Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Ástćđa til lagasetningar til frestunar verkfalli

Óbilgjarnar eru kröfur flugvallarstarfsmanna um langt yfir 20% launahćkkanir. Hafa ţeir tekiđ ađ sér hiđ gamla hlutverk mjólkurfrćđinga o.fl. sem settu áđur fyrr ţjóđfélagiđ í skrúfstykki til ađ knýja fram launahćkkanir langt umfram sambćrilega ađila?

Hyggjast flugvallarmenn svipta landiđ milljarđa tekjum vegna ferđamannastraums og ráđstefna sem til standa? Vilja ţeir einnig setja ţađ fordćmi, ađ hér verđi almennar launahćkkanir í sama anda og ađ okkar litla verđbólga verđi leyst af hólmi međ gengisfalli og óđaverđbólgu?

Sýniđ ábyrgđ! segi ég viđ ţá, en ella er ekki minni ástćđa fyrir Alţingi til ađ stöđva ţetta en í annarri nýlegri kjaradeilu á samgöngusviđi.

PS. Um ESB-málefni dagsins rćđi ég hér: Ćtlar ríkisstjórnin ađ heykjast á afturköllun ESB-umsóknar vegna flokkshagsmuna?


mbl.is Allt útlit fyrir allsherjarverkfall
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Halldór Halldórsson út úr skápnum: "Ég er ađildarviđrćđusinni"! - Stríđsöxi á loft

Oddviti D-lista í Reykjavík svínar á vilja landsfundar Sjálfstćđisflokks. "Viđ erum alltaf ađ naga ţröskulda í Brussel," segir hann nú, um sig og sveitarstjórnarmenn sem eru međ skrifstofu ţar. "Ég hef viljađ klára viđrćđur og setja samning í ţjóđaratkvćđi," segir hann í viđtali í vikublađinu Reykjavík í dag.

Ćtla mćtti af ţessu, ađ hann hafi ákveđiđ ađ láta slag standa, opinbera ţessa afstöđu sína nú -- ólíkt flóttalegum, ótrúverđugum undanfćrslum hans um máliđ fyrir prófkjöriđ á liđnu ári (sem hann eyddi 2,8 millj. kr. í) -- og ađ mikiđ sé til í ţeim fréttahugmyndum í gćr, ađ ESB-sinnađir hćgri menn (ţó ađallega međ kratafylgi!) hafi boriđ víurnar í Halldór sjálfan og vilji fá hann sem sinn efsta mann á frambođslista í Reykjavík.

Halldór kemst ekki upp međ ţađ ađ reyna ađ blekkja nokkurn mann međ tali sínu um Davíđ Oddsson. Eitt er víst, ađ ekki getur Davíđ kosiđ ţennan mann, ekki frekar en sá sem ţetta ritar. Vćri ég neyddur ađ kjörborđinu og bođiđ upp á einn valkost: ađ krossa viđ D-listann, gćti ég ţađ ekki án ţess ađ strika Halldór Halldórsson út.

En hvernig getur flokki sjálfstćđis hugnazt ţađ ađ óhreinskilnum frambjóđanda í prófkjöri hafi tekizt ađ ná svo langt ađ verđa sjálfur oddviti ţeirra í höfuđborginni, en komi svo fram stuttu fyrir kosningar sem yfirlýstur ESB-ađildarviđrćđusinni?! Fátt, ef nokkuđ, er augljósara skemmdarverk gegn frambođi sjálfstćđismanna.

Ţađ er augljóst, ađ fleiri en framsóknarmenn ţurfa ađ stokka upp sína lista, ef ekki á illa ađ fara. Halldóri Halldórssyni mun hins vegar hćgt ađ treysta fyrir ţví verkefni sínu ađ sprengja sig út úr flokknum, enda ljóst, ađ ekki getur hann hamiđ ESB-áhuga sinn í ţessu vikublađi, Reykjavík. En ţar segir orđrétt:

  • Ađ naga ţröskulda
  • Taliđ berst ađ Evrópusambandinu en Halldór hefur veriđ međal Evrópusinnađri sjálfstćđism[anna]. "Ég hef svosem aldrei sagst vera Evrópusambandssinni, ég er ađildarviđrćđusinni. Ég hef viljađ klára viđrćđur og setja samning í ţjóđaratkvćđi. Ţar verđur ţađ sjávarútvegur sem rćđur hvort ég segi já eđa nei."

Látum ţađ nú vera, ađ ótrúverđugt er í raun ađ tala ţarna um "samning" (ţví ađ ESB sjálft hafnar ţví, ađ umsóknarland geti samiđ sig frá grunnlögum stórveldisins), en ţegar Halldór bćtir ţví viđ, ađ ţađ sé "sjávarútvegur sem rćđur hvort ég segi já eđa nei," ţá eiga sjálfstćđissinnar ekkert öryggi í slíkum orđum ESB-sinna fólgiđ, ţví ađ tímabundna ađlögun gćtu ţeir látiđ sér nćgja auk ţess ađ láta stinga annarri tímabundinni dúsu upp í ţjóđina í stađinn og kallađ "góđan samning" eins og Steingrímur J. gerđi um sinn fyrsta Svavars-svikasamning sumariđ 2009.

Ennfremur er ljóst af orđum Halldórs, ađ hann sér ekkert ađ ţví, ađ Ísland kćmist undir ćđsta lagalegt forrćđi Evrópusambandsins -- ađ lög ţeirra yrđu ćđri landslögum, eins og tekiđ er fram í hverjum nýjum ađildarsáttmála frá ţví á 10. áratug 20. aldar -- t.d. í ađildarsáttmálum Svíţjóđar og Finnlands -- eini fyrirvari Halldórs er sá, ađ um eitthvađ nćđist ađ "semja" í sjávarútvegsmálum. En ţar myndi gamall draumur hinna yfirgangssömu í stjórnkerfi Bretlands og Ţýzkaldands ná fram ađ ganga -- og Frakkar og Spánverjar einnig nýta sér ţar sín tćkifćri (sbr. ennfremur hér: Ráđherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimiđ Íslands "fjársjóđ" og ćtlar Spánverjum ađ tryggja sér fiskveiđiréttindi hér í ađildarviđrćđunum og HÉR!).

Í VINNSLU


Kate Bush - Fýkur yfir hćđir

Allir ţekkja Kate Bush (eđa ţannig) – röddina hennar einstćđu – en hversu yndisleg hún er á ţessum myndböndum, jafnvel ţar sem hún geiflar sig mest, er nćstum of ótrúlegt til ađ vera satt.


Og ímyndiđ ykkur alla ţá orku sem fer í ađ gera ţetta lag og texta viđ gamla sögu og fylla hana lífi og sköpunarmćtti Kate Bush í söng og mynd ... eins og heilli kvikmynd. Ţvílíkur listamađur! Og ţegar viđ komumst ekki yfir ţađ hvađ ţetta er fallegt, er líka allt í lagi ađ tárast.

 

Kate Bush - Wuthering Heights 1978 

 

Ég set textann (lyrics) hér fyrir neđan í athugasemd, en fyrst annađ myndband međ henni ađ syngja sama lag ("rauđa kjóls útgáfan" úti í náttúrunni) –– ótrúlega fallegt og flott og fyndiđ í bland (hún er svo lengi ađ kveđja!):

 


Guđni Ágústsson međ baldursbrána í höndum sér: Hćttur eđa ekki hćttur, that's the question!

Eyjan og Visir.is fullyrđa, ađ Guđni Ágústsson sé hćttur viđ frambođ í Reykjavík. Mbl.is fer varlegar í sakirnar og telur ađ "samkvćmt heimildum [sé] ástćđa ţess ađ fundinum hefur veriđ frestađ sú ađ frambođslistinn er ekki endanlega frágenginn." Ţetta sé ţví hugsanlega fremur spurning um ađra (og trúlega nýja) á listanum heldur en Guđna sjálfan.

  • Á Eyjunni er ţví haldiđ fram ađ Guđni Ágústsson, sem talinn var líklegur til ađ leiđa lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum, sé hćttur viđ frambođ. Ţar segir einnig ađ Guđni hafi tekiđ ţessa ákvörđun í dag og hún hafi komiđ stuđningsfólki hans í opna skjöldu. Á fundinum stóđ til ađ leggja fram nýjan frambođslista vegna borgarstjórnarkosninga í maí. (Ruv.is).

Ég hygg ađ bezt sé ađ bíđa framhaldsins í ţolinmćđi. Ekki er ólíklegt, ađ sú, sem skipađi 2. sćtiđ á listanum, nćst eftir Óskari Bergssyni, hafi gert havarí vegna bođađrar enduruppstokkunar listans og ađ ósćtti hafi veriđ međ ráđamönnum flokksins ţennan síđasta vetrardag, sumir (sérstaklega hin vel gefna, en naumast víđţekkta Guđrún Bryndís Karlsdóttir) jafnvel hafnađ ţví ađ fá Guđna sem oddvita listans. Ţađ má undarlegt virđast, a.m.k. ţeim sem ţetta ritar og fjölmörgum öđrum. Ég spáđi ţví í fyrradag, ađ međ Guđna í öndvegi yrđi fylgi Framsóknar í kosningunum í lok maí nćr 12% en ţeim rúmu 2% sem flokkurinn hafđi á seinni metrum Óskars Bergssonar sem oddvita listans. "Spurningin er ekki, hvort Guđni Ágústsson hefur kraft og getu og kjörfylgi til ađ ná inn í borgarstjórn, heldur hversu marga međframbjóđendur hann tekur ţangađ inn međ sér," ritađi ég.

"Ekki liggur fyrir hvenćr fundurinn fer fram," segir ađ lokum í frétt Mbl.is, sem lokiđ var viđ 39 mínútum fyrir sumarkomu á miđnćtti.

Gleđilegt sumar! og áfram Guđni !

Ţađ dugar ekkert minna til ađ bjarga Reykjavíkurflugvelli.


mbl.is Framsóknarfundi frestađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af bruđli borgarkrata og gnarrista í sjálfa sig

  • "Á kjörtímabilinu hefur kostnađur viđ skrifstofu borgarstjórnar ţrefaldast, fariđ úr rúmlega 160 milljónum í rúmlega 500 milljónir. Fyrir ţeirri hćkkun er engin ástćđa önnur en óábyrg fjármálastjórn og bruđl međ skattfé almennings, enda er sú hćkkun 300 milljónir umfram verđlagsbreytingar á kjörtímabilinu.
  • Skrifstofa borgarstjórnar er bara eitt dćmi af mörgum ţar sem bruđl og óráđsía vinstri meirihlutans hefur gersamlega fariđ úr böndunum."

Svo segir í góđri grein eftir Kristin Karl Brynjarsson í Mbl. í dag: Ábyrg fjármálastjórn í Reykjavík – allra hagur.


Hver ţekkir hvern?

Nýliđi nokkur í stjórnmálum bauđ sig fram í Framsóknarflokki, segist nú ekki ţekkja Guđna Ágústsson, landsfrćgan mann, en reyndar ţekkir enginn ţessa Guđrúnu Bryndísi Karlsdóttur og "allt saman mjög skrítiđ" viđ ţađ, ađ hún hafi komizt í frambođ. 

mbl.is Ekki forsendur til ađ styđja Guđna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta ţá fimmta herdeildin, sú sjötta eđa sjöunda?!

Sveinn Andri Sveinsson, hćstaréttarlögmađur, segist "verđ(a) bara í fótgönguliđinu eins og hefur veriđ." Hann vill nýjan, ESB-sinnađan flokk hćgri manna.

Hann segir "nokkra skörun" vera á milli hópsins og Sjálfstćđra Evrópumanna (hláleg öfugmćli ţar), "en tekur ţó fram ađ ekki sé sjálfgefiđ ađ menn gangi til liđs viđ nýjan flokk ef af stofnun hans verđur," eins og segir hér á Mbl.is.

Gangi allt á afturfótunum hjá ţeim viđ ađ koma fram sínum rotnu "hugsjónum". Ef Sveinn Andri er í liđi međ Brussel-stórveldinu, stendur meirihluti Íslendinga gegn honum.

PS. Endilega lítiđ á ţessa auđlesnu samantekt: Álit marktćks manns um Icesave-máliđ - og: Buchheit vćri búinn ađ kosta okkur 75 milljarđa í beinhörđum gjaldeyri!


mbl.is Sveinn Andri áfram í fótgönguliđinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lítiđ eitt af páskadagskrá Rásar 1

Ţađ er góđ tilbreyting frá sjónvarpi ađ hlusta á ýmislegt gott í dagskrá Rásar 1 um páskana, m.a. fínan ţátt Steinunnar Jóhannesdóttur, rithöf. og leikkonu, um Hallgrím Pétursson ungan (í kvöld), falleg tónverk eins og óperuna Arabellu í gćrkvöldi og leiklestur Karls heitins Guđmundssonar leikara á skáldsögu eftir Jakobínu Sigurđardóttur -- lestur sem gefur manni Karl, ţann hlýja mann og velgefna, á sinn hátt aftur, en ég er einn ţeirra sem syrgja góđan vin ţar genginn.

Lakara ţótti mér ađ hlusta á endinn á viđrćđu Haraldar Ólafssonar mannfrćđings ađ morgni páskadags; sá tók aldeilis neikvćđan pól í hćđina um kristindóminn! Mér varđ ţađ helzt til ađ biđja fyrir honum.

Ekki heyrđi ég útvarpspredikun Agnesar Sigurđardóttur, heyrđi ţó ţá frétt helzta af henni í hádegisfréttum Rúv, ađ hún hefđi minnzt á nýfundiđ fjórđu aldar handrit af "guđspjalli" ţar sem Jesús vćri sagđur hafa veriđ kvćntur. Slíkt nćr engri átt (og slík fantasíurit ţó ţekkt önnur), enda samrýmist ţađ alls engum samtíđarheimildum um hann (öll fjögur guđspöllin eru samantektir 1. aldar manna, samtíđarmanna Jesú).

Frú Agnes nefndi ţetta ekki til ţess ađ taka undir međ handritinu eđa til ađ efast um sinn Krist, en hefđi ţó mátt kveđa skýrar ađ orđi um ţađ, hve traust raunverulegu guđspjöllin eru, andstćtt fantasíufrásögnum apokrýfra rita ýmissa frá öldunum eftir 1. öld.

PS. Vil nota tćkifćriđ til ađ benda hér á stuttan pistil á öđrum vef, Karl Sigurbjörnsson hefur upp raust sína á ný, en ţar fylgir á eftir athyglisverđ umrćđa um áhrif kristindómsins.


Gísli Marteinn fellur á prófinu: greiningarhćfni hans á megin-borgarmálum er lakari en engin

Hann tók upp stefnu vinstri manna um skipulagsmál og flugvöllinn, jafnvel talsmáta ţeirra, talar um „harđasta flokksfólkiđ" í Sjálfstćđisflokki, en margfaldur er ţó vilji borgarbúa međ flugvellinum (73%). Ómar Ragnarsson er gleggri í bloggi sínu, um ţetta viđtal viđ Gísla Martein, sem reynir ţar ađ verja vinstri-stefnumálin!

Enginn vafi er á óvinsćldum and-bílastefnu vinstri manna međ ţeirra eilífu ţrengingum gatna, jafnvel stofnćđa, og međ hrađabungum á ólíklegustu stöđum, bílstjórum og farţegum til óţćginda (einkum bakveikum) og bílunum til áníđslu. Reynt var ađ eyđileggja Hofsvallagötuna, sennilega međ "skilningi" Gísla Marteins, og ţađ sama á viđ um Laugaveg og Hverfisgötu; Mýrargata bíđur einnig lemstrunar af ţessum antibílistum, en ţungaflutningum verđur veitt um Hringbraut, ţar sem er fjöldi íbúa og mikil umferđ yfir götuna vegna skóla báđum megin hennar og stórmarkađa.

Gísli Marteinn Baldursson er á leiđ í leyfi frá RÚV til ađ...  Gísli Marteinn ćtti einfaldlega ađ hćtta sínu blađri – ekkert getur fariđ eins illa međ tiltrú á ţćtti hans og viti hans á málum eins og ţegar hann opnar munninn međ ţessum fráleita hćtti í viđtali viđ Sunnudagsblađ Morgunblađsins.

Fréttaskýrendur og ţáttastjórnendur eiga ţess utan ekki ađ vera ađ réttlćta eigin fyrri afglöp á pólitíska sviđinu. Stađreyndin er sú, ađ ekkert hefur spillt eins fyrir áliti borgarbúa á Sjálfstćđisflokknum eins og aulaleg međvirkni nokkurra borgarfulltrúa hans (Gísli Marteinn međtalinn) međ athćfi vinstri flokkanna. Ţađ er nánast sama hvar boriđ er niđur, allt frá árás gnarrista og ţeirra manna á kristinn siđ í skólum (án ţess ađ D-listamenn gerđu ţađ ađ neinu alvöru-ágreiningsmáli) til Fluggarđa, sem nú bíđa bráđs bana međ blessun GM, Ţorbjargar Helgu og ekki sízt Hönnu Birnu, en ţađ verđur bara upphafiđ ađ eyđingu Reykjavíkurflugvallar, nema viđ grípum hér í taumana.

Hitt er eđlilegt, ađ menn vantreysti Sjálfstćđisflokknum til verksins eftir uppgjöf hans í ţessum málum. Ţess vegna fagna margir ţví ákaft ađ fá Guđna Ágústsson í frambođ fyrir Framsóknarflokkinn. Ţar er ţó mađur sem er reiđubúinn ađ standa međ flugvellinum, hvađ sem raular og tautar, og ţar međ líka međ ţeim 1.100 störfum sem tengjast ţeim vinnustađ.

Og fullveldissinnađir sjálfstćđismenn (allur ţorri flokksmanna) vilja ennfremur ekki sjá ESB-innlimunarsinna eins og Halldór Halldórsson á borgarstjórastóli.


mbl.is Tapa á bílaborgarstefnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hneisa borgarstjóra

Hneisa Jóns Gnarr er ekki lítil. Ég var vegna dóttur minnar niđri á Austurvelli viđ afhendingu jólatrésins í vetur og fannst furđulegt hvernig hann í sjálfumgleđi rćđu sinnar, ađ ţví er virtist, gleymdi ađ gjalda Norđmönnum ţá ţökk sem ţeim bar eđa sýna ţeim annan ţakklćtisvott opinberlega. Vandrćđaleg var konan, sem mćtt var fyrir hönd borgarstjórnar Óslóar, ađ fá engar ţakkir fyrir viđurgerninginn í rćđu borgarstjórans.

Vel má vera, ađ hann hafi reynt ađ vera artarlegri baksviđs eđa fyrir eđa eftir athöfnina, en hitt ţó sjálfsagđara en ţurfi ađ nefna ţađ, ađ honum bar sem fulltrúa borgarinnar ađ sýna fyllstu kurteisi og ţakklćtiskennd á stađnum, opinberlega, frammi fyrir öllum.

Vel má vera, ađ skýringin sé sú, ađ mađurinn sé bara klaufi, en ţá ćtti hann varla ađ vera í ţessari stöđu. Nú virđist sem hann hafi hrint frá okkur Óslóarborg og rofiđ gamla og góđa hefđ, sem stađiđ hefur í nćr tvo ţriđju aldar. Ólíklegt er, ađ viđ fáum fleiri jólatré frá höfuđborg Noregs.

Yfirklór Gnarrs eftir á er aumkunarlegt. Hvorki hann né handvalinn eftirmađur hans geta talizt trúverđugir í ţessu máli né til ábyrgđar fallnir fyrir Reykvíkinga.

Hér er ástćđa til endurbirtingar á bloggi mínu 8. ţ.m.:

Vanţakklćti býđur ekki heim fleiri sendingum dýrra jólatrjáa frá Ósló - og um FLUGVÖLLINN

Eftir ađ hafa séđ og heyrt, hvernig Jón Gnarr gleymdi etíkettunni viđ afhendingu Óslóarjólatrésins í desember sl., međ ţví ađ beina ekki ţakkarorđum ađ fulltrúum Óslóarbúa, kemur mér ekki á óvart, ađ nú hefur sú frétt borizt, ađ Reykvíkingar fái líklega ekki fleiri jólatré ađ gjöf frá vinaborginni Ósló, eins og ţó hefur tíđkazt í 63 ár.
 
Ekki var hitt heldur til ađ hlýja yfirvöldum í Ósló um hjartarćtur, ađ Óslóartréđ var brennt á báli 2009, í "búsáhaldabyltingu" róttćkra og útkallsliđs Vinstri grćnna.
 
Ţannig slíta menn vinskap viđ vinaborgir. Amatörum vinstri flokka var til ţess trúandi.

PS. Og nú eru ţessir vanhćfu antibílistar, chaótistar og óráđsíumenn ađ stefna ađ ţví ađ leggja niđur allt kennsluflug viđ Reykjavíkurflugvöll og á landinu öllu og loka strax á ţessu ári Fluggörđum, sem eru undirstađa margra flugmála í landinu, og hefja nćsta ári niđurlagningu einnar ađal-flugbrautarinnar og byggingu fjölda íbúđa á svćđinu í stađinn, ţvert gegn vilja 73% Reykvíkinga og 82% landsmanna!

Einn međvirki sjálfstćđismađurinn međ ţessu athćfi vinstri flokkanna situr svo yfir innanríkisráđuneytinu, segir bara já og amen í stađ ţess ađ nota rétt ríkisins yfir ţessu svćđi öllu! [Skáletruđu orđunum var bćtt hér viđ.]


mbl.is Jólatréđ ratar í erlenda miđla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband