Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

ESB-ţjenustulipur Steingrímur J. vill falla frá kröfum til verndar íslenzkum landbúnađi í ESB-viđrćđum

Engin furđa ađ Bjarni Harđarson, fv. hćgri hönd Jóns Bjarnasonar, fv. ráđherra, tali í Mbl.grein sinni í dag (sbr. hér) um VG sem ESB-flokk, en Bjarni gekk úr VG í dag.

Í umrćđum á Alţingi í dag sagđi Steingrímur J. Sigfússon allrahandaráđherra "ađ bréf sem Jón ráđherra sendi Bćndasamtökunum í ráđherratíđ sinni, um ađ krafizt yrđi međal annars áframhaldandi tollverndar í landbúnađi í viđrćđum um inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ og ađ ekki yrđi um ađ rćđa innflutning á hráu kjöti, vćri ekki bindandi gjörningur" (Mbl.is).

Ţetta virđast bein svik viđ samningsstöđu Íslands, hagsmuni bćndastéttarinnar og heilsuvernd íslenzks bústofns -- ţar međ gćđavernd íslenzks kjöts -- en Steingrímur er vís međ ađ hafa á takteinum ESB-leiđir til ađ stinga upp í menn: ekki verđi komizt hjá grunnreglum ESB fyrir ríki á leiđ í innlimun í Brusselbákniđ, en á móti fái bćndastéttin ríflega styrki -- raunar ađlögunarstyrki.

En styrkirnir eru tímabundnir, forgengilegir, tálbeita til ađ toga princíplausa pólitíkusa međ sér til ađ véla sín eigin ríki inn í stórveldi gömlu nýlenduveldanna (Tíu aflóga nýlenduveldi ráđa lögum og lofum í Evrópusambandinu og verđa međ um 73,34% atkvćđavćgi í hinu volduga ráđherraráđi Evrópusambandsins frá 1. nóv. 2014 og sömuleiđis í leiđtogaráđi ţess).

Er ţetta í alvöru sú framtíđ sem Steingrímur J. vill bjóđa kjósendum sínum í NA-kjördćmi? Og hvađ er honum sjálfum bođiđ ađ launum?


mbl.is Verđur ađ falla frá kröfunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krafa um viđskiptabann og einangrun Ísraels og Bandaríkin skömmuđ í ţágu prófkjörsmála hérlendis, en ţagađ um stórtćkt ofbeldi annarra ríkja

 Óli Björn Kárason

Frábćr er grein eftir Óla Björn Kárason í Mbl. í dag ţar sem hann afhjúpar ósvífna atkvćđasmölun tveggja ţingmanna VG sem höfđuđu til róttćkustu elementa flokksins međ tvöfeldni, ţar sem Ísrael eitt ríkja var nítt og ţess krafizt, ađ ţađ yrđi sett út í kuldann, međ viđskiptabanni, jafnvel rofi stjórnmálasambands. Var ţađ ţó lengi nćr eina lýđrćđisríkiđ í Miđ-Austurlöndum og fleiri arabar međ kosningarétt ţar en í flestum nálćgum löndum. Međ ţessu háttalagi var ađ mínu mati höfđađ til útbreidds Gyđingahaturs margra hér á landi, ekki sízt vinstri róttćklinga.

"Ögmundur Jónasson innanríkisráđherra bjargađi pólitísku lífi sínu fyrir horn í forvali Vinstri grćnna í Suđvesturkjördćmi. Hans höfuđlausn var flutt á mótmćlafundi viđ bandaríska sendiráđiđ fyrir skömmu“, segir Óli Björn, og gagnrýnir Árna Ţór Sigurđsson harđlega og ţá báđa fyrir tvöfeldni gagnvart ríkjum eins og Sýrlandi, Kína og gagnvart loftárásunum á Líbýu sem ríkisstjórn okkar bar fulla ábyrgđ á í ákvörđunarstofnun NATO.
  • Lokaorđ Óla Björns eru ţessi: "En barátta fyrir mannréttindum, friđi og frelsi, verđur aldrei trúverđug ţegar tvískinnungur vinstrimanna rćđur för. Ţađ sem meira er; hún mun litlum árangri skila, öđrum en ţeim ađ nýtast sem pólitísk höfuđlausn nokkrum dögum fyrir val á frambođslista."

Greinin er ýtarleg, kemur víđa viđ á frćđandi hátt, ég hvet menn til ađ lesa hana í blađinu, en glefsur úr henni má lesa međ ţví ađ smella á tengil hér neđar.


mbl.is Höfuđlausn Ögmundar og Árna Ţórs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fláttskapur á einn eđa annan hátt

Ţegar Steingrímur J. Sigfússon segir í viđtali viđ Der Spiegel í dag, ađ íslenzk stjórnvöld hafi eftir bankahruniđ viljađ leiđa Ísland eins fljótt og hćgt vćri inn í sambandiđ og inn á evrusvćđiđ, er kosningaloforđa-svikarinn ţá ekki ađ tala um sjálfan sig? -- ađ hann hafi gerzt eindreginn ESB-innlimunarsinni snemma á stjórnarferlinum, jafnvel viljađ taka Klepp hrađferđ inn á svćđiđ? Gat hann ţá ekki upplýst ţjóđina strax um sína hugarfarsbreytingu, eđa var ţađ kannski svo, ađ hann hafi logiđ bákalt um hug sinn kvöldiđ fyrir kosningarnar 2009?

Ţessi mađur skuldar ţjóđinni skýringu, ella ţarf ađ setja sannleiksnefnd í máliđ eđa láta hann ganga í gegnum lygapróf. Ţađ má gjarnan vera amerískt frekar en rússneskt, bezt ađ tćknin verđi í fullkomnu lagi. Smile

PS. Evrópusambandiđ er ekki = Evrópa, heldur 43% af henni, hvađ sem illa upplýstur Steingrímur segir.


mbl.is „Nú rćđur hrćđslan viđ Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Atlaga Icesave- og ESB-deildar VG tókst ekki

Fagna má sigri Ögmundar Jónassonar á Ólafi Ţór Gunnarssyni, sem margir telja ađ hafi veriđ útsendari Steingrímsvaldsins í VG-flokknum rétt eins og Sneypufarar-Björn Valur Gíslason í Reykjavík. Mikiđ var lagt í ađ styđja Ólaf, Samfylkingu hef ég grunađa um nýskráningar manna í VG til ađ vinna gegn Ögmundi, en ţrátt fyrir litla kjörsókn hafđist ţađ ekki ađ velta Ögmundi úr sessi úr ţví eina sćti listans, sem heita má öruggt í nćstu kosningum.
mbl.is Úrslit leysa ekki togstreitu VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju, Ingólfur og fjölskylda

Ţađ var sárt ađ frétta, ađ fjölskylduvinur, Ingólfur Júlíusson ljósmyndari, greindist međ bráđahvítblćđi, eins ţungbćr og sá sjúkdómur er. Ţeim mun gleđilegra er ađ frétta af samstöđunni sem birtist í dag međ uppbođi honum til styrktar ţar sem öll verkin seldust, eftir ýmsa listamenn. Sjálfur er hann lista-ljósmyndari og margmiđunarhönnuđur og hefur átt ţátt í mörgum útgáfuritum og haldiđ eigin sýningar. Ingólfur er vel kvćntur Moniku sinni Haugen, norskfćddri, og eiga ţau tvćr dćtur, Hrafnhildi Sif (beztu vinkonu dóttur minnar) og Söru.

Viđ vonum öll ađ sá góđi drengur Ingólfur komist sem fyrst heim af sjúkrahúsinu.


mbl.is Uppbođiđ gekk frábćrlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verk Icesave-skippersins fylgdu honum

Dramb er falli nćst. Björn Valur Gíslason bauđ sig fram í efsta sćti VG í Reykjavík, en hafnađi í 7. sćti listans. Kjósendur VG sýndu, ađ ţeir eru ekki minnislausir. Sjálfur Steingrímur mćtti fá ađ finna fyrir ţví á eigin skinni í NA-kjördćmi.

En ţvílík ofdirfska og foringja-auđsveipni sem hann sýndi, ţessi Björn Valur, ţegar hann hvatti til ţess í talstöđinni ćstur utan af sjó, ađ ţingmenn drifu sig í ađ samţykkja ţann Icesave-samning sem hann sjálfur ţekkti naumast. Vonandi halda hreinsanir áfram hjá Vinstri grćnum. Ekki veitir af.


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flottir menn hjá Framsókn

Frábćrir menn leiđa lista Framsóknarflokks í NV-kjördćmi, sem nćr frá Akranesi norđur í Fljót. Gunnar Bragi Sveinsson, ţingmađur Framsóknarflokksins.  Gunnar Bragi Sveinsson er í 1. sćti og Ásmundur Einar Dađason í öđru, báđir ţaulreyndir, Ásmundur leiđandi í fullveldisbaráttu Íslendinga, en séntilmađurinn Gunnar Bragi, sem veriđ hefur ţingflokksformađur Framsóknar, hefur stađiđ sig vel í öllum málum ţar sem ég hef séđ og heyrt til hans, rökfastur og skýr og hefur stađiđ réttlćtisins megin í málum, ţar sem margir ađrir brugđust, m.a. um Icesave- og Evrópusambandiđ. Vegni ţeim vel í kosningunum, ţeir ţurfa báđir ađ fá öruggt kjör, viđ megum ekki viđ ţví ađ missa Ásmund út, en nr. 3. og 4. á listanum eru Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabćjarfulltrúi á Akranesi, og Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfrćđingur og nemi, Látrum í Mjóafirđi vestra, en listinn allur mun höfđa til margra í Norđvesturkjördćmi.
mbl.is Gunnar leiđir í Norđvesturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki gćfulegt - og um prófkjör Sjálfstćđisflokksins

"Drunk: Temporarily deprived of control of limbs or speech or thought by excess of strong drink." (Pocket Oxford Dictionary.) Uppskrift ađ vandrćđum!

Ég mćli eindregiđ međ ţessum ESB-"ađildar"-andstćđingum í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins: Sigurđi Sigurđarsyni, Pétri Blöndal, Jakob F. Ásgeirssyni, Sigríđi Andersen, Elínbjörgu Magnúsdóttur, Birgi Ármannssyni, Gunnari Kristni Ţórđarsyni, guđfrćđingi og stuđningsfulltrúa (sem jafnframt er skeleggur baráttumađur fyrir réttindum forsjárlausra feđra) og Elí Úlfarssyni flugnema, sem öll eru áreiđanleg í sinni andstöđu, og ţađ sama mun eiga viđ Birgi Örn Steingrímsson framkvćmdastjóra, enda í stjórn Heimssýnar, en heldur linari eru Hafsteinn Númason leigubílstjóri og Guđlaugur Ţór Ţórđarson, en Hanna Birna Kristjánsdóttir vart traustsverđ, ţegar hún segist "ekki hlynnt ađild Íslands ađ ESB", og heldur ekki Illugi Gunnarsson, ađ fenginni reynslu, og mágur hans Teitur Björn Einarsson er sömuleiđis sagđur hafa dekrađ viđ ESB-"ađild" í utanríkismálanefnd flokksins, ţótt hann tali ólíkindalega nú.

Brynjar Níelsson hrl. segist einnig "andvígur ađild ađ ESB, enda felst í ţví afsal fullveldis". Frábćr hans afstađa, en leitt er til ţess ađ vita, ađ hann vill afnema málskotsrétt forsetans.

Algerir ESB-frambjóđendur eru Guđjón Sigurbjartsson (sá harđasti -- metur ţví lítils sjálfstćđi Íslands og á ekki heima í flokki međ ţessu nafni!), Ingibjörg Óđinsdóttir og Ţórhalla Arnardóttir.


mbl.is „Drukku frá sér ráđ og rćnu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fordćming dauđarefsinga fjöldamorđingja - á hvađa siđferđisgrunni?

ESB og alţjóđleg mannréttindasamtök FORDĆMDU í gćr aftöku ţriggja manna sem skipulögđu sjálfsvígsárásir í Kabúl sem kostuđu átta lífiđ, tveggja sem myrtu tvo afganska starfsmenn SŢ og eins sem myrti 11 opinbera starfsmenn. Íslenzkir friđargćzluliđar koma ţar hugsanlega viđ sögu, sbr. ţetta úr frétt Mbl.is:

  • Sjálfsvígsárásir í Kjúklingastrćti
  • Međal sjálfsvígsárása sem mennirnir voru dćmdir fyrir var árás á Kjúklingastrćti ţar sem tveir útlendingar létust og ung afgönsk stúlka. Ekki kemur fram í gögnunum frá stjórnvöldum hvenćr sú árás var gerđ en 23. október áriđ 2004 slösuđust ţrír íslenskir friđargćsluliđar í sprengjuárás talíbana í Kjúklingastrćti í Kabúl í Afganistan. Tveir létust í ţeirri árás, afganskt barn og ung bandarísk kona. Tilrćđiđ beindist gegn íslenskum friđargćsluliđum sem hugđust kaupa sér teppi.

Ég man ekki betur en ţetta afganska barn hafi veriđ stúlkubarn.

En á hvađa siđferđisgrunni fćrdćmir Evrópusambandiđ aftöku ţessara glćpamanna? (Ekki fćrri en fjórir ţeirra geta kallazt fjöldamorđingjar.) Hafa menn í Brussel ţá trú, ađ ţetta sé slćmt fordćmi fyrir talíbana?! Ţađ morđingjahyski ţarf ekki á fyrirmyndum ađ halda, fólk var tekiđ af lífi fyrir hjúskaparbrot jafnt sem samkynhneigđ, međan talíbanar fóru međ völd í landinu, og gert fyrir opnum tjöldum á íţróttaleikvangi sem afgönsku ţjóđinni hafđi veriđ fćrđur ađ gjöf -- ekki var nú sómakenndin meiri en svo. Og fjarri fer ţví, ađ dauđadómum stjórnvalda hafi fjölgađ í Afganistan eftir ađ talíbönum var steypt í Khabúl:

  • Eins og áđur sagđi eru aftökur fátíđar í Afganistan í dag. Áriđ 2004 var einn mađur tekinn af lífi, áriđ 2007 voru fimmtán teknir af lífi, sjö áriđ 2008 og á síđasta ári voru tveir teknir af lífi. Samkvćmt upplýsingum frá Amnesty International eru um 200 fangar á dauđadeild í Afganistan. (Mbl.is.)

Aftökur eru taldar hafa veriđ um 4000 í Kína á liđnu ári, skv. frétt sem lesin var í Rúv í gćrkvöldi. Ţorir ESB fremur ađ vađa međ ásökunum á hendur stjórnvalda í Khabúl en í Peking? -- og á hvađa siđferđisrökum á ţađ ađ heita byggt? Vilja Brusselmenn sjálfir taka ađ sér fangagćzlu ţessara hćttulegu manna og ţar međ taka ţá áhćttu, ađ hryđjuverkahópur taki fjölda gísla á evrópskri grund og krefjist framsals fjöldamorđingjanna, ella verđi hinir saklausu teknir af lífi? Ef Brusselmenn vilja ekki taka ađ sér fangagćzluna, sýnist mér siđapredikun ţeirra jafn-léttvćg og hún er ábyrgđarlaus.


mbl.is 14 teknir af lífi á tveimur dögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđarmorđi logiđ á Ísraelsmenn í ESB-Fréttablađinu

Hamasmenn vilja semja vopnahlé á ţeim skilmálum ađ ţeirra eigin leiđtogar fái friđhelgi.* Ţađ getur vart orđiđ um leiđandi menn í hernađararmi ţeirra. Hamassamtökin eru skilgreind sem hryđjuverkasamtök af ESB og SŢ rétt eins og Bandaríkjunum. Hćtt er nú viđ, ađ ţessi átök og sprengjuárásir séu ekki á enda.

Blađamađur Fréttablađsins fer í orđaleik í dag í ţeirri viđleitni sinni ađ hafna rétti Ísraels til ađ verjast flugskeytaárásum međ ţví ađ beita sér á virkan hátt gegn árásarađilanum. Einhver Magnús L., sem ritar í dag ţáttinn Frá degi til dags á leiđarasíđu ţess ESB-blađs, hćđist (eins og Mörđur Árnason) ađ ţeim orđum Bjarna Benediktssonar alţm., ađ mikilvćgt sé ađ Ísraelsmenn "gćti međalhófs" í ađgerđum sínum í nafni öryggis Ísraelsbúa; blađamađurinn segir "ofbeldi ... varla í lagi jafnvel ţótt ţađ sé hóflegt." Var ţá innrásin í Frakkland á D-degi ekki "í lagi" eđa hertaka Berlínar Hitlers?

Ofbeldi er ekki gagnlegt hugtak í ţessari umrćđu, en valdbeiting getur vel veriđ réttmćt, jafnvel í mannskćđum orrustum seinni heimsstyrjaldar. Međ ţví er ţó ekkert fullyrt hér um einstakar ađgerđir Ísraelsmanna undanfarna daga, en taka má ţó fram, ađ jafnvel Evrópusambandiđ hefur ítrekađ, ađ Ísraelsmenn hafa rétt til ađgerđa gegn flugskeytaárásum frá Gaza.

Fréttablađiđ slćr einnig upp í dag öfgakenndum ummćlum Evu Hauksdóttur á bloggi hennar, sem talar fyrst um Helförina, en segir síđan:

  • "Hugtakiđ ţjóđarmorđ á einnig viđ um ţađ ástand sem nú hefur varađ í Palestínu í 64 ár, og má telja í meira lagi kaldhćđnislegt ađ ríki sem stofnađ var vegna ţeirrar samúđar sem Gyđingar hlutu sem fórnarlömb ţjóđarmorđs, skuli sjálft standa fyrir ađgerđum sem falla undir viđurkenndar skilgreiningar á ţjóđarmorđi."

Sem tölulega stađfestingu á ţessari fullyrđingu sinni tilfćrir Eva ţađ, ađ "7978 Palestínumenn [hafi falliđ] á árunum 1987-2011, en 1503 Ísraelsmenn." Ekki er ţetta sönnun fyrir "ţjóđarmorđi", enda er međ ţjóđarmorđi "átt viđ sérhverja ţá eftirtalinna ađgerđa sem framin er í ţeim tilgangi ađ eyđa ađ hluta eđa í heild, hóp af sameiginlegu ţjóđerni, ţjóđarbroti, kynţćtti eđa trúarbakgrunni," skv. 2. grein sáttmála um varnir gegn ţjóđarmorđi. Viđbrögđ Ísraelsmanna viđ hryđjuverkaárásum (sem hefur raunar fćkkađ mjög eftir ađ ţeir reistu múrinn og varnargirđingarnar sem ađskilja ţá og Vesturbakkann) geta ekki talizt "ţjóđarmorđ".

Ađ "110 Palestínumenn [hafi] falliđ á Gaza í árásum síđustu daga en 3 Ísraelsmenn" (Eva), er heldur ekki sönnun fyrir ţjóđarmorđi. Hún ćtti ađ fara sparlegar međ ţađ orđ.

* Frétt í Mbl. í dag, s. 20, 3. dálki.


mbl.is Enn rignir sprengjum yfir Gaza
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband