Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Erum viđ međ öllum mjalla í múslima-málunum?

"Fyrirhuguđ moska á ađ standa viđ endann á gömlu Suđurlandsbrautinni á áberandi stađ. Hún gćti orđiđ eitt af helztu táknum borgarinnar." Formađur Félags múslima "gerir ráđ fyrir ađ hún blasi viđ ţeim sem keyri niđur Elliđaárbrekkuna" ... 800 fm ađ stćrđ. Ţetta kemur fram í Rúv-frétt um máliđ.

Kirkjur eru í ýmsum löndum islams, en bannađar í fáum einum. Í engu ţeirra yrđi ţó leyft ađ byggja stóra kirkju nánast viđ innkeyrslu í höfuđborgina á áberandi stađ, eins og hér í ţessu tilfelli, nćst eftir ađ menn aka fram hjá stóru merki borgarinnar utan viđ Elliđaár. Og hvađa lóđ er hér um ađ rćđa? Hafa borgaryfirvöld leyfi til ţessarar ráđstöfunar hennar?

Félag múslima hefur međ ýmsum hćtti komiđ sér vel hér á landi, Sverrir Agnarsson formađur er hinn mćtasti mađur, eins og ég ţekki af áratuga löngum kunningsskap og ţjóđin af ţví ađ hafa heyrt til hans í fjölmiđlum. Salmann Tamimi, samstarfsmađur hans, vill einnig vera öfgalaus í sínum málflutningi, ţótt ekki standist allt sem hann lćtur frá sér fara, s.s. í viđtali á Útvarpi Sögu nýlega, en ljóst ţó, ađ ţetta eru hvorki wahabítar né salafistar! En kannski er reynt ađ draga úr sérstöđu islams til ađ auđvelda ţessum söfnuđi ađ fá hér lóđina.

Furđulegt er, ađ wahabítum var leyft ađ gera Ými viđ Öskjuhlíđ ađ mosku, en kaupféđ fekk sá róttćki söfnuđur frá ríkum wahabíta í Saúdí-Arabíu, og a.m.k. ímaminn ţar mun vera á launum ţađan.

Og svo skrifar Pétur Björgvin Ţorsteinsson djákni endemis-ofurlíberal fjölmenningarrugl í Fréttablađiđ í dag, mann svimar nánast af ađ lesa ţađ sem hann lćtur sér detta í hug í allar ótrúlegar áttir, m.a. um hugmyndir sínar ađ "gerast" múslimi einn dag, ţjónn kristninnar eins og hann á ţó ađ vera.

Ekki vantar, ađ ýmsir hafa skrifađ öfgakennt um ţessi mál í hina áttina nýlega. Ţađ réttlćtir ekki, ađ viđ missum hér fótanna. Risa-moska á ekki heima á ţeim stađ sem henni er valinn viđ Suđurlandsbraut, ţar sem hún blasir viđ ferđamönnum til borgarnnar. Lágmark er ađ spyrja borgarbúa ađ ţessu í atkvćđagreiđslu.


mbl.is Mýturnar um múslima
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Herra Sunami bođar fagnađarerindiđ og nćr ţremur milljónum á fund viđ sig

Ţađ gerist ekki á hverjum degi, ađ ţrjár milljónir manna safnist saman á útifund, en sú var ţó raunin í gćr, ţegar "ţrjár milljónir pílagríma fögnuđu [Franz] páfa á strönd í Rio de Janeiro í Brasilíu ţar sem hann messađi" á lokadegi Brasilíuheimsóknar sinnar. (Tilvitnun í Mbl.is, sem hefđi mátt segja miklu nánar frá athöfnum og bođskap páfans.)

Augljóst er, ađ hann vekur ţar gífurlega athygli, enda ekki ađ ástćđulausu. Daginn áđur lét hann nánast sprengju falla međ skekjandi gagnrýni sinni á brasilíska biskupa fyrir ađ gefa sig ekki ađ hinum fátćku og fjarlćgu – prestar eigi ekki ađ loka sig inni í sínum helgisiđahúsum, heldur koma út á međal fólksins og leita hinna týndu til ađ frelsa ţá – ella hverfi ţađ fólk til annarra kirkna, evangelískra (mótmćlenda), eins og gerzt hefur í allmiklum mćli í Brasilíu og víđar í latnesku Ameríku.

Í sjálfri Róm eru ţeir farnir ađ kalla hann Sunami – "flóđbylgjuna", svo ákafur er hann í endurnýjunarbođun sinni. 


mbl.is Ţrjár milljónir fögnuđu páfa í Rio
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snćđum hrefnukjöt!

Vćliđ í hvalaskođunarfyrirtćkjum er orđiđ býsna ţreytt. Nú vilja ţau eigna sér allan Faxaflóa, en hann er geysistór og engin ástćđa fyrir hvalaskođara ađ láta svona. Ţeir kenna hrefnuveiđimönnum um ađ fćrra sést af hval, en veiđi fimm hrefna á mánuđi getur ekki valdiđ ţví, ađ ţćr hrekist af Faxaflóa. Hins vegar eru daglegar hvalaskođunarferđir út á flóann sennilega ţónokkrar á hverjum slíkum túristabáti, og ţađ er miklu líklegra til ađ fćla hvalina burt, hvađ sem Ómar Ragnarsson fullyrđir um Húsvíkinga, en ţeir hafa stundađ ţetta lengur og gera ţađ e.t.v. međ varkárari hćtti.

Ég stend alveg međ Sigurđi Inga Jóhannssyni í ţessu máli, enda var ákvörđun fyrri ráđherra fremur nýleg og var ekki ástćđan fyrir vexti ţessara skođunaferđa í mörg ár ţar á undan.

Viđ eigum alveg ađ geta veitt hrefnu eins og Norđmenn, ţeir veiđa margfalt meira af henni en viđ, og hrefnukjöt er prýđismatur, rétt matreiddur, og hvet ég menn aftur til ađ kaupa sér ţetta kjöt fátćka mannsins, ţađ fćst t.d. frosiđ í Bonus.


mbl.is Hvalveiđar ekki réttlćtanlegar á Faxaflóa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Uppreisnarástand á ný í landi faraóa

Ástandiđ er hrćđilegt í Kaíró, höfuđborg Egyptalands, yfir 100 fallnir, flestir almennir borgarar, í átökum öryggissveita viđ mótmćlendur í nótt og í morgun.

  • Ađ sögn lćkna á sjúkrahúsi í Kaíró eru fleiri en 1500 manns slasađir eftir átökin, margir mjög alvarlega. (Mbl.is.)

Vonandi er ástandiđ í landinu ekki ađ fćrast í átt til ţess sem er í Sýrlandi, en ekki spái ég ţví ţó, egypzki herinn rćđur sennilega vel viđ ástandiđ, en bćđi lýđrćđissinnar og islamistar vinna ţó gegn herforingjastjórninni sem hrifsađi til sín völdin ţegar hún undi ekki lengur viđ meiri óró í landinu. Hörkuađferđir hennar bođa ţó ekki varanlegan friđ.


mbl.is Blóđbađ í Egyptalandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórfrétt um rússneskt vodka frá Kanada?

Ekki var ţetta stórfrétt, um nokkra bari og krár í Vancouver ... Og af hverju var ţá ekki miklu fremur mótmćlt vegna nýfallins 5 ára fangelsisdóms yfir einum leiđtoga stjórnarandstöđunnar í Rússlandi? Honum var ţó stungiđ inn, en engir samkynhneigđir hafa lent ţar á bak viđ lás og slá vegna kynhneigđar sinnar, en tveir eđa ţrír erlendir fréttamenn voru ţó handteknir og sleppt međ smá-sekt vegna meintrar tilraunar ţeirra til hugmyndaáhrifa á fólk í ţeim efnum.
mbl.is Sniđganga rússneskt vodka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hanna Birna Kristjánsdóttir - ekki mitt tóbak í stjórnmálum

Ekki lízt mér á stefnu Hönnu Birnu í jarđasölumálum, hún virđist gera sér far um ađ ţókknast Evrópusambandinu langt umfram nauđsyn og vinnur međ ţessu verki sínu í átt til ţeirrar ESB-međvirkni sem ég hafđi hana grunađa um, en löngum hefur hún ekki viljađ láta menn ná fangstađar á sér um ýmis mál. Ekki úttalađi hún sig skýrt gegn Icesace-svikasamningunum, en lét undir lokin á sér skilja, ađ hún hefđi ţar sjálfstćđa skođun, ólíka flokksforystunni, og var ţađ ódýr ađferđ.

Nú er hún ennfremur ađ brjóta niđur varnir Ögmundar gegn jarđakaupaáformum Nubos hins kínverska, og er ţađ illa fariđ af hennar hálfu.  

  • Í minnisblađinu kemur einnig fram ađ innanríkisráđherra hyggist endurskođa reglur um rétt útlendinga til ađ öđlast eignarétt og afnotarétt enn frekar.

Ţetta bendir í hina sömu átt. Ćtla Framsóknar-ráđherrar ekki ađ setja henni stólinn fyrir dyrnar? Litla trú hef ég á Bjarna Ben. í ţeim efnum, ţótt sá hćfileikamađur geri vitaskuld ekki allt rangt eđa illa í stjórnarathöfnum sínum!

Verđur allt falt hjá ţessari ríkisstjórn? Hvađ ţá um fullveldiđ? Ćtlar hún ađ standa gegn lymsku-tilburđum Árna Páls o.fl. í stjórnarandstöđunni um stjórnarskrárbreytingar, sem í bágbornum hugsanaheimi evrókrata snýst um allt ţađ sem verđa má til ađ liđka fyrir fullveldisframsali og innlimun í Evrópusambandiđ? 

Vćri ţessu fólki ekki nćr ađ yfirfara samninginn um Evrópska efnahagssvćđiđ? Aldrei hef ég séđ neinar tölulegar sannanir fyrir ţví, ađ viđ höfum hagnazt á honum í heildina taliđ.*  Verjendum fyrirbćrisins skal ennfremur bent á, ađ ţađ var vegna hans sem viđ 1) ákváđum mepđ lítilli forsjá einkavćđingu ríkisbankanna, 2) lentum í mestu hremmingum vegna EES-samningsvarinna útrásarćvintýra ófyrirleitinna bankamanna sem ollu okkur miklum álitshnekki og höfđu sín áhrif til ađ meirihluti fyrirtćkja á kauphallarmarkađi hrundi og ótaldar ţúsundir misstu ýmist eignir eđa atvinnu.

* Samkvćmt athugunum bćđi dr. Hannesar Jónssonar og Ragnars Arnalds höfđum viđ á árunum rétt fyrir 2000 ekki haft neinn heildargróđa af ţessum EES-samningi.


mbl.is Nemur reglugerđ Ögmundar úr gildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Plottiđ sem "stjórnlagaráđ" tók ađ sér ađ framkvćma

Plottiđ var ţetta: ađ hiđ ólöglega skipađa* "stjórnlagaráđ" fćri svo langt út fyrir jafnvel ţađ umbođ sem lagabrjótandi, naumur ţingmeirihluti í ţingsal vildi veita ţví (og ţó ekki helmingur hinna 63 ţingmanna), ađ almenningi yrđi ţađ nánast um megn ađ komast yfir allt plaggiđ og flókiđ og blekkjandi** innihald ţess, enda er ólíklegt, ađ stór hluti ţeirra, sem mćttu á kjörstađ, hafi lesiđ plaggiđ frá orđi til orđs í sínum 114 greinum; og lítt mark er takandi á slíkri kosningu!

"Stjórnlagaráđ" (SR) var gagntekiđ af sjálfsblekkingu um eigiđ ágćti og köllun, en stjórnlagaţing átti í reynd ađ gera takmarkađar breytingatillögur, enga allsherjaruppstokkun á stjórnarskrá. Ţar ađ auki var ţađ falskt af SR-mönnum ađ réttlćta eigin verk međ ţví, ađ ţjóđfundurinn 6. nóv. 2010 hefđi gefiđ ţví línuna.

Í 1. lagi gaf ţjóđfundurinn STJÓRNLAGAŢINGINU (en ekki SR) línuna. Í 2. lagi ítrekađi ţjóđfundurinn margfaldlega, ađ eitt ađalhlutverk stjórnarskrár vćri ađ verja fullveldi landsins. En evrókrataliđ Ţorvaldar Gylfasonar og ađrir andvaralausir viđhlćjendur fagurgala hans virtu ţađ einskis og bjuggu til billega 111. grein međ fullveldisframsalsheimild, ţótt ađeins naum 50,002% atkvćđa í fásóttum kosningum myndu standa ađ ţví !!!

Á sama tíma bjó ţetta vonlausa liđ svo um hnútana í sinni 67. gr., ađ ţjóđin fengi EKKI neitt tilkall til ţess ađ afturkalla ţjóđréttarskuldbindingar sem veittar hefđu veriđ valdaklíkunni í Brussel, Strassborg og Lúxemborg yfir okkar lögum, framkvćmda- og dómsvaldi !!

Ragnar Ţórisson hefur stađiđ sig vel í umrćđu um ţetta mál á nýlegri vefslóđ á Eyjunni, og ég er innilega sammála glöggu innleggi Fannars Hjálmarssonar frá Rifi*** í ţví samhengi.

Svo dirfast evrókratar eins og Árni Páll Árnason til ađ höfđa til ţessa marklausa plaggs hins ólögmćta "stjórnlagaráđs"! 

* http://www.dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/

** Jafnvel 111. grein stjórnlagaráđs var sett fram í silkimjúkri blekkingardulu međ áróđurskenndum hćtti (stóralvarleg fullveldisframsalsheimild sem látin var líta sakleysislega út og sögđ "í ţágu friđar og efnahagssamvinnu"!!!).

*** Tek mér bessaleyfi til ađ vitna í ţađ innlegg Fannars hér: "Garđar, ţađ var ekki kosiđ um nýja stjórnarskrá í ţessum kosningum í vetur. Lastu ekki kjörseđilinn og hvađ á honum stóđ? Ţarna var veriđ ađ spyrja um einstaka ţćtti sem fólk vildi ađ yrđu hafđir í nýrri stjórnarskrá og hvort nota ćtti vinnu stjórnlaga[ráđs] viđ gerđ nýrrar stjórnarskrár. Ţađ var hvergi spurt um einstök atriđi úr ţessari stjórnarskrá beint eđa hvort hún ćtti ađ fara óbreytt inn sem gildandi stjórnarskrá. Ţeir sem halda ţví fram lásu ekki kjörseđilinn og merktu greinilega viđ eins og ţeim var sagt ađ gera."


Fórnarlambsvćđing guđlastara sem beitir sér gegn takmörkun fósturvíga, jafnvel eftir 20. viku međgöngu

Hér er ţví slegiđ upp í ţýddri frétt, ađ ćsingamađur hafi fariđ fram úr sjálfum sér og kallađ 14 ára stúlku "hóru" vegna ţátttöku í grófri mótmćlaađgerđ. Sú ađgerđ er hins vegar guđlast. Málstađur ţessa mótmćlafólks er ekki beysinn, ađ reyna ađ standa vörđ um ţá aflögđu, ofurfrjálslyndu löggöf í Texas sem heimilađi fósturdeyđingar eftir 20. viku međgöngu. Demókratar á ríkisţinginu beittu sér af hörku gegn lagabreytingu sem binda átti enda á ţessa vansćmd, tókst ţađ um tíma mđ málţófi, en ekki á endanum, og nú er lífsréttur viđkomandi ófćddra barna tryggđur ţar eftir 20. viku međgöngu.

Ţađ er eins og hver önnur smjörklípa hjá "liberal" blađamönnum í Ameríku ađ gera veđur út af ţví, ađ einhver einn, ódćmigerđur og fádćma-ókurteis gagnrýnandi hinna "líberal" mótmćlenda hafi ráđizt sérstaklega á viđkomandi stúlku. Allt er nú reynt – og ţessu slegiđ upp sem frétt!

Ég vil vísa til nýlegra greina um ţessi Texas-mál á vefsíđu Lífsréttar, lifsrettur.blog.is, m.a. ţessarar: Demókratar reyna međ ofríki ađ koma í veg fyrir lífsvernd 20 vikna fóstra og eldri!


mbl.is 14 ára stúlka kölluđ hóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nýfćddur prinzinn heldur heim á leiđ

Sćlleg eru ţau, foreldrar nýfćdda prinzins, ţegar ţau halda til Kensington Palace međ hárprúđa sveininn, og ekki hefur Kate ófríkkađ viđ fćđinguna. Til hamingju, Bretar!

Sjálfur var ég svo stríđinn ađ blogga um ţetta fyrir fram og gaf barninu ţar nafn, einu hinu frćgasta úr enskri sögu, ţótt fáum öđrum detti ţađ í hug, og hefur ţađ ţó veriđ gefiđ ýmsum prinzum af Sachsen-Coburg und Gotha-ćttinni, ţeirri sem móđgađir Bretar í fyrri heimsstyrjöld ákváđu ađ kalla The House of Windsor, eins og vćri hún ensk, en ţýzk er hún! (ţýzkur var Prince Albert, "the Queen Consort", mađur Viktoríu drottningar).

Sjálfir eru ţeir Prince Charles, William og sá litli, ásamt höfđingjanum Filippusi, hertoga af Edínborg, allir af dönsku konungsćttinni komnir, í beinan karllegg af Kristjáni okkar níunda, sjá nánar HÉR í pistli mínum (líka HÉR!).

En HÉR er ţađ sem ég gef litla snáđanum nafniđ prinz Arthúr. En hverjir eru ţá riddarar hringborđsins -- ekki ţó hann David Cameron? Nei, svo slćmt er ţađ ekki, en helztu Icesave-bandíttarnir úr Westminster (unnamable here) eru ţađ heldur ekki, sem betur fer, og vonandi ţokast nú Bretland í átt til meira réttlćtis í uppvexti ţessa litla prinz, augasteins föđur síns og móđur.


mbl.is Héldu heim međ prinsinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meiri háttar ávinningur al-Qaída

Ţađ er ekki lítiđ mál, ađ á bilinu 500 til 1000 fangar sluppu úr íröskum fangelsum í dag eftir harđskeyttar, margra klukkustunda árásir á Abu Ghraib- og Taij-fangelsin. Međal sloppinna munu dauđadćmdir hryđjuverkamenn úr al-Qaída. Ekki verđur félegt ađ fá ţá aftur í baráttuna!

  • Sprengjuvörpur voru notađar viđ innrásina í fangelsiđ [einnig níu sjálfsmorđssprengjur sprengdar viđ Taij-fangelsiđ]. Nokkrir tugir manna féllu í árásinni, ţar á međal 20 öryggisverđir og 41 fangi. Árásin er sögđ vera verk hryđjuverkamanna. (Mbl.is.)

Greinilega eru írösk stjórnvöld of berskjölduđ fyrir árásum til ađ geta stađizt slíkt ţaulskipulagt áhlaup. A-Qaída hafđi einmitt hótađ ţessu, ennfremur lýst ţví yfir, ađ drepa beri dómara, fangaverđi og löggćzlumenn. Og eins og ljóst er af nýlegum hryđjuverkaárásum í landinu, m.a. mannskćđri sjálfsmorđssprengjuárás inni í mosku, er langt í frá, ađ tekizt hafi ađ tryggja öryggi landsmanna. Á sama tíma halda ţó góđir hlutir áfram ađ ţróast ţar líka.


mbl.is Hundruđ fanga sluppu úr fangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband