Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Vel hćf kona til starfa viđ hliđ ráđherra

Sigríđur Hallgrímsdóttir, nýráđin sem ađstođarmađur Illuga Gunnarssonar menntamálaráđherra, er klár kona, eins og heyra hefur mátt á ÍNN, er formađur Hvatar, félags sjálfstćđiskvenna í Reykjavík, og hefur komiđ víđa viđ í félagsmálum, einkum tengdum menningarmálum (Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska dansflokknum) og er sjálf međ MBA-gráđu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur tekiđ ţátt í stofnun og setiđ í stjórn nokkurra fyrirtćkja. Ţá er hún varaformađur Félags viđskiptafrćđinga og hagfrćđinga. Nánar um hana í fréttartengli hér neđar.

Illugi sjálfur er vel hćfur mađur, međ ýmsa reynslu og hefur m.a. veriđ formađur stjórnar Sinfóníunnar, fyrir utan ađ vera ágćtur píanóleikari. Grasrót Sjálfstćđisflokksins yrđi ţví fegnust, ef Illugi hrindir frá sér og öđrum allri ásókn freistinga um ađ renna ţjóđinni inn í Evrópusambandiđ.


mbl.is Sigríđur ađstođar Illuga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Löggjöf í tvćr gagnstćđar áttir

Ţađ er sem himinn og haf sé milli refsiharđrar löggjafar í Nígeríu o.fl. Afríkuríkjum annars vegar og ţeirrar sem komin er á í 14 vestrćnum ríkjum um hjónabönd samkynhneigđra. Svart og hvítt nánast og međalveginn annars stađar ađ finna, raunar í meirihluta ríkja heims í ýmsu formi til og frá, ţó ţannig, ađ sífellt er tekizt á um ţetta víđa. En um hörkuna í Nígeríu geta menn lesiđ gegnum tengilinn hér fyrir neđan.
mbl.is Hert lög gegn samkynhneigđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glćsileg frammistađa Ingólfs Mt. Everest-fjallgöngumanns

Til hamingju, Ingólfur, og velkominn heim. Ţetta hefur veriđ mikil ţrekraun. Ţakka má hér líka ágćtt viđtal viđ hann sem heyrist fyrir nokkrum dögum í útvarpi. En ljóst er af öllu (t.d. fređna líkinu sem hann gekk fram á á leiđ sinni) ađ ţetta er ekki beinlínis til eftirbreytni fyrir fjölda manns. Fjalliđ hefur tekiđ til sín líf 219 manna frá 1922, m.ö.o. 4,3 dauđsföll fyrir hver 100 skipti sem menn hafa náđ toppnum -- ţar af létust 15 á árinu 1996 einu saman (sjá HÉR).

PS: Ţađ gleymdist ađ nefna ţađ í fréttinni, hve ungur Ingólfur er! Smile


mbl.is Ingólfur Geir kominn heim
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott hjá Giesele Bündchen

... einni fegurstu konu heims: 

  • "Mér finnst ađ konur ćttu ađ vera raunverulegar en ţađ gerist ekki oft nú til dags. Viđ konur erum allar svo ólíkar. Ţađ ófullkomna er ţađ sem gerir okkur einstakar og fallegar.“ 

En sminkiđ og fegrunarađgerđirnar og tízkuviđmiđin, ekki sízt um kjörţyngd, hafa gjarnan ţau áhrif ađ afperónalísera konur, fara langt međ ađ rćna ţćr persónuleikanum, gera ţćr öđrum keimlíkar og nánast dauđar oft í svipbrigđalítilli ásjónu, af ţví ađ ekki sést í neinar ójöfnur ţar fyrir öllu sminkinu (og nú nota ég eitt alhćfingarorđ um ţetta, ţar sem konur hefđu líklega mörg á takteinum Smile ).


mbl.is „Ţađ ófullkomna gerir okkur einstakar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Reynt međ barnalegri pólitík og ţó valdfrekju gagnvart bćndum og ţjóđarhagsmunum ađ njörva ráđamenn viđ "Rammaáćtlun"!


"Rammaáćtlun"?!–––Reynum heldur

í ruslatunnu ađ finna'henni stađ !

Óđalsréttur okkar er seldur

til Íslands náttúru'–––og fyrir hvađ?

Sértrú örfárra' og ekki stórs

afturhalds-fjallgrasatínslu-kórs.

 

 


mbl.is Á annađ ţúsund viđ Stjórnarráđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sćmdarkonan Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir er sá einstaklingur, sem mér hefur sýnzt, ađ oftast hafi veriđ beittur einelti í ţćtti á leiđarasíđu Fréttablađsins, Frá degi til dags. Icesave- og ESB-vinirnir hafa fáa ađra fundiđ sem ţeim hafa ţótt hentugri til ađ gera lítiđ úr á allra handa máta. Vigdís stendur ţeim mun uppréttari eftir en áđur og á alla sćmd skilda fyrir sínar góđu rökrćđur í Alţingi.

Ég styđ Vigdísi í hennar máli gegn huldumanninum sem haldiđ hefur uppi enn grófari ófrćgingarherferđ á hendur henni. Ţađ ţarf ađ stemma stigu viđ slíkum persónuárásum nafnlausra. Ţađ gera einnig Moggabloggarar međ ţví ađ hleypa ekki nafnlausum sjálfkrafa ađ međ ófyrirleitnar athugasemdir um menn og málefni -- slíkt er vel hćgt ađ stemma af međ ţví ađ hleypa ađeins í gegn póstum sem brjóta ekki rétt á mönnum.


mbl.is „Komiđ yfir vitleysingastigiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pétur II Júgóslavíukonungur fćr viđhafnargreftran í heimalandi sínu

Pétur II Karadjordjevic, síđasti konungur Júgóslavíu, í einkennisbúningi konunglega breska flughersins í síđari heimsstyrjöldinni.  Bolsévikar og síđar nazistar og loks aftur kommúnistar léku konungsfjölskyldur Austur-Evrópu grátt. Einn, sem hraktist frá ríkjum, var Pétur II Júgóslavíu-konungur, sem flúđi innrás nazista voriđ 1941, og síđan tók Tító viđ ađ loknu stríđinu og bannađi konunginum heimkomu. Nú fekk hann heiđurs-móttökur, 43 árum eftir dauđa sinn í Bandaríkjunum, og var jarđsetttur í gćr viđ hátíđlega athöfn í St. Georgs-kirkju í Oplenac í Miđ-Serbíu, ađ viđstöddum ćđstu stjórnvöldum ţar og erlendum gestum, en athöfninni sjónvarpađ beint til landsmanna. (Sjá nánar fréttartengil neđar.) 

Peter Ii Karadjordjevic Funeral

Fróđlegt vćri ađ vita, hvort frćndi hans Filippus Edínborgarhertogi komst á ţá athöfn, en hann ber ekki mikla virđingu fyrir ţeim stjórnarháttum sem héldu ţessum löndum í greipum sínum stóran hluta 20. aldar.

Ljótustu ađfarirnar voru vitaskuld viđ keisarafjölskylduna í Rússlandi. Á svívirđilegri morđaftöku hennar, ţar međ taliđ ungum börnum, báru bolsévikar beina ábyrgđ, Lenín ekki undan skilinn. Ţeir voru ekki merkilegri pappír en ţetta siđferđislega, enda helgađi tilgangurinn međaliđ hjá ţeim, kommúnistum um allan heim (Ísland ekki undan skiliđ).

En eftir hrun kommúnismans hafa konungsfjölskyldur ţessara landa notiđ miklu meiri velvildar en marxískir kreddumenn hefđu búizt viđ og einn fyrrum konungur jafnvel veriđ leiđtogi vinsćls stjórnmálaflokks í landi sínu.

En hér má sjá athyglisverđa ćttarblöndu júgóslavnesks höfđingjakyns og úr Svartfjallalandi annars vegar og hinna mektugri furstaćtta Evrópu hins vegar, á ţessu Wikipediu-

ćttartré Péturs II Júgóslavíukonungs

Alfred-sachsen-coburg-gotha.jpg Viđ ţetta má bćta, ađ sá Alfređ (hér á mynd), hertogi Saxlands, Coburg og Gotha (fađir 'Marie of Edinburgh', móđurmóđur Péturs konungs), átti viđburđaríka ćvi (1844-1900). Hann var sonur Viktoríu drottningar og prins Alberts og var ţannig bróđir Játvarđs konungs, sem kvćntist Alexöndru, dóttur Kristjáns IX Danakonungs. Alfređ var kosinn eftirmađur Ottós Grikkjakonungs 1862, en ţáđi ţađ ekki, ađ ráđi móđur sinnar, sem vildi ađ ţann tćki frekar viđ ríki feđra sinna, hertogadćminu ţýzka. Ţađ gerđi hann ađ föđurbróđur sínum látnum 1893, var fyrst í stađ treglega međtekinn af ţegnum sínum, en náđi ţar fljótt vinsćldum. Hann var einnig afar vinsćll, ţegar hann ungur ađ aldri, nýkominn međ hertogatitilinn af Edínborg og eftir ţjálfun í sjóhernum, heimsótti m.a. Ástralíu sem sjóliđsforingi, 1867 og 1868, en í síđari heimsókninni var honum veitt hćttulegt banatilrćđi, međ byssuskoti rétt viđ mćnuna, og mátti tilrćđismađurinn ţakka fyrir, ađ mannfjöldinn tćtti hann ekki í sig, en lögreglu tókst ađ ná honum, og var hann skömmu síđar dćmdur til hengingar. Alfređ fekk góđa hjúkrun (sex hjúkrunarkvenna, sem voru nemendur Florence Nightingale) og náđi sér aftur, en lézt á 56. aldursári.


mbl.is Konungurinn jarđsettur á ný í Serbíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af sviplegu andláti Bosníubjörns

 

Vaskur mađur varđist hér

villidýri örgu,

mćddist ţar í mörgu.

Barg hann sér, en bangsinn er

efni í jarđarför

og aldrei kemst í kör.mbl.is Drap björn međ exi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hér er greinin!

Ţađ er engin spurning, ađ ţessi grein dagsins er eitthvađ sem allir ţurfa ađ lesa, og takiđ líka eftir ţví, hvernig hlutirnir eru sagđir eins og ţeir hafa aldrei áđur veriđ sagđir: Ein og hálf milljón Gyđinga drepin í Ísrael á síđustu 60 árum ...

Innleggiđ sem Guđbjörn Guđbjörnsson gat ekki fengiđ af sér ađ birta

 

Ţessi ágćti söngvari og yfirtollvörđur, auk ţess ađ vera ESB-vinur og frambjóđandi á "Lýđrćđisvaktinni", var í vikunni ađ hnýta í "sérhagsmunagćsluliđ" bćndastéttarinnar á Eyjubloggi sínu. Ekki virđist hann ţola innlegg mitt ţar, birtir ţađ ekki ţrátt fyrir ađ ég hafi tvisvar ítrekađ ţađ og er kannski uppsigađ viđ, ađ lesendur sínir fái ađ sjá ţađ, en afrit á ég af ţví, og hér er ţađ:

Eru hagsmunir bćnda “sérhagsmunir” umfram hagsmuni annarra stétta? Er ţér ekki fyrst og fremst í hug, Guđbjörn, eins og “vaktstjóra” ţínum Ţorvaldi, ađ koma Íslandi undir klafa Evrópusambandsins? En réttlćtir ţađ, ađ ţú sért ađ ţessu stređi viđ bćndur? Lćrđuđ ţiđ ekkert af kosningunum?

Niđur međ yfirgangsfullt Evrópusambandiđ! Ţađ beitti sér gegn okkur í Icesave-málinu og enn gegn makrílveiđum Íslendinga í ţeirra eigin fiskveiđilögsögu – og ekki er valdfrekja ESB gagnvart ýmsum ESB-ţjóđum til ţess ađ auka traustiđ … og evran hefur glatađ tiltrú: ć fleiri ţjóđir frábiđja sér hana:  http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1298367/

Svo er allt á hćgfara niđurleiđ ţarna vegna umsnúnings aldurskúrvunnar, sjá t.d. ţessa nýju frétt frá sjálfu Ţýzkalandi, draumalandi ţínu: ‘Erkibiskupinn í Köln varpar sprengju inn í háborg vćrukćrra stjórnmálamanna’ http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1299507/

En hafđu ţađ nú gott. Smile 

Hvađ var svona hrćđilegt viđ ţetta innlegg mitt?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband