla ţeir sér. Međ tugmilljarđa fjárfestingum kínversks auđkýfings á Grímsstöđum á Fjöllum gefst ţeim trúlega fćri á ađ vera međ hundruđ samlanda sinna hér. Kínverjar eru ađ láta smíđa mörg stór, ísvarin skip til ađ nota til siglinga um norđurleiđirnar, norđur fyrir Síberíu og Ameríku, inn á Atlantshafiđ, og Ísland lćgi ţar vel viđ, umskipunarhöfn norđan lands eđa á Austfjörđum hefur strax veriđ rćdd (ódýrara en ađ láta dýr, ísvarin skip sigla alla leiđ á Evrópuhafnir).

Kínverjar huga ađ sínum hagsmunum og hernađarmöguleikum langt inn í ţessa öld, enda eru stjórnmálamenn ţar ekki plagađir af skammtímahugsun almennings og pólitíkusa sem hugsa flestir lengst til fjögurra ára í senn.

Íhuga ber ţessi mál međ hliđsjón af vörnum og varnarleysi landsins.


mbl.is „Sumar jarđir virđast heilagri en ađrar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband