Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Af mannréttindabrotum Kínverja gagnvart ófćddum börnum, mćđrum og fjölskyldum ţeirra

Nýjasta samantekt mín (ţennan föstudag) er hér: Grimmdarleg harkan í einsbarnsstefnu kínverskra stjórnvalda afhjúpuđ í Fréttatímanum. En ţetta fannst "frjálslyndum" og vinstri mönnum sennilega alls ekki standa ţví fyrir ţrifum, ađ Íslendingar sćktu Ólympíuleikana í Peking, ţótt ţeir hamist núna gegn för ráđherra okkar á vetrarólympíuleikana í Sotsí í Rússneska sambandslýđveldinu vegna langtum fáfengilegri hluta!

6:3 í útvarpsráđi :) Ofanígjöf evrókrata "Spegilsins"

Ég sýtti ţađ hér í haust, ađ stjórnarmeirihlutinn á Alţingi virtist ađeins ćtla sér 5 af 9 útvarpsráđsmönnum. Nú fagna ég ţví, ađ ţeir verđa 6 af 9.

Vinstri menn hafa löngum taliđ sig eiga hvert bein í Rúvinu, "Spegillinn" ţar er dćmi um slíkt, og fćr hann verđuga ofanígjöf fyrir hlutdrćgni og ESB-ţjónkun í leiđara Morgunblađsins í dag, eins og ţar er sýnt fram á međ ýmsum dćmum um misnotkunina á ţessum ţjóđarfjölmiđli, sem Ríkisútvarpiđ á ađ heita. (Heimsmynd Spegilsins - Spegillinn birtir iđulega undarlega mynd af veruleikanum.)

Spegillinn speglar ekki neitt nema sjálfsmynd vinstri sinnađra starfsmanna Fréttastofu Rúv. Ţetta eru ţeir hinir sömu sem ítrekađ beittu sér gegn hagsmunum landsins í Icesave-málinu međ fréttatúlkun sinni og í andstöđu viđ meirihluta ţjóđarinnar jafnt sem lagalegan rétt okkar.

Međ sex af níu fultrúum í útvarpsráđi mun vinstri mönnum ţar veitast erfiđara en ţeir ćtluđu ađ bregđa fćti fyrir ţćr umbćtur í Efstaleiti, sem enn eru greinilega nauđsynlegar.


mbl.is Ný stjórn Ríkisútvarpsins kosin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kúgunar- og yfirgangseđli ESB sýnir sig

Evrópusambandiđ er enn viđ sama heygarđshorniđ gagnvart smáríkjunum í NV-Atlantshafi, sýnir enga iđrun vegna fyrri tilhćfulausu ćsingamennsku um meinta útrýmingu makrílstofna, heldur flaggar nú beinum HÓTUNUM, af ţví ađ niđurstađa samningaviđrćđna um makrílveiđar var ţví ekki ađ skapi.

Viđ ćttum ađ standa ţétt viđ hliđ Fćreyinga í ţessu máli og koma ţví til skila til Brussel, ađ viđ höfum nú séđ hiđ rétta eđli ţess kúgunarbandalags og ćtlum ađ minna landsmenn hér reglulega á ţá stađreynd, ađ ţetta sama Evrópusamband skipađi nokkra fulltrúa í gerđardóm haustiđ 2008 sem DĆMDI okkur Íslendinga seka og gjaldskylda í Icesavemálinu! -- ţvert gegn lögum auđvitađ! -- jafnvel ESB-tilskipuninni (og í ţessum vitlausa gerđardómi tók ESB-dómstóllinn í Lúxemborg ţátt!), og ţvert gegn ţjóđarhag hér og ţjóđarinnar rétti.

Ţađ er löngu kominn tími til ađ ráđamenn okkar úttali sig hátt og hressilega gagnvart ţessu ómerkilega kúgunarfyrirbćri í Brussel. 


mbl.is Hótar refsiađgerđum vegna markrílsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđisflokkurinn er hrapađur niđur í 25% í borginni; nýir frambođskostir greinilega opnir

Stórfrétt dagsins í Mbl. er ekki, ađ "Björt framtíđ" fengi 29,3% og 5 fulltrúa, heldur hrap Sjálfstćđisflokksins. Ađ oddviti "Bjartrar" er = óţekktur, gerir niđurlćgingu ţekktrar forystu Valhallar í Rvík ţeim mun meiri.

Hugsunin er óđara leidd ađ sterku, nýju frambođi međ Davíđ Oddsson í forystu. Honum veittist létt ađ sópa til sín fylgi sem borgarstjóri á árum áđur, málsnjall mađur og farsćll í störfum fyrir borgina.

Í Morgunblađinu um helgina og í dag birtast svo greinar snjallra manna, sem full ástćđa er til ađ vekja athygli á, enda eiga báđir mörgum fremur erindi inn í stjórnmálin. Sá fyrri er Jón Steinar Gunnlaugsson, bridge-félagi Davíđs og fyrrverandi hćstaréttardómari, öflugur bókahöfundur á lögfrćđisviđi og hafđi ţađ umfram marga umsćkjendur um starf í Hćstarétti ađ koma úr almennum málafćrslustörfum fremur en dómstólakerfinu eđa akademíu HÍ, en var ţó reyndar ţegar orđinn háskólakennari í greininni. Pistill hans sl. laugardag, 'Hreinn meirihluti?', var settur fram sem skemmtileg háđsádeila, en athyglisverđ var undirskriftin: "Höfundur er lögfrćđingur međ framavonir í stjórnmálum." Og menn skyldu ekki gera litiđ úr slagkrafti Jóns Steinars og sízt í bandalagi međ öflugasta manni hingađ til í borgarmálunum.

Hinn greinarhöfundurinn, Valdimar Jóhannsson, á afar snjalla og vel rökstudda grein í Mbl. í dag.: Er Mannréttindaskrifstofa Íslands andvíg mannréttindum? Ţar fjallar hann um furđulegt uppáhald Mannréttindaskrifstofunnar á óvenjulegum réttindum múslima hér á Íslandi, ţeim til hagrćđis í vexti ţess samfélags međal okkar, ţvert á ţá stađreynd, ađ múslimaríkin 56 í OIC, Samvinnustofnun islamskra ríkja, hafa neitađ ađ skrifa undir mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna en undirrituđu í ţess stađ áriđ 1990 „Kaíróyfirlýsinguna um mannréttindi innan íslams“. Ţá leiđir Valdimar í ljós međ afar sterkum rökum, hvernig mannréttindi eru víđa fótum trođin í löggjöf islamskra ríkja, og ćttu sem flestir ađ lesa ţessa grein hans. En Valdimar kynnir sig sem mann "á eftirlaunaaldri" og er ţó ekki síđur kröftugur en ungkálfur sem hleypt er út á vorin.

Sjálfstćđisflokkurinn fengi ađeins 4 borgarfulltrúa kjörna nú og ţađ naumlega, međ sín 25%, samkvćmt nýrri skođanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en fekk 33,6% atkvćđa í kosningunum 2010 og 5 fulltrúa. Eftir hörmungarferil "Besta flokksins" sl. fjögur ár er ţetta augljóst og afgerandi fylgishrun Sjálfstćđisflokks og ekki viđ ţađ unandi fyrir flokksmenn hans. Oddviti borgarstjórnarframbođsins, utanbćjarmađur, hefur lítt haft sig í frammi og naut ekki meirihlutastuđnings í 1. sćtiđ í óvenju-fásóttu prófkjörinu. Margir eru ennfremur óánćgđir međ, ađ mađur, sem talinn er of hallur undir ESB-innlimunarstefnuna, verđi ţar foringi flokksins.

Ţá er öllu meiri kraftur í ţeim ţremenningum, sem nefndir hafa veriđ (blálitađir) hér á undan!

PS. Endilega lesiđ ţessa grein sem sýnir pottinn brotinn í rekstri flestra sveitarfélaga, ekki sízt hér í borginni, og bendir í stađinn á tillögur Kristinna stjórnmálasamtaka: Bruđliđ međ fé útsvarsgreiđenda til leikskólanna er yfirgengilegt: Foreldrar greiđa ađeins um 18%!


mbl.is Sjálfstćđisflokkur međ 25%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki byrjar áriđ friđvćnlega

Ţađ horfir víđa ófriđlega í heiminum í byrjun ársins, nú var Suthin Taratin, leiđtogi mótmćlenda í Thaílandi, skotinn í höfuđiđ viđ rćđuhald á pallbíl í Bangkok, og nokkrir sćrđust í árásinni.

Í Úkraínu horfir afar ófriđlega, mótmćlendur ganga ótrúlega langt og forsetinn vís međ ađ berja ţá niđur međ hervaldi hvađ úr hverju, en Rússland og Evrópusambandiđ fylgjast međ, og nú ríđur á, ađ ţađ síđarnefnda fíflist ekki til ađgerđa, hvorki leynilegra né opinskárra.

Ekki hefur ţađ gefizt vel, ađ stjórnarandstađan í Sýrlandi hefur fengiđ gríđarmikiđ af tćknilega háţróuđum vopnum, og bera stuđningsríki hennar ţunga ábyrgđ á afar mannskćđri borgarastyrjöldinni, sem seint virđist ćtla ađ ljúka.

Miklu hćttulegri gćtu "samskipti" Kínverja og Japana reynzt, og ćttu ţeir síđarnefndu ađ láta hinum eftir umdeildar eyjar til ađ halda friđinn, enda er skuld Japana viđ Kínverja og fleiri óhugnanlega mikil, og samt vogar ćđsti mađur landsins sér ađ heiđra herskálka úr seinni heimsstyrjöld. Austur-asískt stríđ er kannski ekki líklegt, enda gćti ţađ orđiđ verra en allt annađ frá lokum seinni heimsstyrjaldar og hćtt viđ, ađ kínverska kommúnistastjórnin yfirbugi fljótt Japana, ef henni gefst tćkifćri til ađ hóta beitingu kjarnorkuvopna; ţađ yrđi ţó ekki fyrr en jarđvegurinn yrđi undirbúinn međ markvissum áróđri innan lands og utan, enda mega Kínverjar ekki viđ ţví ađ verđa beittir viđskiptaţvingunum á alţjóđavettvangi.

Og hér var ađeins tćpt á ţví helzta af ófriđarmálum, en einnig í Afríku, Pakistan og víđar er púđurtunnur ađ finna og hernađur eđa hryđjuverk í gangi, ađ ógleymdu Afganistan og Írak.


mbl.is Leiđtogi mótmćlenda skotinn til bana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einlćgt, íslenzkt og fallegt


Davíđ gegn Golíat: Smáţjóđirnar í NA-Atlantshafi eiga ađ sameinast gegn ofríkisviđleitni ESB-tröllsins

Jón Bjarnason, sem missti ráđherrastól vegna trúnađar viđ fullveldi Íslands, er frábćr í áminningum sínum um árásir ESB á Fćreyinga og er hvergi hrćddur viđ ađ tala um (landhelgis)stríđ sem viđ eigum í viđ ţann Golíat.

Jón var ađ skrifa um ţćr viđskiptaţvinganir Evrópusambandsins gegn Fćreyingum vegna síldveiđa ţeirra, sem settar voru á síđastliđiđ sumar, og hvernig Evrópusambandiđ beitti nú í gćr neitunarvaldi á fundi Alţjóđaviđskiptastofnunarinnar (WTO) "til ţess ađ koma í veg fyrir ađ kćra fćreyskra stjórnvalda vegna málsins yrđi tekin fyrir ţar," eins og segir hér í frétt á Mbl.is (sjá ţar og vefsíđu Jóns). 

Ţetta er ekki ný rós í hnappagatiđ á Evrópusambandinu, heldur enn ein brenninetlan. Og viđ ţekkjum ţađ ekki ađ góđu í makrílmálinu. Fyrst var hamazt á okkur međ upplognum fullyrđingum um ofveiđi, og svo er allt í einu talađ um, ađ veiđa megi langtum meira – en bara ekki viđ, af ţví ađ viđ séum svo ómerkileg skítseiđi og umhverfissóđar! Á sama tíma fá Norđmenn ađ leika sér í draumum sínum um ađ veiđa meira en eina milljón tonna af makríl árlega! En ţá ţegir daman mikla Damanaki!

Brenninetla var ţađ líka – a.m.k. tilraun í ţá áttina – ţegar ţetta sama Ofríkis-ESB skipađi í gerđardóm haustiđ 2008 sem DĆMDI okkur Íslendinga seka og gjaldskylda í Icesavemálinu !!!!!!!!!!!! – ţvert gegn ESB-lögum! –– og svo er okkur ćtlađ ađ treysta framkvćmdastjórn ESB, Seđlabanka ESB og ESB-dómstólnum í Lúxemborg fyrir framkvćmd ESB-laga, en allir ţessir ađilar áttu samhljóđa páfagaukafulltrúa í "gerđardómnum" sem Árni ráđherra Mathiesen hafđi farsćllega vit á ađ neita ađ skipa einn Íslandsfulltrúa í.

Ţađ er ekki veriđ ađ láta ESB-iđ gjalda ţessa í "viđrćđusinna"-herbúđunum. Nei, auđvitađ ekki, enda stóđu ţau sjálf mörg gegn ţjóđarhagsmunum okkar í Icesave-málinu – mikiđ til sama liđiđ og nú vill "fara inn í ESB". Fari ţađ sjálft ţangađ og veri !!


mbl.is Sýni Fćreyingum meiri stuđning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af marxískum háttum og iđrunarleysi

 

Nauđung er mörgum Marxistum í muna löngum,

ađferđum beita ávallt röngum.

 

Ţeirra er hugsun : stéttastríđ. Sú stefna atarna

eigin skipbroti ei má varna !

 

Blóđsúthellingar bolsévika og brćđravígin

sýndu heiminum Satans ţýin.

 

Iđrun mćttu ţeir óđar gera, er aldrei dćmdu

ábyrga ţá hina illa rćmdu* !

21. & 23. jan. 2014; 'muni' = (auđvitađ): hugur

* Lenín, Stalín, Maó, Pol Pot, Kim Il-Sung etc.


Fiskistofa, međ sitt 110 manna lögregluliđ, ađ verđleikum komin undir smásjána

Skv. upplýsingum Ásmundar Friđrikssonar alţm. virđist Fiskistofa hafa misnotađ vald sitt, hagađ sér eins og ríki í ríkinu, međ eigiđ dóms- og lögregluvald nánast, rústađ jafnvel fyrirtćkjum, lánstrausti og ćru manna. Ég er mjög hlynntur hvatningum hans til sjávarútvegsráđherrans vegna ţessara mála (sjá međfylgjandi Mbl.is-fréttartengil).

Og vitaskuld er kvótakerfiđ stórgallađ alveg niđur í rót. Ráđherrann ćtti ađ vinda ofan af ţví í stađ ţess ađ bćta enn ofan á ţađ, en á ţeim síđastnefndu buxunum virđist hann ţó!

Dćmi úr fréttinni: 

  • Nefndi hann nokkur dćmi um rannsóknir Fiskistofu ţar sem húsleit hafi veriđ gerđ án leitarheimildar og gögn gerđ upptćk en lokiđ međ ţví ađ málin hafi veriđ felld niđur og stofnunin orđiđ ađ endurgreiđa sektir upp á tugi milljóna króna međ vöxtum.
  • Rannsókn ţessara mála hafi tekiđ frá tveimur og upp í tćp fjögur ár. Eftir sćti „óverjandi kostnađur, óţćgindi og algjört vantraust.“
  • Slíkar langvinnar rannsóknir og sektargreiđslur sem ţeim hafi fylgt hafi međal annars sett bankaviđskipti ţeirra fyrirtćkja sem í hlut ćttu í uppnám sem og fréttir um ađ ţau ćttu hugsanlega yfir höfđi sér himinháar sektir vegna meintra brota. „Hér má spyrja hvađ ţessar tilhćfulausu rannsóknir, mannorđsmissir og óţćgindi hafi kostađ. Fjölmiđlaumfjöllun ásamt fjölskipuđum dómstóli götunnar hafa hreinlega tekiđ fyrirtćki og einstaklinga „af lífi“ í áralangri međferđ Fiskistofu.“
  • Tilefniđ oftast ábendingar „fólks utan úr bć
  • Ásmundur sagđi tilefni slíkra rannsókna í flestum tilfellum ábendingar „fólks utan úr bć“ eđa símtala sem hafi borist Fiskistofu. Rannsóknirnar vćru síđan kallađar tilviljanatengdar úttektir. „Heimildarlausar húsrannsóknir Fiskistofu á heimilum og vinnustöđum hafa vakiđ athygli fyrir fjölmennt liđ lögreglu og starfsmanna Fiskistofu ţar sem beitt er ađferđum sem líkjast frekar eiturlyfjarannsóknum eđa alvarlegri afbrotum.“ Engar reglur vćru síđan um skil gagna sem gerđ vćru upptćk.
  • Ţingmađurinn lagđi áherslu á ađ opinberar stofnanir sem hefđu almannavald í höndum yrđu ađ ganga fram af hógvćrđ og hafa í heiđri ađ enginn vćri sekur fyrr en sekt hans vćri sönnuđ. Eftirlitsstofnanir ćttu ađ vinna međ fyrirtćkjum en ekki gegn ţeim. Beindi hann ţeirri fyrirspurn til Sigurđar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráđherra hvort hann teldi ástćđu til ađ taka vinnuađferđir Fiskistofu til skođunar, lengd rannsókna, sönnunarbyrđi og mat á upplýsingum utan úr bć. ...

Frábćrt hjá ţér, Ásmundur. Ţađ vantar fleiri svona kjarkmikla menn á ţing.


mbl.is Fyrirtćki tekin af lífi án tilefnis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrikaleg var uppgjöf austurrísku biskupanna 1938

Eigi nennumk at agnúast út í Björn Braga; ţeim mun síđr at verja ummćli hans. 

En nýbúinn var ég ađ lesa í góđri bók, The Hidden Encyclical of Pius XI (1997), um ţađ hve svívirđilega austurrísku biskuparnir kaţólsku brugđust viđ innrás ţýzka hersins 12. marz 1938, sex dögum seinna, međ algerum undirlćgjuhćtti og lofsyrđum, sem Vatíkaninu voru sízt ađ skapi. Hafđi sjálfur erkibiskupinn í Vinarborg, Theodor kardínáli Innitzer, ţremur dögum áđur, 15. marz, gefiđ út slepjulega yfirlýsingu til stuđnings Hitler og ţýzka ríkinu, talađ um, ađ ţarna vćri veriđ ađ koma í framkvćmd "guđdómlegri hugmynd", og hvatt leiđtoga ungmennasamtaka til ađ taka ţátt í ungmennasamtökum ţýzka ríkisins! Sautján dögum seinna hvatti hann til ţess, ađ austurrískir kaţólikkar kysu međ sameiningunni viđ Ţýzkaland, og hann undirritađi jafnvel bréf til annars kardínála, Adolfs Bertram, undir lokaorđunum: "Und Heil Hitler!"

Píus páfi XI var harđur andstćđingur nazista, međ jafn vakandi vitund og hans einarđi samstarfsmađur, Jesúítinn ţýzki Gustav Gundlach, sem hinn 1. apríl 1938 flutti harđa ádeilu í útvarpi Vatíkansins á hugmyndafrćđi ţeirra, sem unnu gegn kristnum hugmyndum í stjórnmálum, og fordćmdi ţar samţykkt austurrísku biskupanna 18. marz. Málgagn páfastóls, Osservatore romano, sagđi ennfremur skýrum orđum 2. apríl 1938, ađ yfirlýsing austurrísku biskupanna "var skrifuđ og undirrituđ án ţess, ađ áđur hefđi nokkurt samráđ né samţykki veriđ fengiđ hjá páfastóli, og hún er alfariđ á ábyrgđ hinna sömu biskupa."

Gundlach hafđi áđur ritađ beinskeytta gagnrýni á Gyđingahatur nazista í ýtarlegri atriđisgrein, 'Anti-Semitismus', í hinu virta safnriti Lexikon für Theologie und Kirche, 1930 (sjá The Hidden Encyclical ..., 47-49). Í maí 1938 var hann látinn vita af ţví, ađ hann yrđi handtekinn af ţýzku ríkislögreglunni, ef hann kćmi aftur til Ţýzkalands. Hann sneri ekki aftur til lands síns fyrr en eftir stríđiđ.

Ţetta eru mjög áhugaverđ málefni, sem ég mun rita um seinna. 


mbl.is Harma ummćli um Austurríki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband