Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2015

Hlaupiđ ekki á ykkur, strákar! Reikniđ kostnađinn og finniđ mestu ţörfina!

Flóttamannavandi knýr á víđa, í Úkraínu, Afríku, Miđ-Austur­lönd­um og víđar, jafnvel (á ESB-kerfiđ) í Evrópu. En hvar er neyđin sárust? Međal kristinna undir kúgun Ríkis islams og Boko Haram, ekki í Evrópu!

Ţađ á ekki ađ vera hlutverk ríkis­stjórnar Íslands ađ hjálpa til ađ bjarga Brussel-bandalaginu fyrir horn. Hér er nefnilega um sjálfskapađan vanda ESB ađ rćđa, fyrir utan hin erfiđu vandamál flóttafólksins. En vandi ţess er lítill miđađ viđ lífshćttu hinna kristnu, og til ţess ber okkur fyrst og fremst ađ hugsa og skeyta ţví engu, af hvađa kynţćtti fólkiđ er.

Viđ ţurfum einnig ađ vera raunsć, vera viss um ţađ fyrir fram, ţegar viđ ćtlum okkur einhverja ađgerđ, ađ viđ höfum í raun efni á henni. Jesús sagđi okkur ađ "reikna kostnađinn" (Lúk.14.28), tekur sem dćmi mann, sem ćtlar sér ađ reisa turn, eđa konung sem fer í hernađ til ađ berjast viđ annan konung – báđir ţurfi fyrir fram ađ gera sér grein fyrir kostnađinum, svo ađ ţeir lendi ekki í algerum vandrćđum (Lúk.14.28–32).

Ekki örlar á slíkri fyrirhyggju hjá sumum, hvort sem ţeir stinga upp á ţví, ađ viđ tökum viđ 750 flóttamönnum á ári (vanhugsađur stjórnarmađur í Reykjavíkur­deild RKÍ gerđi ţađ), síđan fór Árni Snćvarr ađ nefna töluna 1600–1700 manns (hlutfallslega sambćrilega viđ ţađ, sem Svíar taka inn á ţessu ári) og loks einhverjir bjartsýnisseggir á Facebók sem tala um ađ taka viđ 5000 manns hingađ!

Ríkisstjórn Íslands ber ađ huga ađ ţessu máli af rósemi og taka hvorki ákvarđanir til ađ ţókknast Evrópusambandinu og tilćtlun eđa vćntingum ţess (eins og ţessi sama ríkisstjórn gerđi međ svo ófarsćlum hćtti í Úkraínumálinu) né ábyrgđarlausar ákvarđanir án ţeirrar fyrirhyggju ađ reikna út kostnađinn, miđađ viđ hvern flóttamann hingađ ađ međaltali, vegna ţarfa hans og ađlögunar nćstu árin.
 
Norđmenn hafa reiknađ ţetta út hjá sér. Ţar er ađ vísu hćrra verđlag en hér, en ţeir reikna međ 120 milljóna króna kostnađi á hvern flóttamann. Ţá hafa Danir einnig reiknađ út kostnađinn. Ađ hyggja ađ honum er ekki ađ vera á valdi peningahyggju, hvađ ţá ađ vera kaldlyndur gagnvart flóttafólki, heldur er ţađ skylda okkar ađ kanna, hvađ viđ getum á komandi mánuđum og misserum og hverju viđ viljum fórna, ţví ađ ekki sitjum viđ á neinum digrum olíusjóđi eins og Norđmenn (sem ţó eru ađ komast í vandrćđi núna, einkum vaxandi atvinnuleysi, vegna hríđfallandi verđs olíu). Og viđ ćtlum ekki ađ hleypa ríki og sveitar­félögum í stórskuldir einu sinni enn. Hvar á ţá ađ skera niđur á fjárlögum og í útgjöldum sveitarfélaga? Eđa hvađa nýju sköttum eru hinir miklu mannvinir ađ stinga upp á til ađ leysa fjárhagsvandann, ţ.e. hin gífurlegu nýju útgjöld vegna innflytjenda? Skortur er nú ţegar á leiguhúsnćđi, til dćmis ađ nefna.
 
Talan, sem Árni Snćvarr nefndi út í bláinn (1600-1700 manns), fćli í sér 192 til 204 milljarđa ný útgjöld á ţessu ári og nćstu árum samanlagt, ef matstölur Norđmanna giltu hér. Vilja menn stinga upp á niđurskurđi í skólum landsins eđa á spítölunum? Í lífeyri aldrađra og öryrkja? Fćkka ríkisstarfsmönnum verulega, sem og hjá borginni (veitir reyndar ekki af í borginni, einkum hjá flokka­gćđingum í velferđar­geiranum, ţrátt fyrir samdrátt ţar í ţjónustu*) og í öđrum sveitarfélögum?
 
PS. Um ađstođ viđ múslima ritađi Vilhjálmur Eyţórsson á sína Facebók:
Fyrst og fremst á ađ vísa ţeim til trúbrćđra sinna í Sádí-Arabíu og víđar viđ Persaflóann. Ţar vita menn ekki aura sinna tal og vandalaust ađ taka viđ milljónum flóttamanna.
Sjálfur hef ég tjáđ mig öđruvísi um ţau mál:

Tökum hér viđ kristnum mönnum. Ţađ auđveldar báđum ađilum (nýbúum og okkur) ađlögun. Múslima getum viđ svo styrkt til ađ fá góđa úrlausn í búsetu- og atvinnumálum í múslimalöndum, međ fjárstuđningi viđ ţá ţangađ. Ţađ kostar örugglega ekki nema ţriđjung eđa fjórđung af ţví, sem sambćrileg hjálp kostar hér á landi; ţannig er ţá unnt ađ hjálpa mun fleiri en ella.

Raunar eru ţađ ekki sízt BANDARÍKI Obama, sem ćttu ađ standa undir ţessum kostnađi; ţađ voru ţau sem međ stuđningi viđ uppreisnaröfl stuđluđu einna mest ađ hörku og framlengingu ţess borgarastríđs, sem nú hefur heimt til sín líf hátt í eđa yfir 300 ţúsunda manna og hrakiđ 3,9 milljónir úr landi.

Viđ höfum í stöđu okkar ekki efni á neinum verulegum byrđum vegna ţessa fólks og ber engin extra-skylda til ađ hjálpa einmitt ţessu fólki (frekar en flóttamönnum í öđrum álfum) vegna ţeirrar tilviljunar ađ ţađ hefur leitađ í lönd Evrópusambandsins. Sambandiđ sjálft ber líka mesta ábyrgđina á ţví ađ hafa landamćragćzlu sína eins og raun ber vitni. (jvj.blog.is)

Ennfremur bćtti ég viđ á Facebók:

Međ tali mínu um úrlausn fyrir múslima í húsnćđis- og atvinnumálum á ég viđ, ađ fjárframlög verđi send til ađ hćgt verđi ađ byggja upp fyrir ţá ný heimili og helzt í öđru múslimalandi en Sýrlandi. Ţetta ţarf ađ gera međ samkomulagi og samstarfi viđ stjórnvöld í ţví nýja búsetulandi.

 
* Virđulegur borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var t.d. nýveriđ ađ henda út 15 heimilislausum mönnum úr húsnćđi á vegum borgarinnar á Granda.

mbl.is Ráđherranefnd um flóttamenn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćlisleitendamál: Gjá milli ţings og ţjóđar?

Spurt var á vef Útvarps Sögu í fyrradag til gćrdagsins: "Ert ţú sammála nýju frumvarpi um flóttamenn og hćlisleitendur?" Niđurstađan var athyglisverđ, miđađ viđ órofa samstöđu ALLRA 6 ţingflokkanna um ţetta mál!

539 atkv. voru greidd. JÁ sagđi 31 (5,8%), hlutlausir voru 11, en NEI sögđu 497 eđa 92,2%! Greinilega eru mjög margir ósáttir viđ hugmyndir um ađ koma miklu losi á ţessi mál og brjóta niđur takmarkanir gegn hröđum innflytjenda­straumi, fyrir utan, ađ frumvarpiđ mun stórauka kostnađ ríkisins af ţessum málum öllum. Ţess munu ýmsir lögfrćđingar njóta á fullum töxtum, en naumast ţjóđin. En munu ráđamenn landsins nokkurt mark taka á vilja almennings í málinu?

Frá hádegi í gćr fram undir kl. 11.55 í dag er spurt: "Telur ţú ađ Evrópu­sambandiđ geti tekiđ á flóttamannavandanum?" -- Menn biđu forvitnilegra niđurstađna, en ţćr eru komnar: JÁ sögđu 13,8%, hlutlausir 1,3%, en NEI sögđu 84,9%! Alls tóku 377 ţátt í könnuninni.

PS. Ég tengdi ţennan pistil inn á Facebók mína, og ţar átti Sigurđur Ragnarsson, mjög glöggur álitsgjafi, ţessa athyglisverđu athugasemd, sem margir mćttu líta til og láta sér verđa hvöt til athafna án tafar, ţví ađ fresturinn til ađ senda athugasemdir viđ ţetta um 400 blađsíđna skjal er ótrúlega skammur, til 6. september. En Sigurđur ritar:

"Ef samstađa í nefnd og á ţingi er mikil, eins og virđist vera, ţýđir kannski lítiđ ađ koma međ einstakar breytingatillögur viđ svo langt frumvarp. Ţótt fáeinar yrđu ađ einhverju leyti teknar til greina, yrđi frumvarpiđ varla nógu gott. Mér sýnist ţetta geta stefnt í undirskriftasöfnun, til ađ knýja fram ţjóđaratkvćđi."


Vinaţjóđir? - Ekki Bretar, heldur Fćreyingar og Pólverjar, jafnvel Rússar fremur en Bretar!

ESB-ríki hafa margsinnis unniđ gegn ţjóđahagsmunum Íslands. Ţađ gerđu Bretar og V-Ţjóđverjar snemma í landhelgisstríđunum. Rússar brugđust ţá viđ löndunarbanni Breta (vegna útfćrslu okkur úr 3 mílum í fjórar!) međ ţví ađ kaupa af okkur mikiđ magns fisks. Bretar sendu hingađ ţrívegis heilar flotadeildir herskipa, sem beittu sér harkalega til ađ vinna gegn útfćrslu landhelginnar í 12, 50 og 200 mílur (nánar hér: Á ekki ađ standa međ vestrćnum "vinaţjóđum"?! = http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1934351/).

Bretar skelltu á okkur hryđjuverkalögum áriđ 2008! Ţeir kröfđust einnig af okkur óheyrilegs fjár vegna Icesave-reikninga einkabanka – krafa ţeirra og Hollendinga, sem reyndist ekki á rökum reist! Evrópusambandiđ studdi Breta og Hollendinga á ítrekađan og mjög ófyrirleitinn hátt í ţví máli.* 

En í makrílmálinu vildi ESB ţröngva okkur til ađ fá ađeins tvö til ţrjú prósent veiđikvótanna í NA-Atlantshafi og hótađi okkur löndunarbanni ella! (Fćreyingar fengu slíkt bann!)

Svo tala sumir kjánar um ESB sem hrósvert fyrirbćri fyrir okkur Íslendinga – og jafnvel um Breta sem sérstaka vinaţjóđ Íslendinga!! (sjá t.d. Mbl. í dag, grein eins Valhallar-taglhnýtingsins). Og Ómar Bjarki Kristjánsson, eilífur augnakarl á vefsíđum, er auđvitađ eins og fyrri daginn gersamlega úti á túni í ţessum málum, enda einstaklega lagiđ ađ tala helzt sem oftast gegn hagsmunum Íslands. En fyrir ţađ fćr hann "lćkin" frá öđrum evrókrötum á vefsíđum vinstri manna, ekki vantar ţađ!!!

En ég legg til, ađ ţeir lesi ţessa grein: Ţađ var ţá helzt - ađ viđ gćtum "treyst á Bretland sem bandamann"! 

* Sjá  ţessa grein á Fullveldisvaktinni: ESB vann beinlínis gegn íslenzkri ţjóđ frá upphafi til enda í Icesave-atganginum - viđurkennt af áhrifamönnum hér! – og ađra grein hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/984861/ - og ţá ţriđju hér á vef Ţjóđarheiđurs: http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1303006/


Ofurfrjálslyndisfrumvarp um hćlisleitendur á sama tíma og upp úr sýđur á Ţýzkalandi vegna ţeirra mála

Ţjóđverjar hafa lent í ćrnum og vaxandi innanríkisvanda eftir ađ vitnađist ađ 800-900 ţúsund útlendingar munu flýja ţangađ í ár. Ţannig launast í raun ESB-ríkjum fyrir ađ hafa lagt liđ sitt uppreisnaröflum međal arabískumćlandi ţjóđa, bćđi í Norđur-Afríku og Sýrlandi, međ hvatningu og í reynd. Eflaust var sá stuđningur vel meintur hjá mörgum, veriđ ađ hjálpa hinu "arabíska vori" frelsis­ins ađ verđa ađ veruleika. En illa hefur ţađ gefizt í reynd, dauđatollurinn orđinn hár, t.d. bara í Sýrlandi hefur hátt á ţriđja hundrađ ţúsund manns misst lífiđ, stór hluti húsa í rúst og til orđiđ stćrsta flóttamannavandamál samtímans. 

Og nú gerist ţađ, í beinu framhaldi af síauknum flóttamannastraumnum, ađ hóp­ar hćgriöfga­manna baula og hrópa ókvćđisorđ ađ Ang­elu Merkel, kanzl­ara Ţýzka­lands, ţegar hún t.d. heim­sótti miđstöđ fyr­ir flótta­menn í aust­ur-ţýsku borg­inni Heidenau. Og of­beld­i hefur fylgt mót­mćlunum.

Um 200 manns bauluđu á Merkel og hrópuđu međal ann­ars ađ henni „Svik­ari, svik­ari“ og „Viđ erum lýđur­inn“ en Sig­mar Gabriel, varak­ansl­ari Ţýska­lands, lýsti öfga­hćgri­mót­mćl­end­un­um sem „lýđ“ ţegar hann heim­sótti borg­ina á mánu­dag. Ţá flautuđu marg­ir öku­menn á Merkel ţegar ţeir óku fram hjá eins og öfga­hóp­ar höfđu hvatt fólk til ađ gera á sam­fé­lags­miđlum fyr­ir heim­sókn henn­ar. (Mbl.is)

Ţađ eru engar líkur á ţví, ađ úr mótmćlum öfga­hćgri­manna dragi; hitt er líklegra, ađ ađrir hópar telji sér einnig nauđsynlegt ađ beita sér í ţessum málum, međ kurteislegri hćtti ţó, en af fullri alvöru.

Nýtt frumvarp um Útlendingastofnun og málefni hćlisleitenda

Ţetta er nú skyndilega orđiđ eitt forgangsmál hér á Íslandi, međ samstöđu allra flokka. Ekki veit ţađ á gott! Frumvarpiđ, ef ţađ verđur ađ lögum, mun fjölga mjög innflytjendum hér (hćlisleitendum og alvöru- og uppgerđar-flóttamönnum) og stórauka kostnađ okkar vegna ţeirra enn meira hlutfallslega –– og gefa fjölskyldum ţeirra erlendis svo líka fćri á ađ sameinast ţeim hér.

En ŢJÓĐIN HEFUR EINSKIS VERIĐ SPURĐ í ţessu máli, ekki frekar en í Ţýzka­landi. Ţar á ofan er einstaklingum, stofnunum og samtökum gefinn sáralítill tími til ađ senda Alţingi athugasemdir viđ um ţetta 300 blađsíđna frumvarp og greinargerđ um máliđ, ađeins til 6. september! Og stórundarlegt var ţađ af Hönnu Birnu ađ velja Óttar Proppé sem formann nefndarinnar sem samdi frumvarpiđ -- meint ávísun var ţađ á ofurfrjálslyndi fyrirhyggjulausra.

Međal breytinganna í frumvarpinu er sú ađ hćtta ađ nota orđiđ "hćlisleitandi". Um ţađ segir Björn Bjarnason, fv. dómsmálaráđherra, á vefsíđu sinni, Bjorn.is, í dag:

"Ţví er međal annars boriđ viđ ađ ţetta sé gert ađ erlendri fyrirmynd. Hér skal dregiđ í efa ađ erlendis eđa í ESB-rétti séu áform um ađ ţurrka út hiđ gamalgróna orđ asyl sem er hćli eđa griđastađur á íslensku. Hvers vegna í ósköpunum skyldi orđiđ ţurrkađ út úr lögum? Fyrir ţví eru einfaldlega engin efnisleg rök."

Ţađ er undarlegt mál, ef hérlendis eigi ekki ađ draga lćrdóma af innflytjenda­málum Skandinavíu, sem valda ţar ekki ađeins gríđarlegum útgjöldum vegna ađlögunar og lítillar atvinnuţátttöku margra nýbúa úr arabaheiminum, en einnig pólitískum óróa sem ógnađ getur hófsömum stjórnmálastefnum ađ ţrífast ţar sem skyldi. Björn Bjarnason bendir á, ađ "innan ráđandi ríkja í ESB, Ţýskalands, Bretlands og Frakklands, vex ţeirri skođun fylgi dag frá degi ađ herđa beri reglur til ađ sporna viđ straumi ólöglegra innflytjenda." En ...

"„Ţýskaland er segull fyrir flóttamenn,“ segir í Frankfurter Allgemeine Zeit­ung og ađ ţetta megi međal annars rekja til galla á útlendinga- og hćlis­lög­gjöfinni ţar sem skilin milli ţeirra sem beri ađ veita ađstođ og hinna sem hafa ekki ţörf fyrir hana hafi horfiđ." (Bjorn.is)

En hér á landi virđist ţingnefndin einmitt stefna ađ einhverri slíkri "lausn" mála sem felur í sér, ađ lítil eđa engin formleg skil verđa á milli raunverulegra neyđartilfella og annarra, ţar sem viđkomandi umsćkjendur eru einfaldlega ađ leita sér betri lífskjara.

En hér veđjar Sexflokkurinn á sitt vitlausa hross, rétt eins og í viđskiptastríđs-málinu, ţar sem fulltrúar allra ţeirra flokka í utanríkismálanefnd samţykktu ađ halda áfram ađ beita Rússa refsiađgerđum, sem kosta ţó okkur sjálfa um 35 milljarđa króna í töpuđum viđskiptum!

Athyglisverđ lokaorđ Björns Bjarnasonar, ţar sem hann segir, "ađ niđurstađa útlendingalaganefndarinnar hafi varla getađ komiđ fram á óheppilegri tíma hér á landi ef í henni felst ađ slaka á kröfum og gera skilyrđi vegna hćlisleitenda og afgreiđslu umsókna ţeirra óljósari."

Greinilega vantar nýja fjöldaflokk í landiđ, sem er reiđubúinn ađ koma vitinu fyrir hina međvirku, fyrirhyggjulausu húsráđendur í stjórnarráđinu og viđhlćjendur ţeirra í öđrum flokkum.


mbl.is Baulađ á Merkel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bókmenntafrćđingur tekinn á beiniđ vegna Úkraínu- og fiskimála sem hann ćtti ekki ađ koma nálćgt

Guđmundur Andri Thorsson, sjálfur af ćtt auđmanna sem fénađist af útgerđ, ţolir ekki, ađ níu af hverjum tíu Íslendingum eru andvígir ţeirri stefnu stjórnmála­stéttarinnar (já, og gervalls Sexflokksins, međ undantekningum örfárra ein­staklinga) ađ keyra í gegn viđskiptabann á fiskinnflutning til Rússlands. Úr ţví ađ ţjóđin er á móti ţessu, talar GAT einfaldlega um hana í ESB-Fréttablađi sínu sem "ómarktćka".

En hvenćr var GAT sjálfur marktćkur um alţjóđastjórnmál og hag ţjóđarinnar? Var ţađ ţegar hann studdi Icesave-svikasamningana ítrekađ? Ekki skrifađi ţjóđin upp á ţađ –– og ţađ var hún sem hafđi rétt fyrir sér, ekki hann, skv. lagalega grundvölluđum úrskurđi EFTA-dómstólsins.

Ţegar Sovétmenn lögđu undir sig Afganistan frá og međ jólum 1979 til 1989, ţá sögđu vinstri menn hér ekkert – ţađ var kannski helzt ađ ţeir kvörtuđu yfir ţví, ađ Bandaríkin o.fl. ríki sniđgengu Ólympíuleikana í Moskvu 1980! Ţađ var ekki gert af Íslands hálfu, og Evrópusambandiđ lagđi ekki á neitt viđskiptabann!

Í Afganistan-stríđi Sovétmanna féllu á bilinu 1,5 til 1,6 milljónir manna, og 5-6 milljónir flýđu land. Í vćringunum í Austur- og Suđur-Úkraínu hafa falliđ um 6.800 manns á báđa bóga. Úr Úkraínu hafa a.m.k. 730.000 manns flúiđ frá ársbyrjun 2014 (og ekki sízt flúiđ loftárásir Úkraínuhers á austurhéröđin) ... og HVERT? Jú, til RÚSSLANDS! En til annarra stađa í Úkraínu hafa 117.000 manns flúiđ. (Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Ukraine#2014.E2.80.9315_unrest_in_eastern_Ukraine)

Ţykja GAT ţetta í alvöru sambćrilegir atburđir? Afganir voru ţó fullvalda og sérstök ţjóđ, en Krímskaginn byggđur Rússum ađ 58,5% (Úkraínumenn ţar ađeins 24%). Engin mótspyrna hefur veriđ gegn endursameiningu Krímskagans á ţví svćđi sjálfu.

Ef GAT ţótti ekki ástćđa til viđskiptaţvingana viđ Sovétríkin 1979–89, hvađ rekur hann ţá til fylgis viđ ţćr nú gagnvart Rússlandi? ... annađ en fylgispekt hans viđ Evrópusambandiđ, sem ítrekađ hefur ţó beitt sér harkalega gegn íslenzkum ţjóđarhagsmunum (og eins Fćreyingum).

Menn ćttu svo ađ hafa ţađ hugfast, ađ af 44,3 milljónum Úkraínumanna eru Rússar 17,3% (um 7,7 milljónir); rússneskumćlandi Úkraínumenn eru 29,6%, en 67,5% tala úkraínsku.

GAT gleypir viđ áróđri Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, en um vonda samvizku ţeirra getur hann lesiđ hér í innleggi mínu á eftir grein Ţrastar Ólafssonar: http://www.visir.is/enginn-er-eyland/article/2015150829488

Og studdi GAT kannski loftárásir Frakka o.fl. á Líbýu rétt eins og Össur Skarphéđinsson og Katrín Jakobsdóttir? Var ţađ ađ virđa fullveldi og líf Líbýumanna? Var hann kannski hlynntur íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi, sem á stóran ţátt í hörmungum landsmanna ţar (á bilinu 220–320.000 manns fallnir) og mesta flóttamannavandamáli samtímans?! – Skítt međ afstöđu GAT í ţví máli, sér hann ţađ samt ekki sem hrćsnisfullt af vesturveldunum, sem stóđu fyrir ţessu mannfjandsamlega bráđrćđi, ađ gagnrýna svo Rússland, sem ber ekki einu sinn sökina á falli allra ţessara 6.800 í Úkraínu? Og veit hann ekki einu sinni af ţví, ađ nú er vopnahlé í landinu? Á samt ríkisstjórninni ađ líđast ţađ ađ vinna um 1.000 sjómönnum okkar ţađ mikla tjón ađ spilla makríl- og lođnutekjum ţeirra? En jarm hans og rangtúlkanir gegn útgerđarfyrirtćkjum er ekki svaravert.

Hvernig er ţađ annars međ ţennan GAT, styđur hann kannski fríverzlunar­samning pólitísks bandamanns síns Össurar Skarphéđinssonar viđ harđstjórnar- og nýlenduveldiđ Kína? Heldur GAT, ađ á 2. hundrađ eđa fleiri munkar í Tíbet hafi brennt sig til bana í andófinu á ţessari öld gegn kúgunarvaldinu af ţví ađ ţeir hafi veriđ ađ gera ađ gamni sínu? Hefur hann heyrt af slíkum mótmćlum Krímbúa gegn sameiningu landsins viđ Rússland?


mbl.is „Ţetta eru ekki refsiađgerđir“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Breytingar í ađsigi á útlendingalögum?

"Newspeak" er ein "lausn" ţingnefndar undir formennsku Óttars Proppé sem fjallar um útlendingalög. Hćtt verđi ađ tala um "hćlisleitendur" og flóttamenn (orđ sem stenzt ekki um marga meinta flóttamenn). "Ţess í stađ verđi talađ um alţjóđlega vernd og um­sćkj­anda um alţjóđlega vernd."

Frum­varpiđ fel­ur í sér heild­ar­end­ur­skođun á nú­gild­andi lög­um um út­lend­inga og er stefnt ađ ţví ađ leggja frum­varpiđ fram á kom­andi haustţingi. Frest­ur til ađ skila at­huga­semd­um til inn­an­rík­is­ráđuneyt­is­ins er til 7. sept­em­ber. (Mbl.is)

Greinargerđ um máliđ er á ţriđja hundrađ síđur, segir Óttarr í viđtali á Rúv, ţegar ţetta er ritađ, ţannig ađ mikil vinna bíđur ţeirra, sem vilja senda athugasemdir viđ frumvarpiđ, sem virđist fela í sér ýmsar róttćkar breytingar. M.a. er ćtlunin ţarna ađ tryggja ríkisfangslausum vernd ...

Óttarr vill ađ löggjöf okkar verđi "í takti viđ nútímann" o.s.frv. Er ţá meiningin ađ fćra hana nćr t.d. norskri og sćnskri löggjöf og ástandi mála í ţeim löndum?!


mbl.is Hćtti ađ tala um hćlisleitendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţađ ekki "sjálfsmorđstilraun stjórnmálamanna" ađ stuđla ađ innflutningsbanni Rússa á íslenzkan fisk?!

Ţađ var frábćrt af Kára og Ísl. erfđagreiningu ađ gefa ţjóđinni jáeindaskanna, sem liđsinnt gćti 2.000 veikum árlega. Hitt afleitt ađ mćla međ ţeirri stórskađ­legu pólitík ađ gera ţađ til ţókknunar USA og Evrópusambandinu ađ vinna svo hart gegn Rússum, ađ ţeir hafa skellt viđskiptabanni á íslenzkar sjávarafurđir, á sama tíma og ţeir stórauka innflutning sinn á fiski frá Fćreyjum og Grćnlandi! Erum viđ í alvöru ađ ţykjast heilagri í framan en ţćr ţjóđir?

Og hvenćr var ţađ sem viđ tókum trú á ţau "princíp" sem ţetta siđbyltingarliđ talar um: Gunnar Bragi, Árni Páll, Björn Bjarnason, Unnur Brá og fleiri, ađ ógleymdum Kára Stefánssyni? Hver gaf ţeim umbođ til ađ hrifsa sumarhýruna af sjómönnum, sem eru megin-hjálparhella fjölskyldna sinna og sveitarfélaga?

Eitt er víst, ađ ekki verđur ţađ stjórnmálastéttinni til álitsauka ađ taka í ţessu máli afstöđu gegn ţjóđarhagsmunum og ţađ af engum fullgildum ástćđum og alveg án vonar um ađ fá ţví framgengt sem hún ćtlar sér! A.m.k. ein skođana­könnun gaf ţađ til kynna, ađ 9 af hverjum 10 vćru andvígir ţátttöku okkar í ţessum viđskiptaţvingunum, og samt vilja ţingmenn flestir halda ţessu áfram (til eilífđarnóns?!).

Fari svo, ađ lítiđ ávinnist til ađ ná hlutdeild í öđrum mörkuđum fyrir lođnu, makríl o.fl. fisktegundir sem Rússar hafa keypt fram undir ţetta, ţá mun reiđi almenn­ings ekki láta á sér standa og ţessi "sjálfsmorđstilraun stjórnmálamanna" sýna "árangur" sinn í nćstu kosningum.


mbl.is „Sjálfsmorđstilraun stjórnmálamanna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vanrćkt kostnađarmat og stjórnarskrárbrot

Bjarni Ben. og Gunnar Bragi báđu EKKI um mat á afleiđingum ţeirra viđskipta­ţvingana sem til stóđ ađ fara út í; ábyrgđin er ríkis­stjórn­ar­innar allrar. Kostnađar­mats er leitađ um jafnvel smávćgileg lagafrumvörp, hjá sérfróđum í fjármálaráđuneyti. Var ţađ ekki sjálfsagđasta mál í ţessu tilviki?!

Nei, nei, ţessum mönnum virđist hafa veriđ alveg sama eđa flotiđ sofandi ađ feigđarósi ţjóđarinnar í ţessu máli og láta nú eins og ţeir geti ekkert viđ ţví gert, ţeim sé bara vorkunn ađ ţví ađ hafa varpađ fyrir borđ hagsmunum sjómannastéttarinnar og stórs atvinnuvegar, sem lagt hefur út í miklar fjárfestingar til ađ sćkja aflann og vinna hann svo vel til manneldis, ađ međ ţví tókst ađ tvöfalda afurđaverđiđ.

Máliđ er jafnvel enn alvarlegra, stjórnskipulega séđ, ţví ađ ég hef leitt ađ ţví skýr rök, ađ ţessi stjórnarákvörđun hafi veriđ STJÓRNARSKRÁRBROT, sjá hér: http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1930403/ -- í örstuttu máli: Bera bar ţessa óneitanlega mikilvćgu stjórnarráđstöfun upp fyrir forseta landsins í ríkisráđi, skv. 16. grein stjórnarskrárinnar, og ráđherrafund bar ađ halda um svo mikil­vćgt stjórnarmálefni (skv. 17. stjórnarskrár-greininni), og í 19. grein sömu gildandi stjórnarskrár segir: "UNDIRSKRIFT FORSETA ÍSLANDS undir löggjafarmál eđa stjórnarerindi veitir ţeim gildi, er ráđherra ritar undir ţau međ honum". Vanrćksla viđ ţessi fyrirmćli stjórnarskrárinnar er ekkert minna en ... STJÓRNARSKRÁRBROT. Vilja alţingismenn, sem unnu eiđ ađ stjórnarskránni, verja slíkt?

Og aftur ađ kostnađarmatinu, sem vanrćkt var, okkur öllum til bölvunar: Var öllum ţessum sćg embćttismanna í fjármálaráđuneytinu og öđrum ráđuneytum um megn ađ reikna ţetta út? Ekki fá ţeir lítil launin, sem ćttu ađ vera í ţágu ţjóđarinnar! Og ef ráđherrarnir sofa á verđinum, hvađ ţá um alla ţessa tuttugu ađstođamenn, sem ţeir hafa (međ heildarlaunakostnađ á ársgrundvelli 203,7 milljónir króna ariđ 2014): ber ţeim ekki ađ vinna vinnuna sína og ráđa stjórnvöldum heilt? Ađstođarmenn Sigmundar Davíđs voru t.d. í fyrra međ 64,3 milljónir á ári -- Hverju skiluđu ţeir af sér í okkar ţágu í ţessu máli?

Ţađ hefđi betur fariđ á ţví, ađ Fćreyingar, međ sína litlu stjórnsýslu, hefđu fengiđ ađ ráđa hér stefnu Íslands. Nú hagnast ţeir á afglöpum og stjórnleysi ráđamanna á Íslandi og hafa aldrei selt meira af sjávarafurđum til Rússlands en einmitt nú (sjá tengil neđar).

Og takiđ líka eftir ţví, ađ hér er ekki bara um makrílinn ađ rćđa, heldur allar sjávarafurđir. Gunnar Bragi, Bjarni Ben. og Sigmundur Davíđ eru t.d. ađ rústa bezta lođnumarkađi okkar: á Rússlandi, međ fyrirhyggjulausum ákvörđunum sínum -- og ţađ ekki bara til eins árs, heldur til frambúđar, ef ţeir komast ekki aftur til ráđs og rćnu!

Vart er ţeim mönnum treystandi fyrir fullveldi og sjálfstćđi Íslands, sem gera landiđ međ ţessum hćtti ađ fótaţurrku fyrir hagsmuni sérdrćgra stórvelda, sem í hrćsni sinni halda t.d. áfram tröllauknum gaskaupum frá Rússlandi, en ćtlast til ađ Íslendingar leggi margfalt ţyngri skyldur á herđar sinna skattborgara heldur en gert er viđ fólkiđ á meginlandinu!


mbl.is Mala gull á viđskiptabanninu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á sandi byggđi ruglađur mađur rugl

Vitaskuld leiđir sá málflutningur Kára Stefánssonar til vitlausrar niđurstöđu, sem gefur sér ţá vitlausu forsendu ađ ţessar viđskiptaţvinganir feli í sér viđleitni til "ađ sporna gegn heimsyfirráđastefnu Rússa"! Heyr á endemi, ćtla ţeir sér HEIMSYFIRRÁĐ? Hvar er sönnunin fyrir ţví?! Stefna Rússlands er ekki sá alţjóđakommúnismi sem bjó ađ baki útţenslustefnu Sovétríkjanna, međ stuđningi viđ Marxista og uppreisnarmenn víđa um heim, m.a. í Afríku, og stríđsađgerđir (m.a. innrás Norđur-Kóreu í Suđur-Kóreu) og međ ţeirra eigin útţenslustríđi á hendur Afganistan, ţar sem um 230 sinnum fleiri fórust heldur en falliđ hafa í Úkraínu (ekki sízt vegna loftárása Úkraínuhers á héruđ ađskilnađarsinna).

Ég tók ekki eftir ţví, ađ Kári Stefánsson krefđist viđskiptaţvingana gegn Sovétinu 1979–89! Var hann ekki á vinstri kantinum ţá?! Ennţá er hann sósíalisti.

Telur hann, ađ Fćreyingar og Grćnlendingar "afklćđist sjálfsvirđingunni" međ ţví ađ selja Rússum sínar fiskafurđir?! Ţeir ţiggja sínar Guđsgjafir og nota ţćr og ţurfa ekki á siđapredikun Kára ađ halda. Hafa ţeir ekki mikiđ fyrir sínum fiskveiđum? Eru Fćreyingar ekki virđingarverđir ađ vinna ötullega fyrir gjald­eyrisöflun ţjóđar sinnar og sköttum? Hvađ kemur ţeim viđ, ađ Rússar hafa endurheimt Krímskaga án vopnaátaka og án mótstöđu íbúanna, sem eru raunar ađ meirihluta Rússar? Af hverju finnst Kára Stefánssyni ţetta alvarlegra mál en árás Sovétsins á Afganistanţjóđ á jólum 1979 og allt til 1989, međ yfir einnar og hálfrar milljónar mannfalli? Hvađ er eiginlega ađ manninum?

Hvernig ţćtti Kára, ađ hans eigin fyrirtćki og starfsfólk yrđi ađ sćta ţvílíku tekjuhruni sem sjómönnum, útgerđarfyrirtćkjum, sveitarfélögum og ţjóđinni allri er bođiđ upp á af ţessari ríkisstjórn?

Kári hefur áhyggjur af ţví, ađ viđ yrđum fyrir álitshnekki ef viđ, "til ađ spara pening", hćttum ţessari samstöđu međ öđrum vestrćnum, hann telur, án raka, ferđaţjónustuna myndu gjalda ţess (og spilar ţar sjálfur á peningasjónarmiđ!).

En ţađ er einfalt ađ hćtta ţessari skuldbindandi vitleysu, ráđamönnum er ţađ hin mesta hneisa ađ hafa stofnađ til ţessa máls ÁN NOKKURS MATS Á AFLEIĐ­INGUNUM -- ţađ kom ítrekađ fram í viđtalinu viđ Bjarna Ben. í Mogganum í gćr, ađ ekkert slíkt mat hafđi fariđ fram, sbr. líka ţessa skörpu greiningu Heiđrúnar Lindar Marteinsdóttur í Markađi Fréttablađsins, sjá http://www.visir.is/politiskt-vodaskot-i-vidskiptathvingun--/article/2015150818987 

En ţegar viđ hćttum ţátttöku í ţessu hrćsnisfulla viđskiptastríđi USA+ESB, ţá er einfalt ađ benda á, ađ ţar var okkur ćtlađ ađ bera 5–10 sinnum ţyngri byrđar hlutfallslega heldur en Evrópusambandsţjóđunum! Enginn getur af sanngirni ćtlazt til ţess af okkur, ekki einu sinni Kári Stefánsson sem talar hér niđur til okkar úr sínu hásćti.


mbl.is Ylli meira tjóni en nemur Rússagullinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svíar ofsaddir á pólitískum rétttrúnađi sósíaldemókrata: Svíţjóđardemókratar komnir fram úr ţeim og öllum flokkum!

Ţeir mćlast nú međ 25,2% fylgi, en fengu í síđustu ţing­kosn­ing­um 10,5%. Sósíaldemókratar mćlast međ 23,4%, Hćgriflokkurinn međ 21%.

Eitt einkenni Svíţjóđar­demókrata er andstađa viđ fjölgun inn­flytj­enda, en í ţví efni hafa sćnsk stjórnvöld gengiđ lengst allra í ríflegum heimildum. Ein ástćđan er reyndar ţeim sjálfum ađ kenna: Herferđin gegn hinum ófćddu, sem átti ađ heita svo "frjálslynd" og jákvćđ fyrir meintan rétt kvenna, hefur komiđ ţví til leiđar, ađ landiđ er hrapađ í 142. sćti međal 224 ţjóđa heims, ţegar litiđ er til fjölda barna á hverja konu. Svíţjóđ er ţar međ 1,88 börn á hverja konu (áćtl. 2014), reyndar sömu tölu og landiđ í 141. sćti, sem er sjálft Ísland! Til ađ ţjóđ haldist viđ án fćkkunar, ţurfa fćđingar ađ vera 2,1 á hverja konu, nema innflytjendur fari fram úr fjölda útfluttra.

Ţađ skal ţó tekiđ fram um Svíana, ađ međal hinna mörgu innflytjenda ţar er mun meiri tímgun en međal fólks af sćnskum ćttum (og eiga nýbúar ţannig sinn ţátt í ađ hífa ţessa tölu "upp" í 1,88 börn á konu), ţannig ađ hlutföllin eru ţarna ađ breytast verulega (t.d. međ hlutfallslegri fjölgun múslima) og myndu halda áfram ađ gera ţađ, ţótt innflutningur fólks myndi hćtta algerlega.

En augljós ţörf sćnska vinnumarkađarins fyrir nýtt blóđ, sem hefur alls ekki fengizt međ nógu mörgum fćđingum síđustu fjóra áratugi, liggur ekki sízt ađ baki meintu "frjálslyndi" ţeirra í innflytjendamálum.

Ţessi stuđningur Svía nú viđ jafn róttćkan flokk og Svíţjóđardemókrata (sem var jafnvel ómaklega kallađur "nýfasískur flokkur" af leiđtogum sósíaldemókrata, sjá HÉR) á sér hliđstćđu í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Sjálfum sér til skađrćđis munu sósíaldemókratar og ađrir međvirkir flokkar međ fjölmenning­ar­hyggjunni hunza ţađ endalaust ađ hlusta á óánćgjuraddir almennings í ţessum efnum.

PS. Athyglisverđur er leiđari Morgunblađsins í dag: Sprenging í Evrópu. Ţar er fjallađ um straum flóttamanna sem "er orđinn illviđráđanlegt vandamál innan ESB," og m.a. sagt, ađ straumur hćlisleitenda til Ungverjalands hafi nú ţre­faldazt frá fyrra ári og "gćti fariđ í 300 ţúsund áđur en áriđ er úti." Og viđ er bćtt: "Ástćđan fyrir ţví, ađ flóttamenn sćkja til Ungverjalands, er međal annars sú, ađ međ ţví komast ţeir inn á Schengen-svćđiđ, sem flest ríki Evrópu­sam­bandsins eru hluti af, og ţar međ er leiđin greiđari til annarra Schengen-ríkja. Ísland er eitt Schengen-ríkjanna ..." Áherzla er ţarna lögđ á, ađ Ísland sé "fámennt land og ţoli(r) enn síđur en fjölmennar ţjóđir mikinn fjölda flótta­manna." Og takiđ eftir lokaorđunum (feitletrun mín), sem ég tek undir af ýmsum ástćđum (m.a. vegna fjárskorts hér til heilsugćzlu og til ađ bćta kjör aldrađra): "Stjórnvöld hér hljóta ţví ađ huga vel ađ ţeirri ţróun sem er ađ verđa í ţessum efnum í Evrópu og til hvađa ráđa ţarf ađ grípa hér á landi til ađ takmarka straum flóttamanna og hćlisleitenda."


mbl.is Svíţjóđardemókratar stćrstir í könnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband