Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Mannkynsfrelsunarstefna kommúnismans hefur afsannazt endanlega

Ţađ horfir ekki friđvćnlega í Austur-Asíu um ţessa páska. Norđur-Kórea er eins og vandrćđabarn međal ţjóđanna, ráđamenn ţar gćtu enn margfaldađ ţjáningarnar sem sú ţjóđ hefur liđiđ af ţeirra hendi. Kommúnisminn hefur sungiđ sitt síđasta í flestra manna augum og gerir ţađ hér međ skrćkum ofstćkisrómi herskárra stríđsherra í Pjongjang sem hóta ýmist ađ leggja Suđur-Kóreu í rúst -- sína eigin ţjóđ! -- eđa senda langdrćg flugskeyti á bandarískar borgir!

20. öldin bauđ upp á 2-3 olnbogafrekar meginstefnur sem áttu ađ leiđa til farsćldarríkis og lögđu undir sig lönd og ţjóđir. Allar hafa ţćr hruniđ í hverju landinu á fćtur öđru, og lýđrćđi er nú reglan fremur en undantekningin í veröldinni. Viđ ţokumst ţví áfram til betra samfélags.

Engum blandast hugur um, ađ kristindómurinn hefur gefiđ af sér uppbyggilegri áhrif og meiri mannbćtur en nokkur ţessara alrćđisstefna, sem milljónir og milljónahundruđ höfđu trú á sem leiđ sinni til lausnar frá óviđunandi og ranglátum ţjóđfélagsađstćđum. Patentlausnirnar fljótvirku skiluđu fleiri fórnarlömbum en frelsuđum sálum, jafnvel svo, ađ heilu álfurnar flutu í blóđi ţeirra sem fórnađ var á altari stríđs og alrćđiskúgunar.

Leiđ Krists var ekki í gegnum valdbeitingu, heldur ţjónustu og fórn og mátt orđs síns til ađ sannfćra menn um hinn rétta veg; og sjálfur er hann sá rétti vegur til Guđs. Međ góđum áhrifum af helgihaldi páskanna gefst okkur enn tćkifćri til ađ leita í ţann brunn andlegrar orku og örvandi hugsunar um líf okkar í höndum Guđs kćrleikans. Ég vil ţví hvetja alla til messusóknar í dag og á morgun og til ađ taka frá tíma í lífi sínu til andlegra hugleiđinga.


mbl.is Norđur-Kórea lýsir yfir stríđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frá skírdegi til páska

Fallegur er sá siđur í kaţólsku ađ biskupar og prestar ţvoi fćtur leikmanna á skírdag, eins og Kristur gerđi. Franz I, nýkjörinn páfi, gerđi ţetta í gćr, raunar međ ţví ađ ţvo og kyssa fćtur tólf ungra fanga; međal ţeirra var múslimsk kona, og er ţađ sagt í fyrsta sinn sem páfinn ţvćr fćtur konu, en vanalega hafa ţađ veriđ prestar, sem hann fćturna á. En ţessi siđur tíđkast miklu víđar, t.d. var ég viđ slíka athöfn í í svartmunkaklaustri (konventu) í Cambridge, ţar sem prestvígđir munkar ţvođu fćtur fólks, og var ég einn ţeirra sem fengu slíkan fótaţvott. Frá ţessum atburđi međ páfa er sagt hér á Mbl.is (međ myndbandi).

En páskar nálgast, skírdagur og föstudagurinn langi afstađnir međ sínu helgihaldi, viđ minnumst ţess ţegar Jesús hvíldi í gröf sinni, en horfum fram til upprisunnar, međan viđ hugleiđum sár, en gefandi sannindi píslarsögunnar. 


mbl.is Páfi ţvođi fćtur ungra fanga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hér er fátćkt fólk sem líđur skort og hefur úr engu ađ spila undir lok hvers mánađar!

Ţađ er stađreynd, ađ margir eru orđnir matarlausir undir lok mánađarins. Hvers vegna var ţá veriđ ađ auka ţróunarađstođ okkar um 5 milljarđa króna? Ég stend međ Vigdísi Hauksdóttur í ţví máli.

Rúmir ţrír milljarđar hefđu nćgt handa lífeyrisţegum til ađ fá 100.000 kr. hćkkun mánađarlega (sem hefđi skilađ sér í rúmum 60.000 krónum í vasa ţeirra eftir skattheimtu), skv. Guđbjarti ráđherra, en ţetta vildi Jóhönnustjórnin ekki -- og heldur ekki styđja Fjölskylduhjálpina, sem hefur hírzt í slćmu húsnćđi og vinnur allt í sálfbođavinnu. Frekar vilja ráđherrarnir senda dýrmćtan gjaldeyri úr landi, gegnum sína Ţróunarsamvinnustofnun međ sínar silkihúfur hálaunamanna ţar í toppunum, manna sem einnig njóta diplómatískra fríđinda, manna sem einkum hafa komiđ úr Samfylkingunni.

Ţađ er skylda ríkisins og hvers sveitarfélags ađ huga ađ sínum fátćku og láta engan líđa neyđ. 

Svo hefur Ţróunarsamvinnustofnun sitthvađ á samvizkunni.


mbl.is Fólk matarlaust síđustu daga mánađarins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Wikileaks-kona kjaftar frá.

Kannski' er ţó rétt í ţetta sinn

ađ gjalda varhug viđ einingu á

Alţingi' og treysta' ekki á Fimmflokkinn,

ţví vont er vélmenna ranglćti,

en verra er ţeirra réttlćti. 

 

Hvađ er veriđ ađ möndla međ stjórnarskrána? Hvernig dettur mönnum í hug ađ búa til tímabundiđ ákvćđi um hvernig breyta megi henni? Og af hverju ţetta pukur? Stendur til ađ skella ţessu yfir ţjóđina, ţegar allt er búiđ og gert, eins og Steingrímur ćtlađi ađ "drífa af" Svavars-svikasamninginn og Björn Valur hvatti til ţess sama utan af sjó?!

Ţađ stendur eitthvađ mikiđ til á Alţingi. Á vefsjónvarpi ţess núna segir svo:

"FUNDARHLÉ. FUNDUR HEFST Á NÝ KL. 01.00" ! Svo aftur frestađ til kl. 1.10 (eftir miđnćtti). Einhverjum gćti dottiđ í hug: Stendur til ađ fremja einhver myrkraverk?

Ţiđ komizt inn á vefsjónvarpiđ hér:  http://www.althingi.is/vefur/beinutsending.html 

En svo eru hér uppl. um frumvarp: 

  • Frumvarp Péturs Blöndal, Birgittu og fleiri:
  • Frumvarp til breytinga á stjórnarskrá ţessari má bera upp á Alţingi. Greiđi minnst 40 ţingmanna á Alţingi atkvćđi međ tillögu um breytingu á stjórnarskrá ţessari skal leggja tillöguna innan ţriggja mánađa undir atkvćđi allra kosningarbćrra manna í landinu í leynilegri kosningu. Greiđi minnst5/10allra kosningarbćrra manna breytingunni atkvćđi sitt er hún gild stjórnskipunarlög en fellur ađ öđrum kosti niđur.

 
Og Birgitta á Facebook:
 
Loksins fékk ég bođ á formannafund og ţar fékk ég eftirfarandi stađfest sem samninga á milli formanna fjórflokksins: Ţau eru búin ađ semja um 40% ţröskuld á breytingar á stjórnarskrá, ef mál er umdeilt ţurfa um 90% allra á kjörskrá ađ mćta á kjörfund til ađ fá ákvćđi samţykkt. Ekkert auđlindarákvćđi, Bakki verđur keyrđur í gegn og náttúruverndarlögin verđa ekki lögfest fyrr en eftir í fyrsta lagi eftir ár.

 Ţetta síđasta um náttúruverndarlögin er nú ágćt frétt. 


mbl.is Birgitta mátti ekki segja frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Réttarmorđ í Guđmundar- og Geirfinnsmálum

Ţetta er hiđ ógeđslegasta mál. Kastljósţátturinn gekk alveg fram af mér, og hafđi ég ţó fylgzt međ fréttum fyrr um daginn. Gísli Guđjónsson réttarfars-sálfrćđingur afhjúpađi réttarbrotin og haldleysi játninganna. Yfir 400 daga einangrun Guđjóns Skarphéđinssonar! -- í Bretlandi er hámark einangrunarvistar FJÓRIR dagar! Viđ höfum á ýmsum sviđum veriđ eins og hverjir ađrir steinaldarmenn, sbr. lögţvingađa vönun vangefinna, ţvingađar fósturdeyđingar á vangefnum (veit a.m.k. eitt dćmi; lýsi eftir uppl. um fleiri!), međferđina á börnum í Heyrnleysingjaskólanum, Breiđavíkurmáliđ og framferđi margra barnaverndarnefnda (ágćtlega umfjallađ í bók eftir Pétur Gunnlaugsson lögfrćđing: Utan marka réttlćtis, Rv. 1993).

Vesalings mennirnir, Sćvar blessađur (sá eini ţeirra sem ég ţekkti) og hinir. Ţeir eiga allir skiliđ ađ fá uppreisn ćru. Allir eiga ađ teljast saklausir, unz sekt er sönnuđ, og hér er engin sekt sönnuđ, jafnvel ekki tengsl ţeirra viđ Geirfinn!

Hvađ er ađ okkur ađ láta ţetta líđast áratugum saman og horfa á eftir tveimur ţeirra í gröfina, áđur en nokkuđ er ađ gert? Skammizt ykkar nú, ţriđja flokks dómsmálayfirvöld, og beriđ fram ykkar afsökunarbeiđni, Hćstiréttur getur riđiđ á vađiđ, ţví nćst borgardómur, ţá lögregluyfirvöld, ađ ógleymdum ţeim ráđherrum sem hafa ţverskallazt viđ ađ taka upp máliđ aftur. 


mbl.is Fordćmalaus einangrun sakborninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afvegaleiđandinn Carl Bildt fer međ fleipur

Ţvílíkt rugl í Carli Bildt, í viđtali hjá Esb-vćnum Silfur-Agli, ađ telja fullveldi Íslands styrkjast viđ inntöku í Evrópusambandiđ!!! Ţá fengjum viđ tvö ný yfirţing í öllum okkar lagasetningarmálum, og í hvert sinn sem í milli bćri milli laga ţađan og laga frá Alţingi, ţá yrđu ESB-lögin látin ráđa. JÁ, EINMITT ŢAĐ STENDUR Í ŢEIM AĐILDARSÁTTMÁLUM, SEM NÚ ŢEGAR ERU TIL OG SORGLEGA FÁIR NENNA AĐ KYNNA SÉR – HALDANDI AĐ AĐILDAR-"SAMNINGUR" SÉ EITTHVAĐ SEM KOMI EKKI Í LJÓS FYRR EN EFTIR "SAMNINGA"VIĐLEITNINA!!


Herjólfur hringsnýst í hafnarmynninu! 1,1 milljarđs sanddćlingarkostnađur á hverju kjörtímabili héđan í frá!

Landeyjahöfn var sennilega vitlausasta framkvćmd Íslandssögunnar og heldur áfram ađ safna útgjöldum sem óţörf hefđu trúlega orđiđ, ef fariđ hefđi veriđ ađ ráđum stađkunnugra og hún gerđ um 10 km vestar eđa í Sigluvíkurlandi. 

Menn ćttu ađ skođa ţessa frétt í Morgunblađinu sl. fimmtudag, 21. marz:   20 Laugardalshallir af sandiMyndskeiđ

Ţar upplýsir Egill Ólafsson blađamađur, ađ ... 

  • Frá ţví ađ rekstur Landeyjahafnar hófst áriđ 2010 er búiđ ađ dćla um 650 ţúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni. Viđ gerđ hafnarinnar voru fjarlćgđir um 400 ţúsund rúmmetrar af sandi. Samtals eru ţetta yfir milljón rúmmetrar en ţađ jafngildir sandi sem nćgir til ađ fylla 20 Laugardalshallir. 

Ennfremur (leturbr. mín): 

  • Í forsendum fyrir hönnun Landeyjahafnar var alltaf reiknađ međ ađ áfram ţyrfti ađ dýpka höfnina. Reiknađ var međ ađ dćla ţyrfti um 30 ţúsund rúmmetrum á ári sem myndi kosta um 60 milljónir árlega. 2011 og 2012 var dćlt samtals 548 ţúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni. Kostnađur viđ dýpkun ţessi tvö ár nam samtals 542 milljónum.  

Ţetta yrđi um 1,1 milljarđur á hverjum fjórum árum framvegis. Sannkölluđ Kleppsvinna! Hver á svo ađ bera ábyrgđ á ţessum ákvörđunum? Verkfrćđingar? Alţingismenn? Hverjir réđu úrslitum um ţetta óheppilega stađarval?

Augljóst er, ađ ţetta slćr öll ábyrgđarleysismet norđanmanna vegna Vađlaheiđarganga! Og hvađ myndi ný Landeyjahöfn kosta?!

Ekki er ţetta heldur uppörvandi um nýtinguna:

  • Höfnin er lokuđ um 120 daga á ári
  • Frá ţví ađ Landeyjahöfn var opnuđ í júlí 2010 hefur höfnin lokast á hverjum vetri vegna sandburđar. Voriđ 2011 tókst ađ opna höfnina 4. maí, í fyrra var höfnin opnuđ 5. apríl og í ár tókst ađ opna hana 19. mars. Í upphaflegum forsendum var byggt á ţví ađ Herjólfur gćti ekki nýtt höfnina í um 18 daga á ári, en síđan höfnin var opnuđ hafa frátafir veriđ um 120 dagar á ári.

Sjá annars nánar í fyrrnefndri frétt hins sama Egils Ólafssonar blađamanns, sem og í nýrri Mbl.is-frétt hans um straumavandamáliđ viđ hafnarmynniđ (tengill neđar).


mbl.is Straumar valda Herjólfi erfiđleikum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju aftur, Vilborg!

Mađur hlakkađi ţó til ađ hlusta á ţögn auđnarinnar ... Myndbandiđ er fínt, en eftir lýsingu Aarons Lindsau af ţví, hve erfitt hafi veriđ ađ ná réttu hljóđi, sem ţó hafi tekizt, verđur mađur fyrir vonbrigđum međ hávađann á myndbandinu. En Vilborg er hetja, í ţví sem hún afrekađi á Suđurskautslandinu og líka í sínu mikla átaki fyrir kvennadeild Landspítalans.
mbl.is Myndađi Vilborgu ađ skíđa burt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Keflavíkurflugvöllur: Stćrsta gjöf frá upphafi vega til Íslendinga

Keflavíkurflugvöllur var stćrsti herflugvöllur heims, er hann var vígđur 1943. Hinn 25. október 1946 GÁFU Bandaríkjamenn okkur ţennan afar verđmćta flugvöll, auk ţess ađ annast hér ókeypis landvarnir Íslands nćstu 60 árin!

Höfđum viđ gríđarlegar tekjur af starfsemi Varnarliđsins hér á landi, vinnu ţar, sölu ţjónustu, rafmagns og heits vatns og verktakastarfsemi. Ţar ađ auki nutum viđ velvildar Bandaríkjastjórnar í sambandi viđ viđskipti okkar vestanhafs, m.a. fyrir Loftleiđir. Er mjög náiđ fjallađ um ţessi mál öll í bókum dr. Vals Ingimundarsonar sagnfrćđings.

En ţađ er algerlega í takti viđ brenglađa frétta- og söguritun kommúnista og nytsamra sakleysingja um ţessi mál ađ gera á einhvern hátt lítiđ úr framgöngu Bandaríkjamanna hér á landi. Mćttu ţeir fyrrnefndu sitja uppi međ sneypuna.


mbl.is Sjötugur flugvöllur slćr met
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjá hér hve illan endi ...

... ódygđ og lestir fá. Glćpalýđur, sem ţjónađi harđstjórn Videla valdaránsforseta og herforingjaklíku hans í Argentínu, međ útrýmingu um 20.000 manns á tímabilinu 1976-83, er smám saman ađ skipta um heimili og komast í nokkuđ varanlegan bústađ í fangelsum ríkisins. Ţví fagna ađstandendur og réttlćtissinnar hvar sem er.
mbl.is Dćmdir fyrir glćpi gegn mannkyni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband